Rannsókn á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi Rannsóknarrit nr. 4: Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BYGGÐARANNSÓKNASTOFNUN ÍSLANDS Október 2007 Hjalti Jóhannesson Tryggvi Guðjón Ingason Þróunarfélag Austurlands Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Rannsókn á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi - Rannsóknarrit nr. 4 Október 2007 Byggðarannsóknastofnun Íslands Borgum við Norðurslóð, 600 Akureyri, Sími 460-8900, Fax 460-8919 Netfang: [email protected] Veffang: http://www.rha.is Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ EFNISYFIRLIT INNGANGUR 11 HELSTU NIÐURSTÖÐUR KÖNNUNARINNAR 13 EFNISTÖK OG FORSENDUR 16 FORSENDUR OG AFMÖRKUN GAGNAÖFLUN OG ÚRVINNSLA 16 21 NIÐURSTÖÐUR 26 ÁHRIF Á BÚFERLAFLUTNINGA VÆNTINGAR OG TRÚ Á JÁKVÆÐA ÞRÓUN BYGGÐARLAGSINS EIGIN ÞÁTTTAKA Í FRAMKVÆMDUNUM ÓBEIN ÞÁTTTAKA Í FRAMKVÆMDUNUM ALMENN ÁHRIF Á MANNLÍF BÚSETUÞÆTTIR VIÐHORF TIL STÓRIÐJUFRAMKVÆMDANNA Á AUSTURLANDI ÍBÚAÞRÓUN OG FASTEIGNAVERÐ 26 28 33 35 38 41 59 64 HEIMILDIR 67 5 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 MYNDASKRÁ 6 Mynd 1. Svæðaskipting í Austurlandskönnun II, vorið 2007. ........................................................ 20 Mynd 2. Uppsafnað svarhlutfall í Austurlandskönnun II, vorið 2007 ............................................ 23 Mynd 3. Svæðisskipting í Austurlandskönnun II, vorið 2007. ....................................................... 24 Mynd 4. Áætlaður meðalaksturstími frá skilgreindum fjarlægðarpunktum að öllum þremur framkvæmdasvæðum. ...................................................................................................... 25 Mynd 5. Áætlaður meðalaksturstími frá skilgreindum fjarlægðarpunktum að álverslóð í Reyðarfirði. ...................................................................................................................... 25 Mynd 6. Hefur þú (eða fjölskylda þín) íhugað alvarlega að flytja milli byggðarlaga á síðustu 5 árum en ákveðið að gera það ekki? .................................................................................. 26 Mynd 7. Telur þú líklegt eða ólíklegt að þú munir flytja frá því byggðarlagi þar sem þú býrð nú innan þriggja ára? ............................................................................................................. 27 Mynd 8. Hefur þú mikla eða litla trú á jákvæðri þróun byggðarlags þíns á næstu árum? Breyting milli febrúar 2003, nóvember 2004 og febrúar 2007. Spurt á Austurlandi. ..................... 29 Mynd 9. Hefur þú mikla eða litla trú á jákvæðri þróun byggðarlags þíns á næstu árum? .............. 29 Mynd 10. Hefur þú mikla eða litla trú á bættri fjárhagslegri afkomu þinni í tengslum við stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi? Breyting milli febrúar 2003, nóvember 2004 og febrúar 2007. .................................................................................................................... 30 Mynd 11. Hefur þú mikla eða litla trú á að stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi hafi bætt fjárhagslega afkomu þína? ............................................................................................... 31 Mynd 12. Hefur þú mikla eða litla trú á bættri fjárhagslegri afkomu þinni í tengslum við starfrækslu álvers í Reyðarfirði? Breyting milli feb. 2003, nóv. 2004 og feb. 2007. ......................... 32 Mynd 13. Hefur þú mikla eða litla trú á bættri fjárhagslegri afkomu þinni í tengslum við starfrækslu álvers í Reyðarfirði? ......................................................................................................... 33 Mynd 14. Hversu vel eða illa á eftirfarandi fullyrðing við um þig? Ég hef verið að vinna við eða í tengslum við framkvæmdirnar. ........................................................................................ 34 Mynd 15. Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú munir sækjast eftir vinnu við álver í Reyðarfirði? .. 35 Mynd 16. Hversu vel eða illa á eftirfarandi fullyrðing við um þig? Fyrirtæki/aðili sem ég vinn hjá hefur verið að vinna við eða í tengslum við framkvæmdirnar. ........................................ 36 Mynd 17. Hversu vel eða illa á eftirfarandi fullyrðing við um þig? Fyrirtæki/aðili sem ég vinn hjá hefur verið að selja vörur/þjónustu til framkvæmdaaðila................................................. 37 Mynd 18. Hversu vel eða illa á eftirfarandi fullyrðing við um þig? Nánir ættingjar mínir eða vinir hafa verið að vinna við eða í tengslum við framkvæmdirnar. .......................................... 37 Mynd 19. Hvort telur þú, þegar á heildina er litið, að stóriðjuframkvæmdirnar hafi haft jákvæð eða neikvæð áhrif á mannlíf í þínu byggðarlagi? Breyting milli nóvember 2004 og febrúar 2007. ................................................................................................................................ 38 Mynd 20. Hvort telur þú, þegar á heildina er litið, að stóriðjuframkvæmdirnar hafi haft jákvæð eða neikvæð áhrif á mannlíf í þínu byggðarlagi?.................................................................... 39 Mynd 21. Hvort telur þú að starfræksla álvers í Reyðarfirði muni hafa jákvæð eða neikvæð áhrif á mannlíf í þínu byggðarlagi? Breyting milli nóvember 2004 og febrúar 2007. ................ 40 Mynd 22. Hvort telur þú að starfræksla álvers í Reyðarfirði muni hafa jákvæð eða neikvæð áhrif á mannlíf í þínu byggðarlagi? ............................................................................................. 41 Mynd 23. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með fjölbreytni starfa? Breyting milli nóvember 2004 og febrúar 2007. 42 Mynd 24. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með fjölbreytni starfa? ........................................................................ 42 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Mynd 25. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með atvinnutekjur þínar? Breyting milli nóvember 2004 og febrúar 2007. ................................................................................................................................ 43 Mynd 26. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með atvinnutekjur þínar? .................................................................... 44 Mynd 27. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með efnahag fjölskyldunnar? Breyting milli nóvember 2004 og febrúar 2007. ................................................................................................................................ 44 Mynd 28. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með efnahag fjölskyldunnar? .............................................................. 45 Mynd 29. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með framboð á heilbrigðisþjónustu? Breyting milli nóvember 2004 og febrúar 2007 ..................................................................................................................... 46 Mynd 30. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með framboð á heilbrigðisþjónustu?................................................... 47 Mynd 31. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með félagslífið? Breyting milli nóvember 2004 og febrúar 2007 ....... 48 Mynd 32. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með félagslífið? .................................................................................. 48 Mynd 33. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með framboð á almennri verslun/þjónustu? Breyting milli nóvember 2004 og febrúar 2007 ....................................................................................................... 49 Mynd 34. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með framboð á almennri verslun/þjónustu? ........................................ 50 Mynd 35. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með persónulegt öryggi? Breyting milli nóvember 2004 og febrúar 2007 ................................................................................................................................. 51 Mynd 36. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með persónulegt öryggi?..................................................................... 51 Mynd 37. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með aðgengi að háskólamenntun? Breyting milli nóvember 2004 og febrúar 2007 ..................................................................................................................... 52 Mynd 38. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með aðgengi að háskólamenntun? ...................................................... 53 Mynd 39. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með aðgengi að framhaldsskólamenntun? Breyting milli nóvember 2004 og febrúar 2007 ....................................................................................................... 54 Mynd 40. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með aðgengi að framhaldsskólamenntun? .......................................... 54 Mynd 41. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með umhverfið? Breyting milli nóvember 2004 og febrúar 2007 ...... 55 Mynd 42. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með umhverfið? .................................................................................. 56 Mynd 43. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með menningarlífið? Breyting milli nóvember 2004 og febrúar 2007 56 Mynd 44. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með menningarlífið? ........................................................................... 57 Mynd 45. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með möguleika til að sinna tómstundum og áhugamálum? Breyting milli nóvember 2004 og febrúar 2007 .............................................................................. 58 Mynd 46. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með möguleika til að sinna tómstundum og áhugamálum mínum? .... 58 BRSÍ 7 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 8 Mynd 47. Hvort telur þú að íbúafjöldi í þínu byggðarlagi muni aukast, standa í stað eða dragast saman fram til ársins 2010 frá því sem nú er? .................................................................. 64 Mynd 48. Hvort telur þú að verð á íbúðarhúsnæði í þínu byggðarlagi muni hækka, standa í stað eða lækka fram til ársins 2010 frá því sem nú er? .................................................................. 65 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ TÖFLUSKRÁ Tafla 2. Jákvæðir þættir vegna stóriðjuframkvæmdanna. .............................................................. 60 Tafla 3. Neikvæðir þættir vegna stóriðjuframkvæmdanna. ............................................................ 61 Tafla 4. Jákvæðir þættir vegna starfrækslu álvers í Reyðarfirði. .................................................... 62 Tafla 5. Neikvæðir þættir vegna starfrækslu álvers í Reyðarfirði. ................................................. 63 9 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 10 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ INNGANGUR Þann 11. mars 2003 var samþykkt á Alþingi ályktun þess efnis að fela skyldi Byggðarannsóknastofnun Íslands, í samvinnu við Þróunarfélag Austurlands, að fylgjast með samfélagsbreytingum og þróun byggðar og atvinnulífs á landsvæðinu þar sem áhrifa álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi gætir mest. Rúmu árið síðar eða þann 7. apríl 2004 var undirritaður samningur milli Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, Byggðastofnunar, Byggðarannsókna- stofnunar og Þróunarstofu Austurlands (nú Þróunarfélag Austurlands) um framkvæmd og fjármögnun verkefnisins. Árið 2003 var unnin verkáætlun og hófst vinna við rannsóknina árið 2004 og mun ljúka síðla árs 2009. Rannsóknasvæðið er Austur- og Norðausturland en einnig litið til nokkurra lykilþátta, svo sem þróunar búsetu- og atvinnuhátta á landsvísu til samanburðar. Framkvæmd rannsóknarinnar hefur einkum verið í höndum starfsmanna Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri (RHA) auk Þróunarfélags Austurlands en Byggðarannsóknastofnun Íslands hefur verið rekin í tengslum við fyrrnefndu stofnunina. Safnað er tölulegum upplýsingum frá opinberum aðilum; til dæmis Hagstofunni og sveitarfélögum auk lykilupplýsinga frá framkvæmdaaðilum, er varða umsvif starfseminnar og atriði er lúta að starfsmönnum þeirra s.s. lögheimili, menntun o.þ.h. Þá eru úrtaksrannsóknir meðal fólks á Austurlandi og landinu öllu mikilvægur þáttur gagnaöflunar. Sú úrtaksrannsókn sem hér er greint frá er ein þeirra en í þessum könnunum er leitast við að afla upplýsinga um breytingar á högum fólks og viðhorfum þess. Í þessum könnunum koma fram skoðanir og upplifun íbúa á ýmsum þáttum er varða framkvæmdirnar. Með þessu móti fást gögn um samfélagið og breytingar þess sem aðeins er hægt að afla meðan breytingarnar eru að eiga sér stað. Ennfremur fara fram viðtalsrannsóknir meðal fólks og forsvarsmanna fyrirtækja þar sem leitast er við að fá fram ýmsar upplýsingar sem ekki er unnt að nálgast eftir öðrum leiðum, og aðeins meðan samfélagsbreytingarnar eiga sér stað, til dæmis frá forsvarsmönnum fyrirtækja og stofnana. Þessi viðtöl eru einnig mikilvægur liður í að rannsaka þá merkingu sem fólk leggur í ýmis grundvallarhugtök sem notuð eru í almennri umræðu um framkvæmdirnar. Loks fara fram kannanir meðal fyrirtækja þar sem sendir eru spurningalistar og aflað er upplýsinga um rekstur og afkomu. 11 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir annarri af þremur póstkönnunum sem áætlaðar eru í verkefninu og tekur hún til almennings innan skilgreindrar fjarlægðar frá helstu framkvæmdasvæðunum á Austurlandi og auk þess frá öðrum svæðum á landinu til samanburðar. Höfundar þessarar skýrslu eru Hjalti Jóhannesson landfræðingur við Rannsóknaog þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) og verkefnisstjóri rannsóknar á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi, og Tryggvi Ingi Guðjónsson, sérfræðingur við RHA. Aðrir starfsmenn RHA hafa komið að þessari rannsókn með aðstoð við útsendingu, móttöku gagna, skráningu og til samráðs. 12 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ HELSTU NIÐURSTÖÐUR KÖNNUNARINNAR Hér að neðan eru dregnar saman helstu niðurstöður þeirrar póstkönnunar sem fram fór meðal almennings vorið 2007 sem liður í rannsókn á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunar á Austurlandi. Könnunin fór fram frá lokum febrúar til loka apríl 2007 meðal fólks á aldrinum 18-65 ára. Dregið var lagskipt slembiúrtak og var endanlegt úrtak 3.134 manns af öllu landinu. Svör voru 1.219 og heildarsvörun því 38,9%. Vegna þessa dræma svarhlutfalls voru gögnin greind sérstaklega með það fyrir augum að greina mögulegar kerfisbundnar skekkjur. Engar vísbendingar fundust um slíkt og má því telja að úrtakið gefi nokkuð rétta mynd af rannsóknarþýðinu. Svörin voru greind eftir átta svæðum. Þetta eru áhrifasvæði framkvæmdanna á Austurlandi, þrjú undirsvæði þess, þ.e. norðursvæði, miðsvæði (innan tveggja tíma aksturstíma frá framkvæmdasvæðum) og suðursvæði. Landið að öðru leyti var greint í fjögur svæði, þ.e. áhrifasvæði Reykjavíkur; Vesturland, Vestfirði og Norðurland vestra; Eyjafjarðarsvæðið og loks Suðurland að Árborg. Ljóst er að mikill munur er á milli einstakra svæða á skilgreindu áhrifasvæði á Austurlandi. Þannig eru svarendur á miðsvæðinu mun bjartsýnni á framtíð síns byggðarlags en íbúar norðursvæðis og suðursvæðis. Áhrif framkvæmdanna eru almennt mjög staðbundin sem m.a. lýsir sér í að um 51% svarenda á miðsvæðinu hefur mjög eða fremur mikla trú á að framkvæmdirnar í heild hafi bætt fjárhagslega afkomu þeirra. Aðeins 12% svarenda á suðursvæðis eru hins vegar sama sinnis. Svipað kom fram varðandi væntingar um rekstur álversins sérstaklega. Bein þátttaka í framkvæmdunum er mjög bundin búsetu, en rúm 30% á miðsvæðinu segjast tengjast stóriðjuframkvæmdunum með beinum hætti í gegnum vinnu sína. Það svæði sem kemst næst þessu er norðursvæðið með um 11% og áhrifasvæði Reykjavíkur með um 11%. Til samanburðar eru um 8% á suðursvæði sammála þessu. 13 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Óbein þátttaka í framkvæmdunum (t.d. í gegnum vinnustað) er mest á miðsvæði Austurlands og er mikið samræmi milli svara við nokkrum spurningum sem tengjast þessu. Þannig segja þar t.d. um 36% að fyrirtæki sem þeir vinni hjá hafi verið að vinna við eða í tengslum við framkvæmdirnar. Áhrifasvæði Reykjavíkur kemst næst þessu með um 14% og er það aftur í samræmi við það sem spáð var að áhrifin yrðu umtalsverð þar. Svör við nokkrum spurningum benda til þess að á suðursvæði upplifi svarendur sig afskipta hvað varðar áhrif af framkvæmdunum. Sumir upplifa neikvæð áhrif, e.t.v. svokölluð ruðningsáhrif vegna framkvæmdanna og reksturs álversins. Þetta má t.d. sjá á svörum þeirra við spurningunni um hvort framkvæmdirnar hafi í heildina haft jákvæð eða neikvæð áhrif í byggðarlaginu. Þar segja um 20% að þær hafi haft mjög eða frekar neikvæð áhrif en hvergi annarsstaðar á landinu er þetta hlutfall jafnhátt. Vísbendingar um að framkvæmdirnar gætu haft áhrif á aðrar atvinnugreinar og á búferlaflutninga innan Austurlands eru m.a. í samræmi við það sem spáð var af Skipulagsstofnun áður en þær hófust. Einnig voru sveitarstjórnarmenn meðvitaðir um þessi mögulegu áhrif og ályktuðu um þau á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi þegar árið 2003. Spurt var í könnuninni um ánægju með ýmsa búsetuþætti s.s. tekjur, heilbrigðisþjónustu, félagslíf og almenna verslun/þjónustu. Almennt koma mestu þéttbýlissvæði landsins, áhrifasvæði Reykjavíkur og Eyjafjarðarsvæðið vel út og ljóst er að íbúar á miðsvæði eru mjög ánægðir með flesta búsetuþætti. Ánægja með framboð sumrar opinberrar þjónustu s.s. heilbrigðisþjónustu er þó ekki ýkja mikil og er hugsanlegt að hún hafi ekki fylgt eftir þeirri mannfjölgun sem orðið hefur á svæðinu. Þegar spurt var almennt um jákvæð áhrif framkvæmdanna var ýmislegt nefnt. Áhrif á atvinnulíf, byggðaþróun og efnahag eru þau jákvæðu áhrif sem flestir nefna. Eftir því sem svarendur búa fjær sjá þeir færra jákvætt við framkvæmdirnar. 14 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Samsvarandi opin spurning um neikvæð áhrif framkvæmdanna leiddi ýmislegt áhugavert í ljós. Ekki kemur á óvart að umhverfisáhrif er það sem flestir nefna í því sambandi. Þá eru nokkuð margir sem nefna aukna togstreitu milli fólks og neikvæð efnahagsáhrif. Ein athyglisverðasta niðurstaðan er að um 18% svarenda á suðursvæði og um 12% á miðsvæði telja atriði sem flokka má undir ruðningsáhrif innan áhrifasvæðisins helst neikvæð við framkvæmdirnar. 15 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 EFNISTÖK OG FORSENDUR Forsendur og afmörkun Í verkáætlun um rannsókn á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi (Byggðarannsóknastofnun Íslands, 2004) var ráðgert að framkvæma þrjár almennar úrtakskannanir (árin 2004, 2006 og 2008). Könnununum árin 2004 og 2008 var fyrst og fremst ætlað að mæla margvíslega þætti á næsta áhrifasvæði framkvæmdanna en könnunin árið 2006 skyldi fara fram á landsvísu. Þeirri könnun seinkaði í framkvæmd og fór fram í upphafi árs 2007 og fjallar þessi skýrsla um þá könnun. Efnislega afmarkast viðfangsefni könnunarinnar, líkt og rannsóknarverkefnisins í heild, við athugun á samfélagsbreytingum og þróun byggðar og atvinnulífs vegna stóriðjuframkvæmda á Austurlandi. Rannsóknarsviðið er þannig nokkuð víðfeðmt. Könnunin tekur til framkvæmdatímans og upphafs rekstrartíma álversins í Reyðarfirði þar sem á tíma rannsóknarinnar var búið að ráða fjölda starfsmanna til þess og framleiðsla fyrsta álsins að hefjast í apríl 2007. Landfræðileg afmörkun könnunarinnar er önnur en þeirrar sem fór 2004. Í þessari könnun er allt landið lagt undir og því unnt að bera saman viðhorf íbúa mismunandi svæða til stórframkvæmdanna fyrir austan. Afmörkun í tíma Í stóriðjuframkvæmdum er um að ræða tvennskonar tímabil sem eru í eðli sínu ólík. Annars vegar er um að ræða framkvæmdatíma sem stendur fram til 2008 á Austurlandi, það er að segja meðan verið er að reisa mannvirkin. Hins vegar er svo um að ræða það tímabil þegar framkvæmdum er að fullu lokið (frá árinu 2009 eða svo) og Kárahnjúkavirkjun og álverið á Reyðarfirði eru komin í fullan rekstur, þetta er hér kallað rekstrartími. Þessi tímabil skarast að einhverju leyti því unnt er að hefja rafmagns- og álframleiðslu áður en byggingaframkvæmdum er að fullu lokið. Þegar hér er rætt um rekstrartíma er hins vegar fyrst og fremst átt við það þegar framkvæmdir standa ekki yfir eða þeim er að mestu lokið. Gert var ráð fyrir að starfsemi gæti hafist í álveri Alcoa um mitt ár 2007 og áætlanir Landsvirkjunar miðuðu við að afhending raforku gæti hafist 1. apríl það ár. Þetta hefur ekki gengið eftir vegna tafa við gerð Kárahnjúkavirkjunar og gert 16 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ er ráð fyrir að afhenda orku þaðan í nóvember 2007 (Morgunblaðið, 2007, 21. september). Hins vegar var unnt að hefja framleiðslu áls í takmörkuðum mæli hjá Fjarðaáli í aprílbyrjun 2007 með því að Landsvirkjun afhenti fyrirtækinu raforku af landsnetinu. Segja má því að rekstrartími álversins hefjist um það leyti. Byggingaframkvæmdum verður þó ekki að fullu lokið fyrr en árið 2008. Hvað virkjunina varðar er hins vegar líklegast að eftir framkvæmdirnar taki við langt tímabil lítilla umsvifa, því tiltölulega fáa starfsmenn þarf til að reka virkjunina. Samkvæmt vef Kárahnjúkavirkjunar (Landsvirkjun, 2007 23. júní) voru starfsmenn virkjunarinnar 11 þann 23. júní 2007 og hófst formlegur rekstur stöðvarinnar 2. apríl. Umsvif framkvæmdaaðila hafa því bæði skammtíma- og langtímaáhrif, en miðað við tímaáætlun þess rannsóknarverkefnis sem hér er til umfjöllunar verður þó einkum unnt að rannsaka skammtímaáhrifin og að takmörkuðu leyti langtímaáhrif að svo miklu leyti sem fyrstu misserin í rekstri álversins verða lýsandi fyrir þau. Landfræðileg afmörkun Áhrifasvæði framkvæmda við álver Fjarðaáls og Kárahnjúkavirkjun nær langt út fyrir austurhluta Íslands þegar litið er til samfélags- og efnahagslegra þátta. Ennfremur er ljóst að þessi áhrif virða ekki nema að litlu leyti sveitarfélagamörk, kjördæmi eða landamæri Íslands. Staðsetning mannvirkja hefur þó augljóslega talsverð áhrif á hvar og með hvaða hætti áhrifa gætir af framkvæmdum. Einnig skiptir miklu hvaðan þeir aðilar sem annast tiltekna verkþætti koma og hvar starfsmenn við framkvæmdirnar eru búsettir. Meðal þess sem ákvarða þurfti í aðdraganda könnunarinnar var hversu víðfeðmt rannsóknarsvæðið ætti að vera. Í því sambandi skiptir máli að huga að því hvers vegna framkvæmdir á borð við fyrirhugaða Kárahnjúkavirkjun hafa áhrif í samfélaginu. Aðalleikendur þegar kemur að dreifingu áhrifa um samfélagið eru annars vegar þeir einstaklingar sem starfa við framkvæmdina, greiða skatta og útsvar af tekjum sínum, kaupa varning og þjónustu og hverfa frá tilteknum störfum til að starfa við þetta verkefni. Hins vegar eru það fyrirtæki sem kaupa vöru og þjónustu af öðrum fyrirtækjum. Í skýrslu sinni um úrtakskönnunina sem fram fór árið 2004 gerði Kjartan Ólafsson (2005) ítarlega grein fyrir skilgreiningu rannsóknasvæðisins. Þar kom fram að, af fyrri framkvæmdum af svipuðum toga hérlendis, einkum hvað varðar virkjanir, megi ráða að skipting starfsmanna eftir 17 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 landshlutum sé einkum háð tveimur þáttum. Annars vegar fjarlægð frá virkjunarstað og hins vegar þeirri reynslu eða þekkingu sem til staðar er í viðkomandi landshluta. Talsverð umræða hefur orðið um landfræðilega dreifingu áhrifa af framkvæmdunum á Austurlandi. Komið hefur á daginn að áhrifin eru tiltölulega staðbundin við Mið-Austurland (miðsvæðið í þessari rannsókn) og er það meðal helstu niðurstaðna fyrstu áfangaskýrslu í þessari samfélagsrannsókn (Kjartan Ólafsson (ritstj.), Enok Jóhannsson, Jón Þorvaldur Heiðarsson, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir og Valtýr Sigurbjarnarson, 2006). Í aðdraganda framkvæmdanna taldi Skipulagsstofnun, 2001:36-44) að búferlaflutningar yrðu inn á MiðAusturland, m.a. frá öðrum svæðum Austurlands. Sveitarstjórnarmenn á Austurlandi tóku í sama streng og á aðalfundi Sambands Sveitarfélaga á Austurlandi 21. ágúst 2003 samþykktu þeir ályktun um virkjana- og orkumál þar sem sagði meðal annars „... brýnt að hugað verði vandlega að því hvaða áhrif framkvæmdirnar munu hafa á suður- og norðursvæði [Austurlands].“ Þessi rannsókn hefur fylgst með þessari þróun og m.a. þegar leitt í ljós þetta misvægi í þróun innan landshlutans, þ.e. áhrifa gætir mikið á miðsvæðinu en tiltöluleg lítið utan þess (ibid.). Í upphafi þessarar rannsóknar var ákveðið að miða áhrifasvæði framkvæmdanna við áætlaða jafngildisfjarlægð stóriðjuframkvæmdanna til norðurs miðað við vegalengdina til Hornafjarðar í suðri. Taka þurfti mið af tvennu. Í fyrsta lagi að meginframkvæmdasvæðin eru þrjú (stíflusvæði við Fremri Kárahnjúk, stöðvarhús í Fljótsdal og álver í Reyðarfirði). Í öðru lagi er um mismunandi leiðir að velja eftir því hvort farið er að vetri eða sumri (auk þess koma til vegabætur og styttingar á framkvæmdatímanum). Aðferðum við þessa svæðisskiptingu er ítarlega líst í áfangaskýrslu 1 (Kjartan Ólafsson o.fl, 2006). Áhrifasvæðið skiptist þá á þennan hátt í þrjú undirsvæði: Norðursvæði. Svæði sem er utan tveggja tíma fjarlægð frá framkvæmdasvæðunum (sjá að ofan) og til norðurs þar til sömu fjarlægð er náð (Þingeyjarsveit) og er til Hafnar í Hornafirði sem hefð er fyrir að telja til Austurlands. Miðsvæði. Svæðið sem er innan tveggja tíma akstursfjarlægðar frá framkvæmdasvæðunum. 18 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Suðursvæði. Svæði sem er utan tveggja tíma fjarlægðar í suður frá framkvæmdasvæðunum, allt til Hafnar í Hornafirði. Í þessari könnun, 2007 var ákveðið að skipta landinu í nokkur svæði auk þeirrar svæðisskiptingar sem ákveðin var fyrir könnunina 2004. Svæðin eru eftirfarandi: Áhrifasvæði Reykjavíkur. Hér átt við Reykjavík og öll þau sveitarfélög sem eru innan u.þ.b. 45 mínútna akstursfjarlægðar frá borginni. Þetta er í raun einskonar útvíkkað höfuðborgarsvæði, um Reykjanes, norður að Borgarfjarðarbrú og austur að Árborg enda fylgir svæði allt í stórum dráttum sömu íbúa- og efnahagsþróun og algengt er að miða við um 45 mínútna akstur til vinnu í fjölþjóðlegum rannsóknum. Sjá t.d. rannsókn sem gerð var undir merkjum ESPON1 Dubois, Alexandre, Gløersen, Erik, Stead, Dominic og Zonneveld, Wil (2006). Vesturland, Vestfirðir, Norðurland vestra. Hér er um að ræða svæði þar sem sveitarfélög fylgja svipaðri þróun innbyrðis ef undan er skilinn syðsti hluti þess þar sem áhrifa af nálægð höfuðborgarsvæðisins gætir í ríkari mæli. Eyjafjarðarsvæðið. Svæðið með Akureyri sem miðpunkt fylgir að verulegu leyti svipaðri þróun enda samgöngur innan þess góðar og vegalengdir stuttar. Suðurland að Árborg. Hér er um að ræða svæði þar sem sveitarfélög fylgja svipaðri þróun innbyrðis ef undan er skilinn vestasti hluti þess (Árborgarsvæðið) þar sem áhrifa af nálægð höfuðborgarsvæðisins gætir í ríkari mæli. Mynd 1. á næstu síðu sýnir þessa svæðisskiptingu. 1 European Spatial Planning Observation Network 19 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Mynd 1. Svæðaskipting í Austurlandskönnun II, vorið 2007. Afmörkun áhrifaþátta Þrátt fyrir að unnt verði að greina áhrif af fyrirhuguðum framkvæmdum víða í samfélaginu er þó ljóst að tiltekin svið þess munu verða fyrir áhrifum umfram önnur. Þessi áhrif eru háð nálægð við framkvæmdirnar í tvennum skilningi. Annars vegar eru áhrifin merkjanleg vegna landfræðilegrar nálægðar. Þessi áhrif skapast til dæmis vegna umsvifa framkvæmdaaðilanna á virkjanasvæðum og lóð álversins, vegna flutnings á varningi og ferða starfsfólks til og frá vinnu. Hins vegar er um að ræða „félagslega nálægð“ þar sem tilteknir aðilar eru í miklum samskiptum við framkvæmdaaðilana eða jafnvel beinir þátttakendur í verkefninu án þess að vera endilega í mikilli landfræðilegri nálægð. Erfitt er að kortleggja þessi áhrif fyrirfram með nákvæmum hætti. Í ljósi þessa er hins vegar einkum við það miðað að unnt verði að merkja áhrif á eftirtalin svið: 1) Efnahag og möguleika fólks til að afla sér tekna, 2) vinnumarkað, 3) mannfjölda og búsetuþróun, 4) starfsemi sveitarfélaga og þjónustu þeirra, 5) húsnæðismál, 6) þjónustu almennt, 7) opinbera þjónustu, 8) nýtingu lands og auðlinda, 9) ferðaþjónustu, og 10) á lífsstíl fólks. Þetta eru sömu þættir og til athugunar voru við mat á umhverfisáhrifum umræddra framkvæmda (Kjartan Ólafsson, Grétar Þór Eyþórsson og Hjalti Jóhannesson, 2001) og eðlilegt er að rannsókn sem ætlað er að fylgjast með 20 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ samfélagsþróun samhliða stóriðjuframkvæmdum á Austurlandi taki mið af þeim einnig. Gagnaöflun og úrvinnsla Í rannsóknaráætluninni var gert ráð fyrir að úrtakskannanir gætu orðið grundvöllur að samanburði milli upphafs og loka framkvæmdatímans. Því er unnt að framkvæma kannanirnar 2004 og 2008 með langtímasniði (e. panel) en það þýðir í þessu tilviki að þeir hinir sömu og svöruðu spurningalistanum árið 2004 verða beðnir að svara spurningalistanum árið 2008. Með þessu fyrirkomulagi má fylgjast með breytingum á högum einstaklinga með öruggari hætti en þegar dregið er nýtt úrtak í hvert skipti. Vegna brottfalls (þar sem hluti þeirra sem svarar fyrstu könnuninni svarar ekki hinni síðari) krefst þessi aðferð hins vegar þess að unnið sé í upphafi með stærri hóp en ella. Vegna eðlis spurninganna var ákveðið að póstsenda spurningalistann til þátttakenda. Í þessari könnun sem fram fór í upphafi árs 2007 var dregið nýtt úrtak, enda var henni jafnframt ætlað að mæla mismun á viðhorfum milli landshluta og breytingu á viðhorfum þegar vel er liðið á framkvæmdatímann og rekstrartími álversins að renna í garð. Þýði Við skilgreiningu þýðisins þarf að taka mið af því að rannsókninni er bæði ætlað að mæla tiltekna þætti á þeim tíma sem könnunin er framkvæmd sem og að varpa ljósi á þróun tiltekinna þátta milli áranna 2004, 2007 og 2008 þegar áætlað er að framkvæma síðasta hluta þessarar könnunar. Með þetta í huga var við það miðað 2004 að þátttakendur í könnuninni yrðu að sem stærstum hluta enn þátttakendur á vinnumarkaði þegar könnunin 2008 verður framkvæmd. Því voru efri aldursmörk þýðisins í könnuninni 2004 dregin við 62 ára aldur og einstaklinga sem fæddir eru árið 1942 eða síðar. Neðri aldursmörk voru dregin við 18 ára aldur þar sem yngri einstaklingar hafa í flestum tilvikum mjög litla reynslu af vinnumarkaði og takmarkaðar forsendur til að svara mörgum þeim spurningum sem mikilvægast þótti að fá svör við í könnuninni. Í könnuninni vorið 2007 var hins vegar ákveðið að miða aldursmörk þýðisins við 18-65 ára aldur, þ.e. fólk á virkum vinnualdri. Þetta er sami aldur og miðað er við 21 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 í vinnumarkaðskönnunum Hagstofu Íslands og því er hægt bæði í lengd og bráð að bera niðurstöður þessarar könnunar við vinnumarkaðskannanir. Úrtak Við drátt úrtaks var ákveðið að lagskipta því eftir þeim landsvæðum sem gerð er grein fyrir hér að ofan. Upphaflegt úrtak rannsóknarinnar varð slembiúrtak fólks á aldrinum 18–65 ára sem búsett var á þessum svæðum 1. janúar árið 2007, samtals 3.202 einstaklingar. Af þeim reyndist 1 vera látinn, 2 of veikir til að geta tekið þátt og 65 einstaklinga tókst ekki að staðsetja. Endanlegt úrtak varð því 3.134 einstaklingar. Framkvæmd og heimtur Könnunin var póstlögð til þeirra sem lent höfðu í úrtakinu mánudaginn 26. febrúar 2007 og bárust fyrstu svörin 1. mars. Ítrekunarbréf var sent þátttakendum tveimur vikum síðar eða þann 12. mars og nýr spurningalisti var sendur út þann 30. mars. Með þessu móti tókst að fá 1.219 svör eða sem svarar 38,9% endanlegs úrtaks sem var heldur lægra svarhlutfall en að var stefnt. Meginþorri (90%) þeirra spurningalista sem bárust til baka skiluðu sér fyrir 11. apríl en svör bárust þó allt til 14. maí. Nokkrir eða um tugur sem fengu spurningalistann sendan höfðu samband við framkvæmdaraðila könnunarinnar til að spyrja um einstök atriði eða gera athugasemdir við spurningalistann. Í nokkrum tilvikum sendu þátttakendur spurningalistann óútfylltan til baka eða með athugasemdum um að viðkomandi vildu ekki svara listanum. 22 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ 40 35 % uppsafnað 30 25 20 15 10 5 0 1. 3. '07. Mynd 2. 15. 3. '07. 29. 3. '07. 12. 4. '07. 26. 4. '07. 10. 5. '07. Uppsafnað svarhlutfall í Austurlandskönnun II, vorið 2007. Úrvinnsla Þessi könnun, framkvæmd í ársbyrjun 2007 notast að stórum hluta við sömu spurningar og voru notaðar haustið 2004. Markmið könnunarinnar sem framkvæmd var á Austur- og Norðausturlandi haustið 2004 var ekki einungis að meta tiltekna þætti á framkvæmdatíma könnunarinnar heldur einnig að vera grundvöllur til samanburðar og greiningar síðar á rannsóknartímanum. Ýmsar spurningar í könnunum eru nokkurskonar bakgrunnsmælingar sem ætlað er að varpað geti ljósi á stöðu og þróun mála yfir rannsóknartímann og til þess að greina mismun milli svæða og samfélagshópa. Úrvinnslan hér tekur mið af því. Þannig er í þessari skýrslu birt þrennskonar greining. Í skýrslunni sjálfri eru reifaðar helstu niðurstöður varðandi þá þætti sem ætla má að skipti mestu á fyrrihluta framkvæmdatímans. Í viðauka við skýrsluna er annars vegar að finna yfirlit um dreifingu svara við nær öllum fjölvalsspurningum í könnuninni eftir kynferði, aldri, búsetu og menntun en hins vegar yfirlit um dreifingu svara, orðalag spurninga og uppsetningu spurningalistans. Þessu er hvorutveggja ætlað að gefa sem besta mynd af því hvaða möguleikar til greiningar felast í gögnunum umfram það sem er að finna í meginmáli þessarar skýrslu. 23 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Við greiningu gagnanna er notast við eftirfarandi svæðisskiptingu. Í fyrsta lagi er um að ræða greiningu eftir þremur svæðum Austurlands, það sem í heild er kallað áhrifasvæði framkvæmdanna. Í öðru lagi er landinu skipt í fjögur svæði utan þessa áhrifasvæðis. Norðursvæði. Meira en tveggja tíma meðalakstur til norðurs frá framkvæmdasvæðum. Miðsvæði. Minna en tveggja tíma meðalakstur frá framkvæmdasvæðum. Suðursvæði. Meira en tveggja tíma meðalakstur til suðurs frá framkvæmdasvæðum. Áhrifasvæði Reykjavíkur. Vesturland, Vestfirðir, Norðurland vestra. Eyjafjarðarsvæðið. Suðurland að Árborg. Mynd 3. Svæðisskipting í Austurlandskönnun II, vorið 2007. Í fyrstu úrtakskönnuninni í þessari samfélagsrannsókn á Austurlandi var áhrifasvæðinu skipt í 14 undirsvæði sem fengu nafn þess þéttbýliskjarna sem þar er að finna. Áætluð akstursfjarlægð í mínútum frá viðkomandi mælipunkti var síðan yfirfærð á viðkomandi svæði og ætlað að gefa mynd af landfræðilegri nálægð viðkomandi svæðis gagnvart framkvæmdunum. Þessi svæðaskipting var notuð til að meta fjarlægðarfall margvíslegra áhrifa af stóriðjuframkvæmdunum. Myndirnar hér að neðan sýna aksturstíma í klst. annars vegar að virkjanasvæðinu (framkvæmdatími) og hins vegar að álverinu í Reyðarfirði (framkvæmdatími og rekstrartími) Miðað er við vegakerfið eins og það var haustið 2004. Í þessari könnun var hins vegar ákveðið að beina greiningu fremur að samanburði milli áhrifasvæðisins á Austurlandi og annarra landshluta, samanburði milli svæðanna þriggja á áhrifasvæðinu og í þriðja lagi breytingum sem hafa átt sér stað milli kannana 2004 og 2007. Myndirnar hér að neðan eru hins vegar settar inn til fróðleiks fyrir lesendur til að átta sig á nálægð tiltekinna staða við framkvæmdirnar. 24 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Höfn 3,2 Djúpivogur 1,9 Stöðvarfjörður 1,6 Fáskrúðsfjörður 1,4 Reyðarfjörður 0,9 Eskifjörður 1,1 Neskaupstaður 1,3 Seyðisfjörður 1,1 Egilsstaðir 0,8 Vopnafjörður 2,0 Þórshöfn 3,1 Raufarhöfn 3,7 Reykjahlíð 2,6 Húsavík 3,3 0 1 2 3 4 5 Meðal aksturstími (klst.) að öllum þremur framkvæmdasvæðum. Mynd 4. Áætlaður meðalaksturstími frá skilgreindum fjarlægðarpunktum að öllum þremur framkvæmdasvæðum. Höfn 2,88 Djúpivogur 1,64 Stöðvarfjörður 0,61 Fáskrúðsfjörður 0,26 Reyðarfjörður 0,08 Eskifjörður 0,11 Neskaupstaður 0,39 Seyðisfjörður 0,85 Egilsstaðir 0,50 Vopnafjörður 1,77 Þórshöfn 2,75 Raufarhöfn 3,46 Reykjahlíð 2,56 Húsavík 3,25 0 1 2 3 4 5 Meðal aksturstími (klst.) að álverinu (eftir göng) Mynd 5. Áætlaður meðalaksturstími álverslóð í Reyðarfirði. frá skilgreindum fjarlægðarpunktum að 25 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 NIÐURSTÖÐUR Áhrif á búferlaflutninga Til að meta áhrif framkvæmdanna á búferlaflutninga voru þátttakendur í könnuninni spurðir að eftirfarandi: Hefur þú (eða fjölskylda þín) íhugað alvarlega að flytja milli byggðarlaga á síðustu 5 árum en ákveðið að gera það ekki? Í boði var að merkja við þrjá valmöguleika: 1) Já, ég hef (við höfum) íhugað alvarlega að flytja til baka til byggðarlags þar sem ég hef búið áður. 2) Já, ég hef (við höfum) íhugað alvarlega að flytja til byggðarlags þar sem ég hef ekki búið áður. 3) Nei, ég hef (við höfum) ekki íhugað alvarlega að flytja. Í ljós kom að um 20% fólks á öllu landinu höfðu íhugað flutninga alvarlega og var enginn munur á austursvæðunum hvað þetta varðar, hvorki innibyrðis né í samanburði við aðra landshluta. Áhrifasvæði Reykjavíkur Suðurland að Árborg Suðursvæði Vesturland, Vestfirðir, Norðurland-V Norðursvæði Austurland í heild Eyjafjarðarsvæðið Miðsvæði 100 90 83 80 80 78 79 78 80 83 79 70 60 % 50 40 30 20 10 9 8 9 12 7 6 7 7 8 15 14 14 11 13 9 10 0 Íhugað alvarlega að flytja til baka Mynd 6. Íhugað alvarlega að flytja á nýjan stað Ekki íhugað alvarlega að flytja Hefur þú (eða fjölskylda þín) íhugað alvarlega að flytja milli byggðarlaga á síðustu 5 árum en ákveðið að gera það ekki? Þegar litið er til könnunarinnar sem gerð var á áhrifasvæðinu haustið 2004 kemur í ljós að lítinn mun er að sjá á milli þessara kannana, þ.e. hvað varðar Austfirðinga. Til að meta m.a. hvort stóriðjuframkvæmdirnar gætu mögulega valdið nokkurskonar innri byggðaröskun á rannsóknarsvæðinu með samþjöppun mannfjöldans á Mið-Austurlandi voru þátttakendur í könnuninni spurðir að eftirfarandi: Telur 26 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ þú líklegt eða ólíklegt að þú munir flytja frá því byggðarlagi þar sem þú býrð nú innan þriggja ára? Þriggja ára viðmiðunartíminn var ekki síst valin með tilliti til þess að Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) hefur notað þessa sömu spurningu í könnunum víða annarsstaðar á landinu sem gefur möguleika á samanburði við niðurstöður þeirra. Þegar litið er á landið í heild sést að um fimmtungur telur það annaðhvort mjög eða frekar líklegt að hann eða hún muni flytja frá því byggðarlagi þar sem viðkomandi býr. Áhrifasvæði Reykjavíkur Suðurland að Árborg Suðursvæði Vesturland, Vestfirðir, Norðurland-V Norðursvæði Austurland í heild Eyjafjarðarsvæðið Miðsvæði 100 90 80 70 60 47 4847 44 42 40 39 38 % 50 40 29 26 23 25 21 2020 21 30 20 10 9 11 6 11 9 9 9 10 12 11 13 10 10 8 7 19 161514 12 141412 9 0 Mjög líklegt Mynd 7. Frekar líklegt Frekar ólíklegt Mjög ólíklegt Alveg útilokað Telur þú líklegt eða ólíklegt að þú munir flytja frá því byggðarlagi þar sem þú býrð nú innan þriggja ára? Í raun er athyglisvert hve lítill munur er sjáanlegur milli landsvæða hvað áformaða búferlaflutninga varðar. Hvað varðar áhrifasvæðið á Austurlandi hafa einnig orðið litlar breytingar á væntum búferlaflutningum frá könnuninni haustið 2004. Nánast sama hlutfall svarenda taldi flutninga mjög eða frekar líklega þá. Innbyrðis mismunur undirsvæðanna þriggja heldur sér á milli kannana. Miðað við spár um tilflutning fólks í tengslum við framkvæmdirnar virðast þessar niðurstöður ekki benda til stórra breytinga á áformum fólks hvað búferlaflutninga varðar. Hafa ber í huga að hér er um svokallaða skilyrta spurningu að ræða. Þannig er viðkomandi spurður um hvað hann eða hún telji að geti mögulega gerst í framtíðinni. Ekki er hægt að slá því föstu að þeir sem svara spurningunni játandi hafi uppi ákveðin áform um búferlaflutninga heldur fremur að þeir telji líklegt að 27 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 til þess kunni að koma. Alþekkt er að svör við spurningum af þessu tagi hafa ekki endilega beint forspárgildi um framtíðarhegðun viðkomandi einstaklinga. Því má segja að rétt sé að túlka svör fólks við spurningunni um mögulega búferlaflutninga í framtíðinni öðrum þræði sem mat viðkomandi á möguleikum viðkomandi byggðarlags til að skapa íbúum þess viðunandi skilyrði til búsetu í framtíðinni og tengist þetta því umfjöllun um næsta atriði hér að neðan. Væntingar og trú á jákvæða þróun byggðarlagsins Miklar væntingar hafa verið bundnar við stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi og virðist þá gilda einu um hvort um er að ræða einstaklinga, fyrirtæki eða sveitarfélög. Ekki voru gerðar markvissar mælingar á væntingum til stóriðjuframkvæmdanna áður en þær hófust. Þó eru til upplýsingar um nokkra þætti er lúta að þessu sem safnað var í spurningakönnun á vegum RHA 2 í febrúar árið 2003 eða rétt tæpum mánuði áður en skrifað var undir samninga um framkvæmdirnar. Tekið var slembiúrtak fólks á aldrinum 18-80 ára í öllu Norðausturkjördæmi og þar með var unnt að fá upplýsingar um rannsóknarsvæðið að íbúum Hafnar undanskildum. Alls eru í þessari könnun svör frá 252 einstaklingum á svæði sem unnt er að bera saman við niðurstöður könnunar haustið 2004 og nú vorið 2007 (þ.e. af sama svæði og á sama aldri). Í þeim samanburði sem hér er gerður er því um að ræða sambærileg gögn. Í könnun RHA í febrúar 2003 var meðal annars spurt að eftirfarandi: Hefur þú mikla eða litla trú á jákvæðri þróun byggðarlags þíns á næstu árum? Niðurstaðan leiddi í ljós að 81% fólks sem þá var búsett á rannsóknarsvæðinu hafði mjög eða frekar mikla trú á jákvæðri þróun síns byggðarlags á komandi árum. Í könnuninni haustið 2004 hafði þetta hlutfall fallið í 76% sem er ekki raunveruleg minnkun ef miðað er við 95% öryggisstig3. 2 RHA tókst að fá ýmsa aðila til að greiða fyrir þátttöku í könnun sem náði til Norðausturkjördæmis alls. Þegar þannig hafði tekist að fjármagna grunnkostnað við gagnaöflunina var það mat sérfræðinga stofnunarinnar að þarna væri um að ræða mikilvægt tækifæri til mælinga viðhorfum og væntingum til stóriðju á Austurlandi sem nauðsynlegt væri að nýta. Þó ekki hafi á þeim tíma legið fyrir nein ákveðin áform um frekari rannsóknir. 3 28 Munurinn er 5 ± 5,2 prósentustig sem er rétt á mörkum þess að vera marktækt. Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Febrúar 2003 Nóvember 2004 Febrúar 2007 100 90 81 81 76 80 70 60 % 50 40 30 24 19 19 20 10 0 Mjög eða fremur litla trú Mynd 8. Mjög eða fremur mikla trú Hefur þú mikla eða litla trú á jákvæðri þróun byggðarlags þíns á næstu árum? Breyting milli febrúar 2003, nóvember 2004 og febrúar 2007. Spurt á Austurlandi. Ef rýnt er í niðurstöður könnunarinnar vorið 2007 má sjá að á bakvið það sem kalla mætti nokkuð eðlilegar niðurstöður fyrir landið í heild er töluverður munur milli einstakra svæða. Áhrifasvæði Reykjavíkur Suðurland að Árborg Suðursvæði Vesturland, Vestfirðir, Norðurland-V Norðursvæði Austurland í heild Eyjafjarðarsvæðið Miðsvæði 100 90 80 70 60 40 30 55 54 % 50 47 45 46 50 50 43 46 35 32 25 26 24 25 20 25 21 19 11 14 25 21 16 10 10 3 7 5 5 4 2 6 3 0 Mjög mikla trú Mynd 9. Fremur mikla trú Fremur litla trú Mjög litla trú Hefur þú mikla eða litla trú á jákvæðri þróun byggðarlags þíns á næstu árum? Þannig hafa um 45% íbúa á miðsvæðinu mjög mikla trú á að þeirra byggðarlag muni þróast með jákvæðum hætti á næstu árum sem er mun hærra hlutfall en á öðrum landsvæðum og mun hærra hlutfall en á norðursvæðinu og suðursvæðinu. Þetta eru niðurstöður sem eru í stórum dráttum sambærilegar við könnunina frá 2004 að því undanskildu bjartsýni á norður- og suðursvæðum Austurlands hefur 29 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 aukist. Þannig hefur trú á jákvæða þróun ekki aukist mjög mikið yfir Austurland í heild frá 2004 eða úr 74% í 79% þ.e. þeir sem hafa mjög eða fremur mikla trú á jákvæðri þróun byggðarlagsins. Enda má segja að þessar væntingar hafi þegar verið miklar 2004. Þegar svæðin eru skoðuð hvert og eitt kemur í ljós að bjartsýni eykst þó nokkuð á norðursvæðinu eða úr 14% í 25% sem hafa mjög mikla trú og úr 64% sem hafa mjög eða fremur mikla trú upp í 75%. Miðsvæðið hækkar aðeins frá 2004 úr 85% í 88% en á suðursvæði fjölgar þeim úr 57% í 69% sem segjast hafa mjög eða fremur mikla trú á jákvæðri þróun byggðarlagsins. Samt sem áður er þetta hlutfall mun lægra en á mið- og norðursvæði. Auk spurningarinnar um almenna trú á jákvæða þróun eigin byggðarlags hefur verið spurt 2003, 2004 og 2007 um væntingar um þróun eigin afkomu í stóriðjuframkvæmdunum með eftirfarandi hætti: Hefur þú mikla eða litla trú á bættri fjárhagslegri afkomu þinni í tengslum við stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi? Febrúar 2003 Nó vember 2004 Febrúar 2007 100 90 80 71 70 60 64 56 % 50 44 36 40 29 30 20 10 0 M jö g eða fremur litla trú M jö g eða fremur mikla trú Mynd 10. Hefur þú mikla eða litla trú á bættri fjárhagslegri afkomu þinni í tengslum við stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi? Breyting milli febrúar 2003, nóvember 2004 og febrúar 2007. Í febrúar árið 2003 höfðu um 44% íbúa á rannsóknarsvæðinu mjög mikla eða fremur mikla trú á bættri fjárhagslegri afkomu sinni í tengslum við stóriðjuframkvæmdirnar en haustið 2004 var þetta hlutfall komið niður í um 29%. Hins vegar jukust væntingar um bætta fjárhagslega afkomu aftur upp í um 36% árið 2007 þó þær hafi ekki enn náð þeim hæðum sem voru í könnuninni vorið 2003. 30 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Áhrifasvæði Reykjavíkur Suðurland að Árborg Suðursvæði BRSÍ Vesturland, Vestfirðir, Norðurland-V Norðursvæði Austurland í heild Eyjafjarðarsvæðið Miðsvæði 100 90 80 74 70 61 60 64 64 58 50 % 50 40 40 31 26 30 25 10 19 17 20 6 1 8 4 6 9 8 13 9 12 25 24 17 21 21 28 24 24 9 3 0 Mjög mikla trú Frekar mikla trú Frekar litla trú Mjög litla trú Mynd 11. Hefur þú mikla eða litla trú á að stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi hafi bætt fjárhagslega afkomu þína? Munur milli undirsvæða innan rannsóknarsvæðisins er hér með svipuðum hætti og áður. Þannig telja íbúar á miðsvæðinu sig að jafnaði mun líklegri til að öðlast fjárhagslegs ábata af framkvæmdunum en þeir sem búa á norður- og suðursvæðunum. Frá 2004 hefur þeim fjölgað um 11 prósentustig á miðsvæðinu (úr 15% í 26%) sem hafa mjög mikla trú á bættri fjárhagslegri afkomu sinni vegna framkvæmdanna. Um helmingur svarendanna á miðsvæðinu hefur mjög eða frekar mikla trú á bættri fjárhagslegri afkomu sinni í tengslum við stóriðjuframkvæmdir, sem er um 7 prósentustiga aukning frá 2004. Á norðursvæðinu hefur mjög mikil eða frekar mikil trú á bætta fjárhagslega afkomu aukist úr 11% í 20%. Á suðursvæðinu hefur bjartsýnin hins vegar heldur minnkað þar sem, þeim sem hafa mjög eða frekar mikla trú á bættri fjárhagslegri afkomu sinni, hefur fækkað úr 17% í 12%. Þetta bendir til þess að suðursvæðið hafi ekki mikil tengsl við framkvæmdirnar. Megin niðurstaðan, hvað þessa spurningu varðar, er sú að áhrifin eru fremur staðbundin við svæðið innan tveggja stunda akstursvegalengdar hvað það varðar að fólk eigi von á betri fjárhagslegri afkomu af framkvæmdunum. Þegar fólk var spurt hvort það hefði mikla eða litla trú á bættri fjárhagslegri afkomu í tengslum við starfrækslu álvers í Reyðarfirði kemur fram svipuð breyting milli áranna 2003, 2004 og 2007 og sást í spurningunni hér að framan. 31 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Þannig höfðu 37% svarenda á Austurlandi mjög mikla eða fremur mikla trú á bættri fjárhagslegri afkomu í tengslum við starfrækslu álversins. Þetta hlutfall lækkaði mjög árið 2004 eða niður í 22%. Núna hefur þetta hækkað aftur upp í 37%. Þetta bendir til þess að væntingarnar hafi að þessu leyti verið afar miklar fyrir framkvæmdirnar en séu að komast í meira jafnvægi eftir því sem fólk er upplýstara um hvert verður líklegt atvinnusóknarsvæði álversins og hvernig önnur afleidd störf muni byggjast upp í kringum það. Febrúar 2003 Nó vember 2004 Febrúar 2007 100 90 78 80 70 72 63 60 % 50 37 40 28 30 22 20 10 0 M jö g eða fremur litla trú M jö g eða fremur mikla trú Mynd 12. Hefur þú mikla eða litla trú á bættri fjárhagslegri afkomu þinni í tengslum við starfrækslu álvers í Reyðarfirði? Breyting milli feb. 2003, nóv. 2004 og feb. 2007. Líkt og áður eru það íbúar á miðsvæðinu sem vænta áhrifa í mun ríkari mæli en íbúar á norður- og suðursvæðum. Munurinn á milli svæðanna er afgerandi. Utan áhrifasvæðisins á Austurlandi er afar lágt hlutfall svarenda sem trúir að fjárhagsleg afkoma þeirra muni batna vegna rekstrar álversins. Sínu lægst er þetta hlutfall á því svæði sem fjarlægast er, Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. 32 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Áhrifasvæði Reykjavíkur Suðurland að Árborg Suðursvæði BRSÍ Vesturland, Vestfirðir, Norðurland-V Norðursvæði Austurland í heild Eyjafjarðarsvæðið Miðsvæði 100 90 77 80 68 70 64 62 57 60 46 % 50 41 40 40 31 30 18 16 20 10 10 26 24 3 2 3 2 2 6 8 10 5 7 29 32 31 26 21 16 11 7 0 Mjög mikla trú Fremur mikla trú Fremur litla trú Mjög litla trú Mynd 13. Hefur þú mikla eða litla trú á bættri fjárhagslegri afkomu þinni í tengslum við starfrækslu álvers í Reyðarfirði? Á miðsvæðinu eru heldur fleiri samanlagt sem hafa mjög mikla eða fremur mikla trú á bættri fjárhagslegri afkomu sinni vegna reksturs álversins, eða um 40% vorið 2007 í stað 35% haustið 2004. Helsta breytingin frá 2004 er líklega sú að þeim sem hafa mjög mikla trú á bættri afkomu hefur fjölgað á miðsvæðinu um 7 prósentustig og þetta gefur vísbendingar um að sú trú fólks sé að styrkjast að þar muni þessi áhrif þjappast saman og fólk farið að gera sér betur grein fyrir því en áður í hverju áhrif af rekstri álversins verða einkum fólgin. Eigin þátttaka í framkvæmdunum Til að mæla eigin aðkomu þátttakenda í könnuninni 2007 að stóriðjuframkvæmdunum voru þeir beðnir að taka afstöðu til fullyrðingar sem hljóðaði svo: „Ég hef verið að vinna við eða í tengslum við framkvæmdirnar“. Svörin má túlka á þann veg að þetta séu einstaklingar sem séu í beinum tengslum við framkvæmdirnar í gegnum vinnu sína. Ef þessi hlutföll eru greind eftir svæðum má sjá að rúm 30% fólks á miðsvæðinu sem er á aldrinum 18-65 ára tengist stóriðjuframkvæmdunum með beinum hætti í gegnum vinnu sína. Þau svæði sem komast næst þessu eru norðursvæðið með 11% og áhrifasvæði Reykjavíkur með álika hlutfall. Þessi áhrif eru því næsta staðbundin sem er í samræmi við svörin við spurningum hér að framan og væntanlegan fjárhagslegan ávinning. 33 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Áhrifasvæði Reykjavíkur Suðurland að Árborg Suðursvæði Vesturland, Vestfirðir, Norðurland-V Norðursvæði Austurland í heild Eyjafjarðarsvæðið Miðsvæði 100 87 90 91 90 85 84 82 80 71 70 61 60 % 50 40 30 20 20 10 13 6 3 2 3 6 2 11 5 4 6 1 4 6 8 2 3 7 5 8 8 8 8 0 Á mjög vel við um mig Á frekar vel við um mig Á frekar illa við um mig Á mjög illa við um mig Mynd 14. Hversu vel eða illa á eftirfarandi fullyrðing við um þig? Ég hef verið að vinna við eða í tengslum við framkvæmdirnar. Frá könnuninni 2004 má helst sjá þá breytingu á áhrifasvæðinu á Austurlandi að heldur fleiri segja þessa fullyrðingu eiga mjög vel eða frekar vel við um sig eða 21% í stað 16% árið 2004. Svipuð breyting á sér stað á öllum þremur undirsvæðunum þrátt fyrir að áhrifin séu langmest á miðsvæðinu. Í könnuninni haustið 2004 og núna aftur vorið 2007 voru þátttakendur spurðir hvort þeim þætti það líklegt eða ólíklegt að þeir myndu sækjast eftir vinnu við álver í Reyðarfirði. Á áhrifasvæðinu á Austurlandi töldu um 10% svarenda það mjög líklegt eða frekar líklegt að þeir myndu sækjast eftir vinnu við álverið. Á miðsvæðinu er hlutfall þeirra sem áforma að sækja þar um vinnu mun hærra en annarsstaðar, eða um 15% og kemur það ekki á óvart. Á öðrum svæðum er það einkum á suðursvæðinu sem fólk hyggst sækjast eftir starfi, 7% svarenda þar telja það frekar líklegt eða mjög líklegt. 34 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Áhrifasvæði Reykjavíkur Suðurland að Árborg Suðursvæði BRSÍ Vesturland, Vestfirðir, Norðurland-V Norðursvæði Austurland í heild Eyjafjarðarsvæðið Miðsvæði 100 90 80 66 68 70 60 52 % 50 55 49 42 40 30 31 31 31 30 24 20 15 7 10 1 1 2 1 10 11 12 16 17 13 22 33 36 19 33 33 21 15 3 0 Mjög eða frekar líklegt Frekar ólíklegt Mjög ólíklegt Alveg útilokað Mynd 15. Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú munir sækjast eftir vinnu við álver í Reyðarfirði? Þetta er mjög svipaðar niðurstöður og í síðustu könnun 2004 og t.a.m. er nákvæmlega sama hlutfall á miðsvæðinu sem telur þetta mjög líklegt eða frekar líklegt. Á suðursvæðinu má sjá litla fjölgun meðal þeirra sem eru þessarar skoðunar, eða 7% í stað 5% árið 2004. Á öðrum landsvæðum í könnuninni er áhugi á þessum störfum mun minni og kemur það ekki á óvart þar sem að í könnuninni 2004 kom fram að tengsl eru mikil milli fjarlægðar frá álverinu og áhuga á að sækjast eftir vinnu þar. Ljóst er að bein þátttaka í framkvæmdunum eins og hún birtist í svörum við spurningunum hér að ofan er allstaðbundin og kemur það ekki á óvart. Á miðsvæðinu er bein þátttaka langmest. Einnig má sjá vísbendingar um þau ruðningsáhrif sem spáð var fyrir um áður en framkvæmdirnar hófust (Nýsir hf, 2001 og Skipulagsstofnun, 2001). Þannig eru hlutfallslega næstflestir svarendur af suðursvæðinu sem telja það mjög eða frekar líklegt að þeir muni sækjast eftir vinnu við álverið. Vegna fjarlægðar til þess vinnustaðar má telja líklegast að þetta mun hafa í för með sér búferlaflutninga frá suðursvæðinu inn á miðsvæðið. Þessi áhrif virðast ná minna til norðursvæðisins. Óbein þátttaka í framkvæmdunum Spurt var um það sem kalla mætti óbeina þátttöku í framkvæmdunum, s.s. um þátttöku fyrirtækja sem viðkomandi vinnur hjá og þátttöku náinna ættingja. 35 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Svör við fullyrðingunni „Fyrirtæki/aðili sem ég vinn hjá hefur verið að vinna við eða í tengslum við framkvæmdirnar“ leiðir í ljós að slík áhrif eru mjög staðbundin við miðsvæðið . Á miðsvæðinu eru 35% svarenda sem segja að slíkt eigi frekar eða mjög vel við sig. Það svæði sem kemst næst miðsvæðinu í þessu er áhrifasvæði Reykjavíkur en þar segja 14% þátttakenda þetta eiga mjög eða frekar vel við í þeirra tilviki. Áhrifasvæði Reykjavíkur Suðurland að Árborg Suðursvæði Vesturland, Vestfirðir, Norðurland-V Norðursvæði Austurland í heild Eyjafjarðarsvæðið Miðsvæði 100 88 90 82 82 85 84 81 80 70 70 60 60 % 50 40 30 24 20 10 16 8 11 5 5 6 7 2 6 5 6 5 6 9 9 4 3 6 4 7 5 6 5 0 Á mjög vel við um mig Á frekar vel við um mig Á frekar illa við um mig Á mjög illa við um mig Mynd 16. Hversu vel eða illa á eftirfarandi fullyrðing við um þig? Fyrirtæki/aðili sem ég vinn hjá hefur verið að vinna við eða í tengslum við framkvæmdirnar. Líkar niðurstöður eru við fullyrðingunni „Fyrirtæki/aðili sem ég vinn hjá hefur verið að selja vörur/þjónustu til framkvæmdaaðila“. Áhrif af þessum toga eru samkvæmt þessu mikið bundin við miðsvæðið en þar eru um 33% sem segja að þetta eigi mjög eða frekar vel við í sínu tilviki. Á áhrifasvæði Reykjavíkur eru 18% svarenda þessarar skoðunar og á Eyjafjarðarsvæðinu eru þeir 15%. Annarsstaðar er þetta hlutfall lægra. Utan miðsvæðisins eru svona áhrif í meira mæli merkjanleg á helstu þéttbýlissvæðum landsins, líklega vegna þess að þar er meiri fjölbreytni í fyrirtækjaflórunni. 36 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Áhrifasvæði Reykjavíkur Suðurland að Árborg Suðursvæði BRSÍ Vesturland, Vestfirðir, Norðurland-V Norðursvæði Austurland í heild Eyjafjarðarsvæðið Miðsvæði 100 90 85 83 78 80 84 80 74 68 70 58 60 % 50 40 30 24 20 10 15 9 4 8 5 4 9 8 7 9 7 8 6 6 2 11 4 2 6 9 10 6 9 0 Á mjög vel við um mig Á frekar vel við um mig Á frekar illa við um mig Á mjög illa við um mig Mynd 17. Hversu vel eða illa á eftirfarandi fullyrðing við um þig? Fyrirtæki/aðili sem ég vinn hjá hefur verið að selja vörur/þjónustu til framkvæmdaaðila. Næsta spurning varðar vinnu náinna ættingja eða vina við framkvæmdirnar. Áfram er það á miðsvæðinu sem þessi áhrif eru mest áberandi. Áhrifasvæði Reykjavíkur Suðurland að Árborg Suðursvæði Vesturland, Vestfirðir, Norðurland-V Norðursvæði Austurland í heild Eyjafjarðarsvæðið Miðsvæði 100 90 80 70 61 63 60 57 57 54 % 50 41 40 30 20 10 36 32 26 23 21 18 15 11 28 12 15 14 28 24 20 15 17 15 9 7 11 13 16 16 12 14 0 Á mjög vel við um mig Á frekar vel við um mig Á frekar illa við um mig Á mjög illa við um mig Mynd 18. Hversu vel eða illa á eftirfarandi fullyrðing við um þig? Nánir ættingjar mínir eða vinir hafa verið að vinna við eða í tengslum við framkvæmdirnar. Þeir eru samtals 60% á miðsvæðinu sem segja þetta eiga mjög eða frekar vel við í sínu tilviki. Næst best á þetta við um svarendur á norðursvæðinu þar sem 43% segja þetta eiga mjög eða frekar vel við í sínu tilviki. Athyglisvert er hve suðursvæðið er laustengdara framkvæmdunum að þessu leyti þrátt fyrir að vera 37 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 skilgreint á sama hátt og Norðursvæðið hvað varðar fjarlægð frá framkvæmdunum. Samandregið benda niðurstöður þessara þriggja spurninga, um það sem kalla mætti óbein áhrif, til þess að áhrif af þessu tagi eru í miklum mæli að koma fram á miðsvæðinu og í sumum tilvikum á helstu þéttbýlissvæðum landsins þótt fjær liggi. Athygli vekur að suðursvæðið virðist fremur vera afskipt hvað þessi áhrif varðar en norðursvæðið. Þetta er athyglisvert og rétt að hafa í huga að næst mestur áhugi er meðal þátttakenda þaðan á að sækjast eftir vinnu við álverið (og þar með líklega flytjast búferlum til miðsvæðisins) sbr. umfjöllun í kafla um beina þátttöku í framkvæmdunum. Almenn áhrif á mannlíf Í könnuninni vorið 2007 voru þátttakendur spurðir hvort þeir teldu að þegar á heildina er litið, að stóriðjuframkvæmdirnar hafi haft jákvæð eða neikvæð áhrif á mannlíf í þínu byggðarlagi? Norðursvæði Miðsvæði Suðursvæði Austurland í heild 100 90 83 82 80 70 65 61 58 60 57 51 50 % 50 42 38 40 30 32 26 24 23 20 20 9 10 8 8 9 13 9 11 9 11 0 Mjög eða frekar Mjög eða frekar jákvæð áhrif jákvæð áhrif (2004) (2007) Engin áhrif (2004) Engin áhrif (2007) Mjög eða frekar Mjög eða frekar neikvæð áhrif neikvæð áhrif (2004) (2007) Mynd 19. Hvort telur þú, þegar á heildina er litið, að stóriðjuframkvæmdirnar hafi haft jákvæð eða neikvæð áhrif á mannlíf í þínu byggðarlagi? Breyting milli nóvember 2004 og febrúar 2007. Hér er um að ræða nokkra breytingu á svörum milli kannana 2004 og 2007. Á miðsvæði verður þó lítil breyting, rúmlega fjórir af hverjum fimm þátttakendum eru enn á þeirri skoðun að framkvæmdirnar hafi haft mjög eða frekar jákvæð áhrif í byggðarlögum á svæðinu. Á norðursvæðinu fjölgar þeim úr 42% í 51% sem telja að framkvæmdirnar hafi mjög eða frekar jákvæð áhrif í byggðarlagi 38 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ þeirra og þeim sem telja að þær hafi engin áhrif fækkar úr 50% í 38%. Önnur mynd blasir við á suðursvæðinu þar fjölgar þeim nokkuð sem telja að framkvæmdirnar hafi mjög eða frekar neikvæð áhrif. Samanburður á svörum við þessari spurningu vorið 2007 á landsvísu ber með sér að það eru svarendur á Eyjafjarðarsvæðinu sem fylgja í fótspor mið- og norðursvæðis hvað varðar trú á mjög eða frekar jákvæð áhrif af framkvæmdunum á mannlíf í sínu byggðarlagi. Á Eyjafjarðarsvæðinu eru 39% þessarar skoðunar. Til samanburðar eru aðeins 23% þessarar skoðunar á suðursvæðinu. Áhrifasvæði Reykjavíkur Suðurland að Árborg Suðursvæði Vesturland, Vestfirðir, Norðurland-V Norðursvæði Austurland í heild Eyjafjarðarsvæðið Miðsvæði 100 90 80 69 64 61 57 70 60 % 50 42 41 39 37 40 37 32 27 30 20 10 57 1617 17 13 4 17 8 7 1 24 20 3 3 1111 4 6 7 7 8 7 6 0 5 5 3 3 3 0 Mjög jákvæð áhrif Frekar jákvæð áhrif Engin áhrif Frekar neikvæð áhrif Mjög neikvæð áhrif Mynd 20. Hvort telur þú, þegar á heildina er litið, að stóriðjuframkvæmdirnar hafi haft jákvæð eða neikvæð áhrif á mannlíf í þínu byggðarlagi? Þegar skoðuð eru svör við spurningunni um hvort þátttakendur telji að starfræksla álvers í Reyðarfirði muni hafa jákvæð eða neikvæð áhrif á mannlíf í þeirra byggðarlagi? þá koma svipaðar niðurstöður í ljós og gagnvart spurningunni að ofan. Einna helst má sjá að á norðursvæði fjölgar þeim aðeins er telja að starfræksla álversins muni hafa mjög eða frekar jákvæð áhrif í byggðarlaginu. Á suðursvæðinu fjölgar þeim hinsvegar sem telja að rekstur þess muni hafa mjög eða frekar neikvæð áhrif í sínu byggðarlagi. Þessar breytingar eru þó það litlar að þær eru vart tölfræðilega marktækar. Á miðsvæðinu verður nánast engin breyting á afstöðu þátttakenda í könnuninni 2007 frá því sem var í könnuninni 2004. Fjórir af hverjum fimm á miðsvæðinu 39 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 telja að rekstur álversins muni hafa mjög eða frekar jákvæð áhrif á mannlíf í sínu byggðarlagi. Norðursvæði Miðsvæði Suðursvæði Austurland í heild 100 90 82 80 80 70 66 64 60 60 57 52 52 % 50 30 40 38 40 30 29 22 23 20 20 13 10 10 12 6 7 8 10 8 11 0 Mjög eða frekar Mjög eða frekar jákvæð áhrif jákvæð áhrif (2004) (2007) Engin áhrif (2004) Engin áhrif (2007) Mjög eða frekar Mjög eða frekar neikvæð áhrif neikvæð áhrif (2004) (2007) Mynd 21. Hvort telur þú að starfræksla álvers í Reyðarfirði muni hafa jákvæð eða neikvæð áhrif á mannlíf í þínu byggðarlagi? Breyting milli nóvember 2004 og febrúar 2007. Samanburður á milli allra svæða í könnuninni vorið 2007 sýnir að fólk telur að áhrifin verði allstaðbundin við miðsvæðið þar sem 82% telja að áhrifin verði mjög eða frekar jákvæð, sambærileg tala fyrir norðursvæðið er 38% og því næst kemur Eyjafjarðarsvæðið með 32%. Suðursvæðið er sér á báti hvað varðar það mat 20% svarenda að áhrifin af álverinu muni verða mjög eða frekar neikvæð í þeirra byggðarlagi og má leiða að því líkum að þar sé átt við svokölluð ruðningsáhrif. Um 13% svarenda á áhrifasvæði Reykjavíkur og 10% á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra telja að rekstur álversins muni hafa mjög eða frekar neikvæð áhrif í þeirra byggðarlögum. 40 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Áhrifasvæði Reykjavíkur Suðurland að Árborg Suðursvæði BRSÍ Vesturland, Vestfirðir, Norðurland-V Norðursvæði Austurland í heild Eyjafjarðarsvæðið Miðsvæði 100 90 81 80 80 73 70 64 60 % 50 52 42 40 32 29 30 20 18 12 2 2 5 2 6 30 27 20 10 57 53 3 12 7 17 10 7 7 7 4 5 4 7 6 3 1 1 4 4 3 4 0 Mjög jákvæð áhrif Frekar jákvæð áhrif Engin áhrif Frekar neikvæð áhrif Mjög neikvæð áhrif Mynd 22. Hvort telur þú að starfræksla álvers í Reyðarfirði muni hafa jákvæð eða neikvæð áhrif á mannlíf í þínu byggðarlagi? Búsetuþættir Í könnuninni var spurt um afstöðu þátttakenda til ýmissa þátta sem geta varpað ljósi á búsetuskilyrði á viðkomandi svæðum. Þannig var spurt spurningarinnar: Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með fjölbreytni starfa? Hér koma fram athyglisverðar breytingar milli kannana 2004 og 2007. Á áhrifasvæðinu í heild segjast um 44% þátttakenda vera mjög eða frekar ánægðir með þennan þátt árið 2007 og hafði þeim þá fjölgað um 10 prósentustig frá árinu 2004. Hafa ber í huga að það er fyrst og fremst á miðsvæðinu sem þetta kemur fram, en þar hefur aukningin verið heil 13 prósentustig og er tölfræðilega marktæk (²(1, N=857) = 10,72, p=0,001). Að þessu leyti hefur náðst mikill samfélagslegur árangur með framkvæmdunum því fjölbreytni í atvinnulífi annarsstaðar og/eða skortur á fjölbreytni heimafyrir hefur verið einn mikilvægasti drifkrafturinn að baki búferlaflutningum frá landsbyggðarsvæðum einkum til vaxtarsvæðisins á suðvesturhorninu. Þetta kemur m.a. fram í ítarlegri rannsókn Stefáns Ólafssonar á búferlaflutningum og ástæðum að baki þeirra (1997). 41 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Norðursvæði Miðsvæði Suðursvæði Austurland í heild 100 90 80 72 71 70 67 66 70 60 60 56 50 56 44 44 40 40 34 29 30 30 28 33 20 10 0 Mjög eða frekar óánægðir Mjög eða frekar óánægðir Mjög eða frekar ánægðir (2004) (2007) (2004) Mjög eða frekar ánægðir (2007) Mynd 23. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með fjölbreytni starfa? Breyting milli nóvember 2004 og febrúar 2007. Þegar litið er til samanburðarins við önnur svæði á landinu kemur í ljós að miðsvæði Austurlands er það svæði í könnuninni sem kemst næst áhrifasvæði Reykjavíkur hvað varðar þá sem eru mjög eða frekar ánægðir með fjölbreytni starfa og stendur Eyjafjarðarsvæðinu mun framar hvað þennan þátt varðar. Áhrifasvæði Reykjavíkur Suðurland að Árborg Suðursvæði Vesturland, Vestfirðir, Norðurland-V Norðursvæði Austurland í heild Eyjafjarðarsvæðið Miðsvæði 100 90 76 80 69 68 70 70 67 59 60 56 40 30 55 45 % 50 44 41 32 31 30 33 24 20 10 0 Mjög eða frekar óánægðir Mjög eða frekar ánægðir Mynd 24. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með fjölbreytni starfa? Hvað hin tvö svæði Austurlands varðar, þ.e. norðursvæðið og suðursvæðið, þá er staðan þar nánast sú sama og á Suðurlandi að Árborg og Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta eru þau landsvæði sem eru utan 42 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ atvinnusóknar til höfuðborgarinnar og Akureyrarsvæðisins. Það er í raun merkilegt að þessi breyting á miðsvæðinu dragi áhrifasvæðið á Austurlandi sem heild upp fyrir Eyjafjarðarsvæðið hvað ánægju með þennan búsetuþátt varðar. Þegar spurt er um ánægju eða óánægju með atvinnutekjur svarenda kemur fram svipuð breyting milli 2004 og 2007 og líst var hér að ofan. Norðursvæði Miðsvæði Suðursvæði Austurland í heild 100 90 80 67 70 62 58 60 52 % 50 42 42 46 58 54 56 57 48 44 43 38 40 33 30 20 10 0 Mjög eða frekar óánægðir (2004) Mjög eða frekar óánægðir (2007) Mjög eða frekar ánægðir Mjög eða frekar ánægðir (2004) (2007) Mynd 25. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með atvinnutekjur þínar? Breyting milli nóvember 2004 og febrúar 2007. Þeim sem eru mjög eða frekar ánægðir með atvinnutekjur sínar hefur fjölgað mjög á miðsvæðinu milli kannana. Nokkur breyting til hins betra á sér einnig stað á norðursvæðinu en á suðursvæðinu stendur hlutfall þeirra svarenda sem eru þessa sinnis nokkurn veginn í stað. Þegar litið er til samanburðar svæða á landsvísu hvað varðar ánægju með atvinnutekjur svarenda má sjá að þrjú svæði skera sig úr, þ.e. áhrifasvæði Reykjavíkur, miðsvæði Austurlands og áhrifasvæðið á Austurlandi Það er mjög athyglisvert að ánægjan með þennan þátt er heldur meiri á miðsvæðinu en á áhrifasvæði Reykjavíkur og að þetta nægi til þess að áhrifasvæðið í heild sinni mælist með jafn mikla ánægju með þennan þátt sem raun ber vitni. Það er einnig áhugavert að norðursvæðið mælist með minnsta ánægju með þennan þátt ásamt Eyjafjarðarsvæðinu. Þetta bendir til þess að fólk á þessum svæðum upplifi sig búa á lágtekjusvæðum. 43 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Áhrifasvæði Reykjavíkur Suðurland að Árborg Suðursvæði Vesturland, Vestfirðir, Norðurland-V Norðursvæði Austurland í heild Eyjafjarðarsvæðið Miðsvæði 100 90 80 70 67 65 59 60 % 50 41 40 44 42 44 62 56 58 57 56 43 38 35 33 30 20 10 0 Mjög eða frekar óánægðir Mjög eða frekar ánægðir Mynd 26. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með atvinnutekjur þínar? Næsta spurning lýtur að svipuðum þáttum, þ.e. spurt var um ánægju þátttakenda með efnahag fjölskyldunnar. Norðursvæði Miðsvæði Suðursvæði Austurland í heild 100 90 80 70 70 72 68 66 76 73 63 59 60 % 50 41 40 30 32 37 34 30 28 25 27 20 10 0 Mjög eða frekar óánægðir (2004) Mjög eða frekar óánægðir (2007) Mjög eða frekar ánægðir Mjög eða frekar ánægðir (2004) (2007) Mynd 27. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með efnahag fjölskyldunnar? Breyting milli nóvember 2004 og febrúar 2007. Þar má almennt sjá talsverða ánægjuaukningu milli áranna 2004 og 2007. Sem fyrr eykst ánægja með þennan þátt á áhrifasvæðinu í heild en mjög misjafnt hversu mikið milli undirsvæða. Sérstaklega er athyglisvert að það er á norðursvæðinu sem ánægjan eykst mest sem er ekki í samræmi við niðurstöður úr spurningunni um persónulegar atvinnutekjur. Þarna þarf auðvitað ekki að vera 44 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ fullt samhengi á milli. Önnur búsetuskilyrði hafa áhrif á efnahag fjölskyldunnar, s.s. rekstrarkostnaður húsnæðis, aðgengi að lágvöruverslunum o.fl. sem kann að vera betra á norðursvæðinu en annarsstaðar á áhrifasvæðinu í heild. Annað sem stingur í augu er að þátttakendur á suðursvæðinu telja efnahag fjölskyldunnar hafa versnað nokkuð milli kannana 2004 og 2007. Aftur er það ljóst að horft er til fleiri þátta en tekna þegar fólk metur efnahags fjölskyldunnar og má líta til þátta s.s. lágvöruverslana í heimabyggð. Þátttakendur í könnuninni virðast að þessu leyti líta svo á að suðursvæðið standi höllum fæti. Ekki er gott að átta sig á hvað veldur helst en leiða má að því líkum að miklar fjarlægðir frá þeim svæðum sem njóta mests vaxtar skipti þar miklu og að fólki á suðursvæðinu finnist það liggja þar óbætt hjá garði. Í samanburði á landsvísu kemur enn og aftur fram að á áhrifasvæðinu á Austurlandi er ánægja hlutfallslega mikil. Þar sker miðsvæðið sig algerlega úr og er ánægja með efnahag fjölskyldunnar sambærileg við það sem gerist á áhrifasvæði Reykjavíkur þar sem rúmlega þrír af hverjum fjórum eru mjög eða frekar ánægðir með efnahag fjölskyldunnar. Áhrifasvæði Reykjavíkur Suðurland að Árborg Suðursvæði Vesturland, Vestfirðir, Norðurland-V Norðursvæði Austurland í heild Eyjafjarðarsvæðið Miðsvæði 100 90 77 80 69 70 69 70 72 76 73 63 60 % 50 37 40 31 30 23 31 30 28 25 27 20 10 0 Mjög eða frekar óánægðir Mjög eða frekar ánægðir Mynd 28. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með efnahag fjölskyldunnar? Önnur svæði landsins eru á svipuðu róli; um 7 af hverjum 10 eru mjög eða frekar ánægðir með þennan þátt. Það er á suðursvæðinu sem ánægjan er áberandi minni, þetta stingur mjög í augu í samanburði allra svæðanna og hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir stjórnvöld og sveitarstjórnarfólk. 45 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Í næstu spurningu sem varðar ánægju með framboð á heilbrigðisþjónustu koma fram athyglisverðar niðurstöður. Þegar litið er til breytinga milli kannana 2004 og 2007 má sjá að ánægja með þjónustuna hefur minnkað talsvert á áhrifasvæðinu á Austurlandi sem heild. Þegar litið er til einstakra svæða kemur í ljós að það er á miðsvæðinu og sérstaklega á suðursvæðinu sem þessi minnkun ánægju er að koma fram. Norðursvæði Miðsvæði Suðursvæði Austurland í heild 100 90 83 82 80 71 73 75 70 64 58 60 52 48 % 50 42 40 36 29 30 20 27 25 18 17 Mjög eða frekar óánægðir (2004) Mjög eða frekar óánægðir (2007) 10 0 Mjög eða frekar ánægðir Mjög eða frekar ánægðir (2004) (2007) Mynd 29. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með framboð á heilbrigðisþjónustu? Breyting milli nóvember 2004 og febrúar 2007 Hvað miðsvæðið varðar er líklegt að minnkandi ánægja með þjónustuna stafi að verulegu leyti af því að uppbygging hennar hafi ekki fylgt þeirri mannfjölgun sem hefur orðið á svæðinu á undanförnum árum. Þetta er í miklu samræmi við það sem fram kom í viðtölum sérfræðinga RHA og Þróunarfélags Austurlands við forsvarsmenn sveitarfélaga á svæðinu í lok apríl 2007. Af hálfu sveitarfélaganna hefur verið þrýst á um úrbætur verði á þessu sviði. Hvað varðar mjög neikvæða afstöðu þátttakenda á suðursvæðinu til framboðs á þessari þjónustu er erfiðara að rýna í niðurstöður. Varla er hægt að rekja ástæðurnar til þess að álag á þjónustuna hafi aukist verulega þar sem íbúafjöldi á svæðinu hefur nánast staðið í stað á tímabilinu, aðrar ástæður hljóta að liggja að baki. Samkvæmt munnlegum upplýsingum frá sveitarstjórnarmönnum á suðursvæðinu hefur gengið illa að manna læknisstöður þar og færri læknar verið til staðar en heimafólk hefur talið nauðsynlegt og auk þess hafi mannaskipti verið tíð. Ánægja með heilbrigðisþjónustu er langmest á norðursvæðinu og má leiða að því líkum að hér sé m.a. 46 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ um að ræða jákvæð áhrif af nálægð svæðisins við Akureyri og þá fjölbreyttu heilbrigðisþjónustu sem þar er í boði. Áhrifasvæði Reykjavíkur Suðurland að Árborg Suðursvæði Vesturland, Vestfirðir, Norðurland-V Norðursvæði Austurland í heild Eyjafjarðarsvæðið Miðsvæði 100 88 90 83 77 80 81 83 70 64 58 60 52 48 % 50 42 36 40 30 20 23 19 17 17 12 10 0 Mjög eða frekar óánægðir Mjög eða frekar ánægðir Mynd 30. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með framboð á heilbrigðisþjónustu? Þegar öll landsvæði í könnuninni eru borin saman kemur í ljós að mið- og suðursvæðin (og þannig einnig áhrifasvæðið á Austurlandi í heild) eru að skera sig úr á landsvísu hvað varðar minni ánægju með framboð á heilbrigðisþjónustu. Ánægja með þennan þátt er mest á Eyjafjarðarsvæðinu og rennir það frekari stoðum undir þá skýringu að mikil ánægja á norðursvæðinu tengist mikilli nálægð þess við Eyjafjarðarsvæðið. Mynd 31 sýnir einnig neikvæða þróun á miðsvæði milli áranna 2004 og 2007, þ.e. nú hvað varðar félagslífið. Hin miklu umsvif og framboð á atvinnu sem hefur verið á svæðinu tekur líklega sinn toll af félagslífi íbúanna samanber hinn þekkta engilsaxneska frasa: „All Work and No Play Makes Jack a Dull Boy“. Lítil sem engin breyting á sér hins vegar stað á norður- og suðursvæðum. 47 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Norðursvæði Miðsvæði Suðursvæði Austurland í heild 100 90 77 80 73 76 77 75 75 67 70 61 60 % 50 39 40 30 33 23 27 24 25 25 23 20 10 0 Mjög eða frekar óánægðir (2004) Mjög eða frekar óánægðir (2007) Mjög eða frekar ánægðir Mjög eða frekar ánægðir (2004) (2007) Mynd 31. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með félagslífið? Breyting milli nóvember 2004 og febrúar 2007 Á landsvísu sker miðsvæðið sig einnig áberandi úr með minni ánægju með þennan þátt. Áhrifasvæði Reykjavíkur Suðurland að Árborg Suðursvæði Vesturland, Vestfirðir, Norðurland-V Norðursvæði Austurland í heild Eyjafjarðarsvæðið Miðsvæði 100 90 82 82 78 80 77 77 75 67 70 61 60 % 50 39 40 33 30 20 23 22 18 25 23 18 10 0 Mjög eða frekar óánægðir Mjög eða frekar ánægðir Mynd 32. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með félagslífið? Hafa ber í huga hvað þessa niðurstöðu varðar, og líklega fleiri þætti, að oft séu þátttakendur að svara miðað við stöðuna eins og þeir þekktu hana áður en samfélagið tók að breytast verulega vegna framkvæmdanna. Þannig þarf þetta alls ekki að þýða að félagslífið sé svona mikið slakara á miðsvæðinu en t.a.m. á Eyjafjarðarsvæðinu. 48 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Á næstu mynd má sjá svör við spurningu um ánægju með framboð á almennri verslun og/eða þjónustu og hvernig breytingar hafa orðið á tímabilinu 2004 til 2007 á áhrifasvæðinu. Líkt og sjá má víðar í þessari könnun er það á suðursvæðinu sem ánægja minnkar verulega milli kannana. Á þeim tíma sem könnunin höfðu átt sér stað breytingar á fyrirkomulagi matvöruverslunar á Höfn og tveimur verslunum verið lokað (Krónan og 11-11). Þar með var orðið afar langt í næstu lágvöruverslun á Egilsstöðum4. Miðsvæðið stendur í stað sem er nokkuð merkilegt miðað við það að þjónustuframboð hefur aukist verulega á svæðinu eftir að stórframkvæmdirnar hófust. Vera kann að ástæðan sé sú að þegar fyrri könnunin fór fram haustið 2004 hafi framboð á verslun og þjónustu þegar verið búið að aukast umtalsvert. Á norðursvæðinu hefur ánægja aukist talsvert og eins og spurningin hljóðar er átt við byggðarlagið þar sem viðkomandi býr. Vera kann að einhverjir túlki þetta sem svo að einnig sé átt við þjónustu sem hægt er að sækja til nálægra staða s.s. til Eyjafjarðarsvæðisins. Norðursvæði Miðsvæði Suðursvæði Austurland í heild 100 90 80 70 60 % 50 61 59 57 44 47 49 56 51 46 43 39 40 53 51 54 49 41 30 20 10 0 Mjög eða frekar óánægðir (2004) Mjög eða frekar óánægðir (2007) Mjög eða frekar ánægðir Mjög eða frekar ánægðir (2004) (2007) Mynd 33. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með framboð á almennri verslun/þjónustu? Breyting milli nóvember 2004 og febrúar 2007 Þegar öll landssvæðin í þessari könnun eru borin saman kemur í ljós ákaflega mikill mismunur milli þeirra. Tvö helstu þéttbýlissvæði landsins, þ.e. áhrifasvæði Reykjavíkur og Eyjafjarðarsvæðið bera höfuð og herðar yfir önnur landsvæði 4 Sjá fréttir á heimasíðu sveitarfélagsins Hornafjarðar, http://www.hornafjordur.is/frettir/2006/05/02/nr/3458 og http://www.hornafjordur.is/frettir/2007/01/05/nr/4111) 49 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 enda geta svæði staðið undir meiri og fjölbreyttari þjónustu eftir því sem þau eru fjölmennari5. Áhrifasvæði Reykjavíkur Suðurland að Árborg Suðursvæði Vesturland, Vestfirðir, Norðurland-V Norðursvæði Austurland í heild Eyjafjarðarsvæðið Miðsvæði 100 90 83 80 76 70 60 54 51 50 % 50 46 50 39 40 30 20 61 59 60 49 40 41 24 17 10 0 Mjög eða frekar óánægðir Mjög eða frekar ánægðir Mynd 34. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með framboð á almennri verslun/þjónustu? Þessi svæðisgreining sýnir jafnframt að miðsvæðið er það svæði sem lendir í þriðja sæti á landinu í þessari svæðisskiptingu og er líklegt að þar sé um að ræða jákvæð áhrif af framkvæmdunum og þeirri mannfjölgun sem hefur orðið á svæðinu þrátt fyrir að greining á breytingum 2004-2007 geti ekki leitt það í ljós þar sem fyrri könnunin fór fram nokkru eftir að framkvæmdirnar hófust eins og minnst er á hér að ofan. Persónulegt öryggi er búsetuþáttur sem ekki virðist taka merkjanlegum breytingum á milli kannana 2004 og 2007. 5 50 Sbr. t.d. Central Place Theory sett fram af Walter Christaller. Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Norðursvæði Miðsvæði Suðursvæði 100 91 Austurland í heild 92 94 91 95 94 95 87 90 80 70 60 % 50 40 30 20 10 13 9 9 8 6 6 5 5 0 Mjög eða frekar óánægðir (2004) Mjög eða frekar óánægðir (2007) Mjög eða frekar ánægðir Mjög eða frekar ánægðir (2004) (2007) Mynd 35. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með persónulegt öryggi? Breyting milli nóvember 2004 og febrúar 2007. Þrátt fyrir mikil umsvif á miðsvæðinu, umferð, mannfjölgun og mikinn fjölda starfsmanna sem búa þar aðeins tímabundið upplifir fólk það ekki hafa neikvæð áhrif á persónulegt öryggi sitt. Þetta má teljast nokkuð athyglisverð niðurstaða þegar haft er í huga hlutfallslegt umfang framkvæmdanna miðað við stærð þess samfélags sem þær eiga sér stað í. Áhrifasvæði Reykjavíkur Suðurland að Árborg Suðursvæði Vesturland, Vestfirðir, Norðurland-V Norðursvæði Austurland í heild 100 91 92 Eyjafjarðarsvæðið Miðsvæði 94 95 94 95 94 95 90 80 70 60 % 50 40 30 20 10 9 8 6 5 6 5 6 5 0 Mjög eða frekar óánægðir Mjög eða frekar ánægðir Mynd 36. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með persónulegt öryggi? Þegar litið er til samanburðar á landsvæðum í þessari könnun má sjá að áhrifasvæðið og undirsvæði þess skera sig engan veginn frá öðrum landsvæðum. 51 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Eini umtalsverði munurinn sem sjá má er heldur minni ánægja á áhrifasvæði Reykjavíkur en á landsbyggðarsvæðunum. Þegar spurt var um aðgengi að háskólamenntun birtist nokkuð öfug mynd miðað við flesta aðra búsetuþætti. Mun fleiri eru mjög eða frekar óánægðir en hinir sem eru sáttari með þessa hluti. Norðursvæði Miðsvæði Suðursvæði Austurland í heild 100 90 80 68 70 60 70 66 64 63 59 54 54 46 % 50 46 42 40 32 30 34 37 36 30 20 10 0 Mjög eða frekar óánægðir (2004) Mjög eða frekar óánægðir (2007) Mjög eða frekar ánægðir Mjög eða frekar ánægðir (2004) (2007) Mynd 37. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með aðgengi að háskólamenntun? Breyting milli nóvember 2004 og febrúar 2007. Ekki er mikill munur á milli kannana 2004 og 2007 nema í tilviki suðursvæðis þar sem þeim fjölgar verulega sem eru mjög eða frekar ánægðir með aðgengi að háskólamenntun. Lítil breyting verður á hinum tveimur undirsvæðunum á Austurlandi og er það á miðsvæðinu sem ánægjan með þessa þjónustu er minnst innan landshlutans. Þegar þetta er skoðað á landsvísu má sjá að tvö svæði landsins skera sig úr, þ.e. mestu þéttbýlissvæðin, áhrifasvæði Reykjavíkur og Eyjafjarðarsvæðið. Þetta kemur auðvitað ekki á óvart þar sem háskólar landsins eru flestir á þessum svæðum. Einnig er líklegt að tilvist þriggja háskóla á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra hafi jákvæð áhrif á svörun á því svæði. Það er samt áhugavert að á Eyjafjarðarsvæðinu skuli vera svo miklu meiri ánægja en á áhrifasvæði Reykjavíkur þegar hafðir eru í huga yfirburðir höfuðborgarsvæðisins á þessu sviði. 52 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Áhrifasvæði Reykjavíkur Suðurland að Árborg Suðursvæði BRSÍ Vesturland, Vestfirðir, Norðurland-V Norðursvæði Austurland í heild Eyjafjarðarsvæðið Miðsvæði 100 90 85 80 73 70 66 70 64 59 60 54 52 48 % 50 46 42 40 30 34 27 20 36 30 15 10 0 Mjög eða frekar óánægðir Mjög eða frekar ánægðir Mynd 38. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með aðgengi að háskólamenntun? Háskólinn á Akureyri er greinilega talinn skapa gott aðgengi að háskólamenntun á Eyjafjarðarsvæðinu og þar með skapa þar ákjósanleg búsetuskilyrði að þessu leyti. Í rannsókn sem gerð var á árunum 2004-2005 (Dahlström o.fl. 2006) kom m.a. fram í eigindlegum viðtölum við hóp íbúa á Eyjafjarðarsvæðinu, um atvinnusögu þeirra, að tilkoma Háskólans á Akureyri hafi verið mikilvæg viðbót við samfélagið þar og hafi komið á hárréttum tíma fyrir svæðið sem gekk á sama tíma gegnum miklar þrengingar í atvinnulífinu. Þannig hjálpaði þessi nýja stofnun til við að sveigja efnahagslíf svæðisins í auknum mæli í átt til þjónustusamfélagsins frá iðnaðarsamfélaginu sem hafði verið ríkjandi á Akureyri áratugina á undan en fór síðan gegnum hratt hnignunarskeið á síðusta áratug aldarinnar. Meðal annars í ljósi þeirrar jákvæðu reynslu sem fengist hefur af uppbyggingu háskólamenntunar á Akureyri er skiljanlegt að önnur svæði vilji feta sömu braut. Þegar skoðuð er ánægja eða óánægja með aðgengi að framhaldsskólamenntun kemur önnur mynd í ljós en hvað varðar háskólamenntun. Mikill meirihluti íbúa er ánægður með sitt aðgengi og litlar breytingar eru sjáanlegar milli áranna 2004 og 2007 nema í tilviki suðursvæðis þar sem þeim fækkar heldur sem eru mjög eða frekar ánægðir. Áberandi er hvað þennan þátt varðar að það er á norðursvæði sem ánægja er minnst innan áhrifasvæðisns sem er ákveðin undantekning miðað við fyrri niðurstöður. 53 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Norðursvæði Miðsvæði Suðursvæði Austurland í heild 100 90 81 80 76 80 74 74 73 66 70 62 60 % 50 40 38 34 30 26 24 26 20 27 20 19 10 0 Mjög eða frekar óánægðir (2004) Mjög eða frekar óánægðir (2007) Mjög eða frekar ánægðir Mjög eða frekar ánægðir (2004) (2007) Mynd 39. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með aðgengi að framhaldsskólamenntun? Breyting milli nóvember 2004 og febrúar 2007. Samanburður allra svæðanna í könnuninni 2007 sýnir að enn og aftur er það á stærstu þéttbýlissvæðum landsins sem ánægja er mest og fylgir miðsvæði Austurlands í kjölfarið. Á dreifbýlli svæðunum er minni ánægja. Áhrifasvæði Reykjavíkur Suðurland að Árborg Suðursvæði Vesturland, Vestfirðir, Norðurland-V Norðursvæði Austurland í heild Eyjafjarðarsvæðið Miðsvæði 100 89 90 85 80 80 70 70 74 73 67 61 60 % 50 39 40 33 30 26 30 27 20 20 15 11 10 0 Mjög eða frekar óánægðir Mjög eða frekar ánægðir Mynd 40. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með aðgengi að framhaldsskólamenntun? Aðgengi að framhaldsskólamenntun er meðal þeirra atriða sem fólk leggur mikla áherslu á hvað búsetuskilyrði varðar. Mikilvægi framhaldsskóla fyrir búsetuskilyrði kom m.a. fram í eigindlegum viðtölum við íbúa á landsbyggðinni í rannsókninni Fólk og fyrirtæki (Byggðarannsóknastofnun og Hagfræðistofnun 54 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Háskóla Íslands, 2003). Þetta kom einnig fram í eigindlegum viðtölum sem tekin voru haustið 2007 og að á þeim tímamótum sem unglingar koma á framhaldsskólaaldurinn hugleiði fjölskyldur oft brottflutning frá stöðum sem ekki bjóða upp á framhaldsskólamenntun. Næsta spurning varðar ánægju þátttakenda með umhverfið. Hér er ekki um neinar sýnilegar breytingar að ræða milli kannana 2004 og 2007. Norðursvæði Miðsvæði 100 Suðursvæði Austurland í heild 96 95 92 94 92 96 91 92 90 80 70 60 % 50 40 30 20 10 8 5 4 6 8 9 4 8 0 Mjög eða frekar óánægðir (2004) Mjög eða frekar óánægðir (2007) Mjög eða frekar ánægðir Mjög eða frekar ánægðir (2004) (2007) Mynd 41. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með umhverfið? Breyting milli nóvember 2004 og febrúar 2007. Samanburður allra svæðanna leiðir í ljós að lítill munur er á milli landsvæða ef undan er skilið áhrifasvæði Reykjavíkur þar sem mun fleiri eru mjög eða frekar óánægðir með umhverfi sitt. Ekki er gott að ráða í þessar niðurstöður, þ.e. hvað það er í umhverfinu sem veldur minni ánægju þar en annarsstaðar á landinu. Benda má þó á að í rannsókn Stefáns Ólafssonar (1997) kom í ljós að á höfuðborgarsvæðinu væri mest óánægja íbúa með vissa þætti í umhverfinu sem tengjast aukinni þéttbýlismyndun, s.s. umferðarþunga og hættu af völdum ofbeldis. Sjá einnig rannsókn Ársæls Guðmundssonar fyrir Byggðastofnun um kostnað þéttbýlismyndunar (1989) þar sem fjallað var um ýmsa neikvæða þætti samfara mikilli þéttbýlisvæðingu, s.s. þá sem tengjast skipulagi byggðar og mikilli umferðaraukningu. 55 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Áhrifasvæði Reykjavíkur Suðurland að Árborg Suðursvæði Vesturland, Vestfirðir, Norðurland-V Norðursvæði Austurland í heild 100 94 90 Eyjafjarðarsvæðið Miðsvæði 98 95 92 96 91 92 78 80 70 60 % 50 40 30 22 20 6 10 9 8 5 8 4 2 0 Mjög eða frekar óánægðir Mjög eða frekar ánægðir Mynd 42. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með umhverfið? Næsta spurning varðar ánægju með menningarlífið í byggðarlaginu. Hér er það á norðursvæði og miðsvæði sem má sjá minnkandi ánægju milli kannana 2004 og 2007 en suðursvæðið sker sig úr með aukna ánægju. Norðursvæði Miðsvæði Suðursvæði Austurland í heild 100 90 81 80 76 76 69 70 73 68 68 64 60 % 50 36 40 32 30 24 24 35 32 27 19 20 10 0 Mjög eða frekar óánægðir (2004) Mjög eða frekar óánægðir (2007) Mjög eða frekar ánægðir Mjög eða frekar ánægðir (2004) (2007) Mynd 43. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með menningarlífið? Breyting milli nóvember 2004 og febrúar 2007. Ekki er gott að ráða í ástæður þessa en rétt er að hafa í huga að gerður var menningarsamningur milli ríkisins og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi árið 56 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ 2005 og kunna áhrif hans að vera misjafnlega mikil á milli svæða. Hafa ber í huga að samningurinn nær ekki yfir nema lítinn hluta norðursvæðis6. Á landsvísu er ánægja þátttakenda með menningarlífið mest á Eyjafjarðarsvæðinu og áhrifasvæði Reykjavíkur sem bendir til þess að fjölmennari samfélög standi betur að vígi hvað þetta varðar. Af öðrum svæðum sker suðursvæðið sig mikið úr eins og fyrr segir. Áhrifasvæði Reykjavíkur Suðurland að Árborg Suðursvæði Vesturland, Vestfirðir, Norðurland-V Norðursvæði Austurland í heild Eyjafjarðarsvæðið Miðsvæði 100 90 90 85 81 79 80 66 70 68 64 68 60 % 50 40 34 36 32 32 30 21 20 19 15 10 10 0 Mjög eða frekar óánægðir Mjög eða frekar ánægðir Mynd 44. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með menningarlífið? Aðspurðir um möguleika til að sinna tómstundum og áhugamálum virðast þátttakendur almennt ekki svara á annan hátt 2007 en 2004. Um fjórir af hverjum fimm eru mjög eða frekar ánægðir með þennan þátt og er ekki munur á milli svæðanna. 6 Samskonar samningur var gerður við Eyþing, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum árið 2007, þ.e. á stærstum hluta norðursvæðisins, eftir að könnunin fór fram. 57 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Norðursvæði Miðsvæði Suðursvæði Austurland í heild 100 90 80 80 77 76 80 80 77 73 76 70 60 % 50 40 30 20 24 23 27 23 21 20 24 20 10 0 Mjög eða frekar óánægðir (2004) Mjög eða frekar óánægðir (2007) Mjög eða frekar ánægðir Mjög eða frekar ánægðir (2004) (2007) Mynd 45. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með möguleika til að sinna tómstundum og áhugamálum? Breyting milli nóvember 2004 og febrúar 2007. Í samanburði á landsvísu er áhrifasvæðið á Austurlandi ekki að skera sig úr að verulegu leyti. Miðsvæðið er þó heldur lægra að þessu leyti Eyjafjarðarsvæðið sker sig líklega mest úr á landsvísu þar sem tæplega 9 af hverjum 10 eru mjög eða frekar ánægðir með þennan þátt búsetuskilyrða. Áhrifasvæði Reykjavíkur Suðurland að Árborg Suðursvæði Vesturland, Vestfirðir, Norðurland-V Norðursvæði Austurland í heild Eyjafjarðarsvæðið Miðsvæði 100 89 90 82 82 77 80 80 80 73 76 70 60 % 50 40 27 30 20 23 18 18 20 20 24 11 10 0 Mjög eða frekar óánægðir Mjög eða frekar ánægðir Mynd 46. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með möguleika til að sinna tómstundum og áhugamálum mínum? 58 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Hvað varðar þá búsetuþætti sem spurt var um í könnuninni 2007 má sjá að markverðar breytingar hafa átt sér stað, sérstaklega á miðsvæðinu frá könnuninni 2004, þannig eru nú mun fleiri ánægðir með fjölbreytni starfa og er svæðið næst á eftir áhrifasvæði höfuðborgarsvæðisins hvað þetta varðar. Sömuleiðis eykst ánægja með atvinnutekjur og er miðsvæðið sambærilegt við áhrifasvæði Reykjavíkur hvað það varðar. Vísbendingar eru um að aukinn íbúafjöldi og umsvif á svæðinu séu farin að koma niður á búsetuskilyrðum að einhverju leyti sbr. að á miðsvæðinu sé fleiri nú en 2004 óánægðir með aðgengi að heilbrigðisþjónustu og á sama tíma minni ánægja með félagslífið. Búsetuþáttur sem áberandi óánægja er með á miðsvæðinu er aðgengi að háskólamenntun. Á suðursvæði má sjá að minnkandi ánægja er með suma búsetuþætti milli kannana 2004 og 2007, s.s. með framboð á heilbrigðisþjónustu og almennri verslun og þjónustu og tengist það slæmri þróun þessara búsetuþátta á svæðinu á tímabilinu. Viðhorf til stóriðjuframkvæmdanna á Austurlandi Í könnuninni vorið 2007 voru þátttakendur spurðir svokallaðrar opinnar spurningar um hvað það væri í þeirra huga sem helst væri jákvætt eða neikvætt við stóriðjuframkvæmdirnar. Höfundar flokkuðu saman svörin í eftirfarandi flokka. Ljóst er að þátttakendur í könnuninni vorið 2007 líta framkvæmdirnar mjög mismunandi augum eftir því hvar þeir búa. 59 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Tafla 1. Jákvæðir þættir vegna stóriðjuframkvæmdanna. Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland, Vestfirðir, Norðurland-V Eyjafjarðarsvæðið Suðurland að Árborg Norðursvæði Miðsvæði Suðursvæði Austurland í heild 66 ,0 8,3 61 ,9 11, 1 1,4 13, 4 4,5 2,2 67 ,4 10, 3 8,0 63 ,4 16, 1 7,5 72 ,1 11, 5 6,6 52 ,9 16, 8 8,8 72 ,6 14, 5 3,2 60 ,7 15, 1 7,2 6 ,3 6 9 4 3,7 2,5 2 0 ,0 3,2 3 ,2 8,1 1 ,1 0 ,0 0 ,0 4, 0 ,0 1 ,5 Þátttakendur eiga það þó sammerkt að það eru flestir sem telja jákvæð áhrif verða á atvinnu og einnig eru margir sem nefna byggðasjónarmið og áhrif á efnahag sem jákvæða þætti. Á miðsvæði eru margir sem líta á fjölgun íbúa og jákvætt hugarfar á svæðinu sem jákvæðar afleiðingar af framkvæmdunum. Áberandi er að á þeim svæðum sem fjærst liggja framkvæmdunum, áhrifasvæði höfuðborgarsvæðisins, eru 6-7% svarenda sem afstöðu taka sem segja ekkert jákvætt við framkvæmdirnar enginn nefnir þetta á miðsvæðinu. Á svæðinu sem fjærst liggur eru 9% sem ekki segjast vita nóg um framkvæmdirnar. Þegar litið er til þess sem þátttakendur telja neikvætt við framkvæmdirnar eru það umhverfisáhrif sem flestir nefna. Hæst er hlutfall þessa þáttar á áhrifasvæði Reykjavíkur en lægst á suðursvæðinu. Á miðsvæði eru 11,4% sem nefna togstreitu sem skapast hefur vegna framkvæmdanna sem neikvæðan þátt einnig er þetta nefnt af mörgum á Suðurlandi að Árborg en það er svæði sem hefur mikla reynslu af stórvirkjunum. Áberandi er að 17,5% á suðursvæði nefna ruðningsáhrif innan áhrifasvæðisins sem neikvæðan þátt og einnig tæp 12% á miðsvæðinu. Þetta bendir til þess að þátttakendur upplifa það að framkvæmdirnar dragi til sín mannafla annarsstaðar af Austurlandi og úr öðrum 60 Annað Mannlíf 2 1, 6 0 ,0 ,6 6 1 ,5 0 5, 1 2 ,5 ,0 8 ,6 1 2, 1 1 ,1 ,2 5 ,1 1 0, 2 0 ,7 ,1 6 ,5 0 1, 0 2 ,8 ,0 1 ,6 ,5 1, 2 4 2 ,8 5 ,9 ,3 0, 0 ,0 ,0 12, 0 1 ,4 ,7 4,0 Jákvætt hugarfar Veit ekki Ekkert Fólksfjölgun Efnahagur Byggðasjónarmið Atvinna Hvað er í þínum huga helst jákvætt við stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi? Hlutfall (%) eftir byggðarlögum 0 ,0 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ atvinnugreinum líkt og spáð var m.a. af Skipulagsstofnun áður en framkvæmdirnar hófust. Þeir sem sjá ekkert neikvætt við framkvæmdirnar eru flestir á norðursvæðinu og því næst á miðsvæðinu. Athyglisvert er að fleiri eru þessarar skoðunar á Suðurlandi að Árborg en á suðursvæðinu. Tafla 2. Neikvæðir þættir vegna stóriðjuframkvæmdanna. Umhverfisáhrif Ekkert Togstreita Efnahagur Viðhorf til útlendinga Ruðningsáhrif innan áhrifasvæðis Veit ekki Móti stóriðju og/eða stórfyrirtækjum Bætir ekki atvinnu stöðuna Orkan seld ódýrt Annað Hvað er í þínum huga helst neikvætt við stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi? Hlutfall (%) eftir byggðarlögum Áhrifasvæði Reykjavíkur 68,3 7,7 4,2 3,5 4,2 0,7 2,8 2,8 0,7 2,1 2,8 Vesturland, Vestfirðir, Norðurl. v. 64,6 5,5 6,3 8,7 1,6 0,0 4,7 3,1 3,1 0,8 1,6 Eyjafjarðarsvæðið 64,8 7,4 6,2 5,6 3,1 0,6 5,6 1,2 1,2 1,2 3,1 Suðurland að Árborg 56,5 9,5 10,2 5,4 6,1 0,7 5,4 2,0 0,7 2,0 1,4 Norðursvæði 47,4 14,0 6,1 7,0 8,8 2,6 4,4 0,9 2,6 1,8 4,4 Miðsvæði 45,6 11,4 11,4 6,3 5,1 11,8 3,0 1,3 0,0 0,4 3,8 Suðursvæði 35,1 8,8 8,8 7,0 5,3 17,5 7,0 1,8 3,5 1,8 3,5 Austurland í heild 44,9 11,6 9,4 6,7 6,2 10,1 4,0 1,0 1,2 1,0 4,0 Þá er einnig athyglisvert að það eru fleiri þátttakendur af suðursvæðinu en frá öðrum svæðum sem nefna að framkvæmdirnar bæti ekki atvinnuástandið. Þetta ásamt áhyggjum af ruðningsáhrifum má túlka sem ákveðin vonbrigði með framkvæmdirnar, að þær hafi ekki haft eins jákvæð áhrif á þessum hluta áhrifasvæðisins og einhverjir töldu fyrirfram. 61 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Tafla 3. Jákvæðir þættir vegna starfrækslu álvers í Reyðarfirði. Atvinna Byggðasjónarmið Efnahagur Fólksfjölgun Ekkert Veit ekki Mannlíf Aukin þjónusta Hvað er í þínum huga helst jákvætt við starfrækslu álvers í Reyðarfirði? Hlutfall (%) eftir byggðarlögum Áhrifasvæði Reykjavíkur 65,4 6,2 9,2 4,6 5,4 3,1 3,8 2,3 Vesturland, Vestfirðir, Norðurland vestra 63,7 9,7 10,5 3,2 4,8 6,5 0,8 0,8 Eyjafjarðarsvæðið 72,0 8,5 6,7 4,3 3,7 3,7 1,2 0,0 Suðurland að Árborg 73,8 7,6 4,1 6,2 4,1 3,4 0,7 0,0 Norðursvæði 66,4 13,3 5,3 6,2 2,7 3,5 0,9 1,8 Miðsvæði 70,4 10,8 4,6 7,3 2,3 0,4 2,7 1,5 Suðursvæði 65,5 5,5 7,3 10,9 5,5 1,8 1,8 1,8 Austurland í heild 68,7 10,7 4,9 7,5 2,8 1,6 2,1 1,6 Þegar þátttakendur voru spurðir opinnar spurningar um það sem í þeirra huga væri helst jákvætt við starfrækslu álversins í Reyðarfirði kom í ljós að flestir nefna atvinnu. Þarna er mikið samræmi milli svæða (Tafla 3). Aðrir þættir sem margir nefna eru byggðasjónarmið, áhrif á efnahag og fólksfjölgun. Nokkuð var um að fólk segði ekkert jákvætt um starfrækslu álversins. Athyglisvert er að nánast sama hlutfall svarenda er þessarar skoðunar á suðursvæði og á áhrifasvæði Reykjavíkur. Er tíðni þeirra sem eru þessarar skoðunar hæst á þessum tveimur svæðum. Þetta ásamt fleiri svörum bendir til þess að á suðursvæðinu séu blendnar tilfinningar til framkvæmdanna og verksmiðjurekstrarins. Hvað varðar opna spurningu um neikvæða þætti vegna rekstrar álversins þá eru það umhverfisáhrif sem flestir nefna eins og vænta mátti. Ekki er mikill munur á svörum milli svæða. Næstflestir sögðu að ekkert væri neikvætt við reksturinn og voru þeir sem voru þessarar skoðunar flestir á norðursvæðinu. Líkt og við framkvæmdirnar sjálfar óttast áberandi flestir svarendur á suðursvæði ruðningsáhrif innan áhrifasvæðisins vegna álversins. Áberandi var að þeir sem nefndu að þeir væru almennt á móti stóriðju og/eða stórfyrirtækjum voru hlutfallslega flestir á Eyjafjarðarsvæðinu. Nokkur dæmi voru efasemdarmenn sem drógu í efa að rekstur álversins bætti stöðu atvinnumála, helst var þetta nefnt á svæðunum sem fjærst liggja, þ.e. á áhrifasvæði Reykjavíkur og Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. 62 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Tafla 4. BRSÍ Neikvæðir þættir vegna starfrækslu álvers í Reyðarfirði. Umhverfisáhrif Ekkert Veit ekki Viðhorf til útlendinga Togstreita Ruðningsáhrif innan áhrifa svæðis Efnahagur Móti stóriðju og/eða stórfyrir tækjum Bætir ekki atvinnu stöðuna Félagsleg áhrif Annað Hvað er í þínum huga helst neikvætt við starfrækslu álvers í Reyðarfirði? Hlutfall (%) eftir byggðarlögum Áhrifasvæði Reykjavíkur 66,7 8,9 4,9 2,4 4,9 0,0 2,4 1,6 4,1 0,8 3,3 Vesturland, Vestfirðir, Norðurland vestra 61,2 6,1 8,2 2,0 3,1 1,0 7,1 4,1 3,1 0,0 4,1 Eyjafjarðarsvæðið 60,4 10,8 9,4 1,4 3,6 0,7 1,4 6,5 1,4 1,4 2,9 Suðurland að Árborg 57,5 11,7 10,8 6,7 4,2 1,7 3,3 1,7 1,7 0,8 0,0 Norðursvæði 54,0 18,0 6,0 5,0 3,0 2,0 4,0 3,0 1,0 3,0 1,0 Miðsvæði 59,6 12,4 3,1 4,7 5,2 8,3 2,1 3,6 0,5 0,5 0,0 Suðursvæði 53,5 9,3 7,0 4,7 2,3 14,0 4,7 2,3 0,0 0,0 2,3 Austurland í heild 57,1 13,7 4,5 4,8 3,9 7,1 3,3 3,3 0,6 1,5 0,3 Sjá má ákveðna megindrætti út úr svörum við þeim opnu spurningum sem greint er frá hér að ofan. Hvað jákvæð áhrif af framkvæmdunum varðar er það atvinna sem flestir nefna og atriði sem tengjast byggðamálum og efnahag. Hvað neikvæða þætti varðar eru það umhverfismál sem flestir nefna, heldur þó fleiri á svæðum sem fjær liggja. Lesa má það út úr svörunum að á suðursvæði ber talsvert á áhyggjum af því að framkvæmdirnar og starfræksla álversins muni valda ruðningsáhrifum innan áhrifasvæðisins. Það að þátttakendur af suðursvæði í könnuninni áformi að sækja um störf í álverinu í jafn miklum mæli og svör þeirra benda til rennir stoðum undir þetta (mynd 14). 63 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Íbúaþróun og fasteignaverð Þar sem íbúum á Austurlandi mun fjölga umtalsvert vegna framkvæmdanna, og síðan rekstrar álversins, eykst eftirspurn eftir húsnæði með tilheyrandi hækkun á fasteignaverði. Í könnuninni haustið 2004 voru þátttakendur spurðir spurningar sem tengist þessum þáttum og var það endurtekið nú vorið 2007: Hvort telur þú að íbúafjöldi í þínu byggðarlagi muni aukast, standa í stað eða dragast saman fram til ársins 2010 frá því sem nú er? Ekki kemur á óvart að verulegur munur er á milli svæða í könnuninni hvað varðar trú á framtíðina að þessu leyti. Mest er bjartsýnin á áhrifasvæði Reykjavíkur þar sem um 84% telur að fjölga muni mikið eða nokkuð á svæðinu. Sambærileg tala fyrir miðsvæðið er 77%, fyrir norðursvæðið 26% og suðursvæðið 23%. Á norðurog suðursvæðunum er nokkuð hátt hlutfall þeirra sem telja að íbúafjöldi muni dragast nokkuð eða mikið saman. Áhrifasvæði Reykjavíkur Suðurland að Árborg Suðursvæði Vesturland, Vestfirðir, Norðurland-V Norðursvæði Austurland í heild Eyjafjarðarsvæðið Miðsvæði 100 90 80 70 60 55 54 54 52 46 % 50 39 40 30 40 29 5 7 5 29 21 22 14 7 3737 27 23 20 10 37 22 16 13 1 0 4 1920 20 13 8 5 0 9 1 1 1 5 4 0 Aukast mikið (+10%) Aukast nokkuð (+2- Verður svipaður og 10%) nú er Dragast nokkuð saman (-2-10%) Dragast mikið saman (-10%) Mynd 47. Hvort telur þú að íbúafjöldi í þínu byggðarlagi muni aukast, standa í stað eða dragast saman fram til ársins 2010 frá því sem nú er? Spurt var um væntingar þátttakenda til þróunar fasteignaverðs í þeirra byggðarlögum fram til ársins 2010. Spurt var þessarar sömu spurningar árið 2004. Í millitíðinni varð hins vegar einskonar sprenging á húsnæðismarkaði sem tengdist því að bankarnir fóru inn á húsnæðislánamarkaðinn og hófu að bjóða hagstæð húsnæðislán árið 2004. Þannig hafa miklar húsnæðisverðshækkanir síðan 2004 breytt forsendum til samanburðar milli kannana 2004 og 64 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ 2007. Sömuleiðis hefur þetta líklega breytt forsendum fyrir mögulegum framtíðarhækkunum. Áhrifasvæði Reykjavíkur Suðurland að Árborg Suðursvæði Vesturland, Vestfirðir, Norðurland-V Norðursvæði Austurland í heild Eyjafjarðarsvæðið Miðsvæði 100 90 80 70 62 575959 60 46 46 41 44 % 50 40 30 20 10 14 9 5 7 42 37 33 35 282828 22 1012 11 5 3 5 8 5 7 10 6 8 0 1 0 1 1 4 2 3 0 Verð mun hækka mikið (+10%) Verð mun hækka nokkuð (+2-10%) Verð mun standa í stað Verð mun lækka nokkuð (-2-10%) Verð mun lækka mikið (-10%) Mynd 48. Hvort telur þú að verð á íbúðarhúsnæði í þínu byggðarlagi muni hækka, standa í stað eða lækka fram til ársins 2010 frá því sem nú er? Athyglisvert er, þegar borin eru saman öll svæðin í könnuninni, að það er á miðsvæðinu sem flestir svarendur (14%) telja að verð muni lækka nokkuð eða mikið fram til ársins 2010. Þetta gæti bent til að þessi hluti svarenda telji að þær hækkanir sem þegar hafa orðið á svæðinu séu hugsanlega of miklar til að markaðurinn standi undir þeim til framtíðar. Annað sem vekur athygli er að þótt ekki sé ýkja mikill munur á milli svæða þá eru væntingar til hækkana á áhrifasvæðinu á Austurlandi heldur minni en á öðrum svæðum í könnuninni. 65 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 66 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ HEIMILDIR Byggðarannsóknastofnun Íslands (2004). Rannsókn á samfélagsáhrifum virkjana- og álversframkvæmda á Austurlandi. Verkáætlun 2004-2009. Unnið í samvinnu við Þróunarstofu Austurlands. Akureyri: Byggðarannsóknastofnun. Dubois, Alexandre, Gløersen, Erik, Stead, Dominic og Zonneveld, Wil, (2006). Policentric Urban Development and Rural-Urban PartnershipThematic Study of INTERREG and ESPON activities. Lúxemborg: ESPON, European Spatial Planning Network. Ársæll Guðmundsson (1989). Kostnaður þéttbýlismyndunar. Áhrif fólksflutninga á höfuðborgarsvæðið. Reykjavík: Byggðastofnun. Byggðarannsóknastofnun og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands (2003). Fólk og fyrirtæki: Um búsetu og starfsskilyrði á landsbyggðinni. Akureyri og Reykjavík: Byggðarannsóknastofnun og Hagfræðistofnun. Dahlström, Margareta, Andra Aldea-Partanen, Katarina Fellman, Sigrid Hedin, Nino Javakhishvili Larsen, Hjalti Jóhannesson, Jesper Manniche, Grethe Mattland Olsen, Tage Petersen (2006). How to Make a Living in Insular Areas – Six Nordic Cases. Stockholm: Nordregio. Kjartan Ólafsson (2005). Rannsókn á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi. Könnun meðal fólks á Austur- og Norðausturlandi haustið 2004. Akureyri: Byggðarannsóknastofnun Íslands og Þróunarfélag Austurlands. Kjartan Ólafsson (ritstj.), Enok Jóhannsson, Jón Þorvaldur Heiðarsson, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir og Valtýr Sigurbjarnarson (2006). Rannsókn á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi. Rannsóknarrit nr. 3 Áfangaskýrsla I – Stöðulýsing og upphaf framkvæmda á Austurlandi. Byggðarannsóknastofnun. Akureyri: Byggðarannsóknastofnun Íslands. Kjartan Ólafsson, Grétar Þór Eyþórsson og Hjalti Jóhannesson (2001). Kárahnjúkavirkjun, mat á samfélagsáhrifum. Akureyri: Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri. Landsvirkjun (2007, 23. júní). Fljótsdalsstöð. Sótt 6. september 2007, frá http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=427&ArtId=1720 Morgunblaðið (2007, 21. september). Áframhaldandi tafir á Kárahnjúkavirkjun. Morgunblaðið. Nýsir (2001). Mat á samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum álvers í Reyðarfirði. Reykjavík: Reyðarál hf. Skipulagsstofnun (2001). Kárahnjúkavirkjun allt að 750 MW – Úrskurður Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum. Stefán Ólafsson (1997). Búseta á Íslandi. Rannsókn á orsökum búferlaflutninga. Reykjavík: Byggðastofnun 67 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 VIÐAUKI I YFIRLIT UM DREIFINGU SVARA EFTIR KYNFERÐI, ALDRI, BÚSETU OG MENNTUN 68 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Um framsetningu upplýsinga í dreifingu svara eftir kynferði, aldri, búsetu og menntun Hér á eftir eru settar fram niðurstöður fyrir stóran hluta spurninga í spurningalistanum, bæði í töflum og myndum. Í töflunni efst til vinstri er hægt að sjá svör þátttakenda, heildarfjölda gildra svara og fjölda svara sem falla utan svarramma (fjöldi þeirra sem tekur ekki afstöðu eða sleppir viðkomandi spurningu). Í þessum töflum eru sett fram svokölluð vikmörk miðað við 95% öryggisstig. Sem dæmi þá segjast um 5,6% svarenda í könnuninni vera mjög óánægðir með þann stað (sveitarfélag/byggðarlag) þar sem viðkomandi býr (spurning 7). Vikmörk fyrir þessa tölu eru 1,3 prósentustig sem þýðir að ef allir íbúar á aldrinum 18-65 ára á könnuninni hefðu verið spurðir þessarar spurningar eru aðeins 5% líkur á því að minna en 4,3% (5,6 - 1,3) eða meira en 6,9% (5,6 + 1,3) hefðu merkt við þennan valmöguleika. Á myndritum sem fylgja hverri spurningu er reynt að draga saman meginniðurstöður um viðkomandi spurningu, það er að segja í hvaða meginflokka svör fólks skiptast. Rétt er að taka fram að litir eru ekki notaðir til að svör séu til marks um að eitthvað sé jákvætt eða neikvætt. Fyrir neðan niðurstöður um heildarhóp könnunarinnar má sjá niðurstöður fyrir viðkomandi spurningu greindar eftir fjórum greiningarbreytum (bakgrunnsþáttum) sem eru kynferði, aldur, búseta og menntun. Þar kemur fram dreifing svara eftir viðkomandi undirhópum og niðurstöður marktektarprófs (kí-kvaðrat) fyrir tengsl hverrar greiningarbreytu og viðkomandi spurningar. Þegar ekki er um tengsl að ræða er það táknað með skammstöfuninni e-m (ekki marktækt) en sé um tengsl að ræða er sýnt p-gildi fyrir viðkomandi kíkvaðratpróf. 69 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Grunnupplýsingar um rannsóknina Lýsing Markmið: Framkvæmdatími: Aðferð: Úrtak: Kanna viðhorf og væntingar fólks á mögulegum áhrifasvæðum framkvæmdanna 26.02.07 [póstlagning] til 11.04.07 (90%) [14.05.07 (100%)] Póstkönnun 3.202 manns á öllu landinu 1. janúar 2007, fæddir 1942 – 1989 (18-65 ára) Úrtak og svörun Upphaflegt úrtak: Látnir: 1 Veikir: 2 Finnast ekki: Endanlegt úrtak: Neita þátttöku: 65 3.134 18 Svara ekki: 1.897 Fjöldi svarenda: 1.219 Svarhlutfall: 70 3.202 38,9% Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Þegar á heildina er litið, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með þann stað (sveitarfélag/byggðarlag) þar sem þú býrð nú? Spurning 7 Niðurstöður: Svör Fjöldi Hlutfall % 1) Mjög óánægð(ur) 2) 3) 4) Hvorki ánægð(ur) né óánægð(ur) 5) 6) 7) Mjög ánægð(ur) 67 46 55 130 5,6 3,9 4,6 10,9 163 320 412 13,7 26,8 34,5 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1193 25 100 Samtals svarendur 1218 Vikmörk +/1,3 1,1 1,2 1,8 100 90 80 70 60 % 50 2,0 2,5 2,7 40 35 27 30 20 14 11 6 4 5 M jög óánægð(ur) 2 3 10 0 Hvorki ánægð(ur) né óánægð(ur) 5 6 M jög ánægð(ur) Frekari greining: Fjöldi svara Mjög óánægð(ur) (1) 565 617 6,9% 4,5% 3,7% 4,1% 5,3% 3,7% 183 216 320 474 3,8% 4,2% 3,8% 8,2% 2,7% 5,6% 5,9% 2,1% 166 157 192 177 184 140 176 7,9% 6,3% 4,2% 5,1% 2,2% 4,3% 9,7% 406 480 296 5,9% 7,1% 3,0% (2) (3) Hvorki ánægð(ur) né óánægð(ur) (4) Mjög ánægð(ur) (7) (5) (6) 11,5% 10,4% 13,6% 13,8% 25,8% 27,6% 33,1% 36,0% 8,2% 5,6% 3,4% 3,6% 18,0% 6,5% 9,1% 11,4% 14,8% 20,4% 13,4% 10,3% 25,1% 33,3% 30,9% 21,7% 27,3% 24,5% 33,4% 42,6% 2,4% 4,4% 3,6% 4,0% 6,0% 2,9% 3,4% 4,3% 3,8% 3,1% 7,3% 4,9% 5,0% 4,0% 14,0% 11,3% 7,8% 10,2% 9,8% 10,7% 13,1% 10,4% 14,5% 14,1% 12,4% 12,5% 15,7% 16,5% 28,0% 25,2% 33,9% 29,4% 28,3% 21,4% 19,3% 32,9% 34,6% 33,3% 31,6% 36,4% 40,0% 34,1% 3,2% 3,5% 5,4% 4,4% 4,0% 6,1% 13,8% 10,8% 7,1% 11,6% 12,9% 17,6% 19,7% 27,1% 36,5% 41,4% 34,6% 24,3% Kynferði (e-m) Karlar Konur Aldur (p = .001) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (e-m) Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg Menntun (p = .001) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 71 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Hefur þú (eða fjölskylda þín) íhugað alvarlega að flytja milli byggðarlaga á síðustu 5 árum en ákveðið að gera það ekki? Spurning 8 Niðurstöður: Svör Fjöldi Íhugað alvarlega að flytja til baka Íhugað alvarlega að flytja á nýjan stað Ekki íhugað alvarlega að flytja Hlutfall % Vikmörk +/- 97 8,3 1,6 143 12,2 1,9 931 79,5 2,3 Samtals fjöldi svara Utan svarramma (Svarar ekki) 1171 100 Samtals svarendur 1218 Íhugað alvarlega að flytja 20% 47 Ekki íhugað alvarlega að flytja 80% Frekari greining: Fjöldi svara Íhugað alvarlega að flytja til baka Íhugað alvarlega að flytja á nýjan stað Ekki íhugað alvarlega að flytja Kynferði (e-m) Karlar Konur 557 603 6,6% 10,0% 13,1% 11,3% 80,3% 78,8% 181 209 317 464 10,5% 13,4% 6,9% 6,0% 17,7% 14,4% 12,3% 9,1% 71,8% 72,2% 80,8% 84,9% 162 155 185 175 179 138 173 8,8% 8,3% 9,2% 6,9% 6,1% 7,2% 11,6% 8,1% 11,5% 13,0% 16,0% 15,1% 10,1% 9,2% 83,1% 80,3% 77,8% 77,1% 78,8% 82,6% 79,2% 404 473 286 5,4% 6,3% 15,4% 12,1% 11,4% 13,6% 82,4% 82,2% 71,0% Aldur (p = .001) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (e-m) Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg Menntun (p = .001) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 72 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Telur þú líklegt eða ólíklegt að þú munir flytja frá því byggðarlagi þar sem þú býrð nú innan þriggja ára? Spurning 9 Niðurstöður: Svör Fjöldi Mjög líklegt Frekar líklegt Frekar ólíklegt Mjög ólíklegt Alveg útilokað Hlutfall % 107 122 266 515 173 9,0 10,3 22,5 43,5 14,6 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1183 35 100 Samtals svarendur 1218 Vikmörk +/1,6 1,7 2,4 2,8 2,0 Líklegt 19% Ólíklegt 81% Frekari greining: Fjöldi svara Mjög líklegt Frekar líklegt Frekar ólíklegt Mjög ólíklegt Alveg útilokað Kynferði (e-m) Karlar Konur 561 611 7,5% 10,5% 10,7% 10,0% 23,4% 21,9% 44,6% 42,4% 13,9% 15,2% 180 213 319 471 26,1% 11,3% 5,0% 4,2% 24,4% 7,5% 8,2% 7,6% 20,6% 22,1% 23,2% 22,9% 17,2% 41,3% 48,6% 51,2% 11,7% 17,8% 15,0% 14,0% 163 155 191 176 183 140 174 8,7% 11,5% 5,8% 9,1% 9,3% 11,4% 8,6% 12,4% 10,2% 11,0% 13,1% 8,2% 7,1% 9,8% 19,9% 19,7% 20,9% 25,0% 23,0% 28,6% 20,7% 46,6% 39,5% 48,2% 46,6% 43,7% 37,9% 46,6% 12,4% 19,1% 14,1% 14,4% 15,8% 15,0% 14,4% 404 476 294 8,7% 9,0% 9,9% 11,9% 11,2% 11,2% 18,6% 23,8% 23,8% 41,6% 45,2% 45,2% 19,3% 13,9% 9,9% Aldur (p = .001) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (e-m) Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg Menntun (p = .017) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 73 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Hefur þú mikla eða litla trú á jákvæðri þróun byggðarlags þíns á næstu árum? Spurning 13 Niðurstöður: Svör Fjöldi Hlutfall % Vikmörk +/- Mjög mikla trú á að þróunin verði með jákvæðum hætti Fremur mikla trú á að þróunin verði með jákvæðum hætti Fremur litla trú á að þróunin verði með jákvæðum hætti Mjög litla trú á að þróunin verði með jákvæðum hætti 308 28,3 2,7 540 49,6 3,0 191 17,6 2,3 49 4,5 1,2 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) (Veit ekki) 1088 35 95 100,0 Samtals svarendur 1218 M jö g eð a f r emur lit la t r ú 22% M jö g eð a f r emur mikla t r ú 78 % Frekari greining: Mjög mikla trú á að þróunin verði með jákvæðum hætti Fremur mikla trú á að þróunin verði með jákvæðum hætti Fremur litla trú á að þróunin verði með jákvæðum hætti Mjög litla trú á að þróunin verði með jákvæðum hætti 51 3 564 29,0% 48,1% 18,5% 4,3% 27,7% 51,1% 16,7% 4,6% 153 209 297 429 26,8% 24,9% 29,3% 29,8% 47,7% 59,3% 52,2% 43,8% 18,3% 13,9% 14,5% 21,2% 7,2% 1,9% 4,0% 5,1% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 142 147 180 156 32,1% 24,8% 26,1% 24,4% 54,3% 47,0% 55,0% 51,9% 10,7% 21,5% 13,9% 19,2% 2,9% 6,7% 5,0% 4,5% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 177 132 153 44,6% 18,9% 24,2% 42,9% 50,0% 46,4% 10,2% 25,0% 24,8% 2,3% 6,1% 4,6% 357 444 279 26,3% 30,9% 27,6% 47,3% 51,8% 48,0% 21,0% 13,7% 19,4% 5,3% 3,6% 5,0% Fjöldi svara Kynferði (e-m) Karlar Konur Aldur (p = .011) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (p = .001) Menntun (e-m) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 74 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Ert þú virkur félagi eða þátttakandi í einhverskonar félags- íþrótta- eða tómstundastarfsemi? Spurning 14 Niðurstöður: Svör Fjöldi Hlutfall % Vikmörk +/- Nei, ég er ekki í neinu slíku starfi 565 50,9 2,9 Já (og ég er í...) 544 49,1 2,9 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1109 109 100,0 Samtals svarendur 1218 ekki í f élag sst ar f i 51% í f élag sst ar f i 49% Frekari greining: Fjöldi svara Nei, ég er ekki í neinu slíku starfi Já (og ég er í...) Kynferði (e-m) Karlar Konur 534 56 6 47,9% 53,7% 52,1% 46,3% 176 205 296 432 61,4% 54,1% 41,6% 51,6% 38,6% 45,9% 58,4% 48,4% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 160 145 180 164 59,5% 46,9% 56,1% 46,3% 40,5% 53,1% 43,9% 53,7% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 174 129 157 45,4% 55,0% 47,8% 54,6% 45,0% 52,2% 378 449 275 58,5% 47,2% 46,2% 41,5% 52,8% 53,8% Aldur (p = .001) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (e-m) Menntun (p = .001) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 75 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Hvort finnst þér nær sanni að segja, að flestum megi treysta, eða að aldrei sé hægt að vera of varkár í samskiptum við aðra? Spurning 15 Niðurstöður: Svör Fjöldi Hlutfall % Flestum má treysta Aldrei er hægt að vera of varkár í samskiptum við aðra 633 531 54,4 45,6 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) (Utan svarramma) 1164 53 1 100,0 Samtals svarendur 1218 Vikmörk +/2,9 2,9 var kár í samskip t um 46% Frekari greining: Fjöldi svara Flestum má treysta Aldrei er hægt að vera of varkár í samskiptum við aðra Kynferði (e-m) Karlar Konur 550 604 55,1% 54,0% 44,9% 46,0% 182 210 316 456 31,9% 53,3% 58,9% 60,7% 68,1% 46,7% 41,1% 39,3% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 163 154 185 175 59,0% 46,8% 51,4% 57,1% 41,0% 53,2% 48,6% 42,9% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 182 136 169 55,5% 58,8% 52,7% 44,5% 41,2% 47,3% 399 470 288 43,9% 53,4% 71,2% 56,1% 46,6% 28,8% Aldur (p = .001) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (e-m) Menntun (p = .001) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 76 F lest um má t r eyst a 54 % Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með umhverfið? Spurning 16a Niðurstöður: Svör Fjöldi Hlutfall % Mjög óánægð(ur) Frekar óánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Mjög ánægð(ur) 24 67 445 649 2,0 5,7 37,6 54,8 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1185 33 100,0 Samtals svarendur 1218 Vikmörk +/Óá næ gði r 8% 0,8 1,3 2,8 2,8 Ánæ gði r 9 2 % Frekari greining: Fjöldi svara Mjög óánægð(ur) Mjög óánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Frekar ánægð(ur) 561 613 2,7% 1,5% 6,4% 5,1% 39,2% 36,2% 51,7% 57,3% 184 214 317 470 2,7% 0,9% 1,3% 2,8% 10,3% 6,5% 5,4% 3,6% 41,3% 39,7% 34,4% 37,2% 45,7% 52,8% 59,0% 56,4% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 164 157 191 176 1,2% 1,3% 2,1% 4,0% 20,4% 5,0% 2,6% 3,4% 46,3% 38,4% 37,7% 33,0% 32,1% 55,3% 57,6% 59,7% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 182 140 174 2,2% 2,1% 1,1% 6,6% 1,4% ,6% 42,9% 29,3% 33,9% 48,4% 67,1% 64,4% 403 480 295 3,5% 1,5% 1,0% 4,5% 5,2% 8,1% 35,2% 39,4% 36,9% 56,8% 54,0% 53,9% Kynferði (e-m) Karlar Konur Aldur (p = .014) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (p = .001) Menntun (e-m) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 77 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með félagslíf? Spurning 16b Niðurstöður: Svör Fjöldi Hlutfall % Mjög óánægð(ur) Frekar óánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Mjög ánægð(ur) 61 220 690 194 5,2 18,9 59,2 16,7 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1165 53 100,0 Samtals svarendur 1218 Vikmörk +/1,3 2,2 2,8 2,1 Óánægðir 24% Ánægðir 76% Frekari greining: Fjöldi svara Mjög óánægð(ur) Frekar óánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Mjög ánægð(ur) Kynferði (e-m) Karlar Konur 554 601 6,5% 4,2% 18,6% 19,0% 60,1% 58,4% 14,8% 18,5% 184 211 318 452 12,5% 5,7% 3,8% 3,1% 27,7% 19,9% 15,1% 17,5% 46,7% 58,3% 61,6% 63,1% 13,0% 16,1% 19,5% 16,4% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 160 156 189 173 4,4% 4,4% 3,2% 8,1% 13,3% 17,7% 14,8% 16,8% 55,7% 62,0% 64,0% 59,0% 26,6% 15,8% 18,0% 16,2% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 178 135 173 10,7% 2,2% 2,9% 28,7% 21,5% 19,7% 51,7% 57,8% 63,6% 9,0% 18,5% 13,9% 395 473 291 6,3% 4,7% 4,8% 21,8% 18,2% 16,2% 59,5% 57,1% 62,2% 12,4% 20,1% 16,8% Aldur (p = .001) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (p = .001) Menntun (p = .047) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 78 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með menningarlíf? Spurning 16c Niðurstöður: Svör Fjöldi Hlutfall % Mjög óánægð(ur) Frekar óánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Mjög ánægð(ur) 59 218 670 212 5,1 18,8 57,8 18,3 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1159 59 100 Samtals svarendur 1218 Vikmörk +/1,3 2,2 2,8 2,2 Óánægðir 24% Ánægðir 76% Frekari greining: Fjöldi svara Mjög óánægð(ur) Frekar óánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Mjög ánægð(ur) 547 602 6,2% 4,2% 19,9% 17,6% 56,9% 58,6% 17,0% 19,6% 182 211 317 449 11,0% 3,8% 4,1% 4,0% 23,1% 20,9% 18,0% 16,7% 46,7% 57,3% 59,3% 61,5% 19,2% 18,0% 18,6% 17,8% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 159 153 188 172 4,5% 5,8% 1,6% 6,2% 10,8% 14,8% 8,5% 26,5% 57,3% 61,9% 66,5% 49,4% 27,4% 17,4% 23,4% 17,9% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 178 138 170 9,6% 2,9% 4,7% 25,5% 15,9% 28,8% 56,9% 55,1% 55,9% 8,0% 26,1% 10,6% 393 471 289 6,4% 4,5% 4,5% 22,9% 18,7% 13,5% 54,5% 57,7% 62,3% 16,3% 19,1% 19,7% Kynferði (e-m) Karlar Konur Aldur (p = .005) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (p = .001) Menntun (p = .047) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 79 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með möguleika til að sinna tómstundum og áhugamálum þínum? Spurning 16d Niðurstöður: Svör Fjöldi Hlutfall % Mjög óánægð(ur) Frekar óánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Mjög ánægð(ur) 72 155 612 318 6,2 13,4 52,9 27,5 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1157 61 100,0 Samtals svarendur 1218 Vikmörk +/1,4 2,0 2,9 2,6 Óánægðir 20% Ánægðir 80% Frekari greining: Fjöldi svara Mjög óánægð(ur) Frekar óánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Mjög ánægð(ur) 555 594 6,3% 5,9% 12,6% 14,3% 50,8% 54,7% 30,3% 25,1% 183 212 314 448 15,3% 6,6% 4,5% 3,6% 19,7% 15,6% 13,1% 10,0% 42,6% 47,6% 55,1% 58,0% 22,4% 30,2% 27,4% 28,3% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 159 156 189 170 6,4% 6,3% 3,7% 7,6% 11,5% 11,4% 7,4% 12,9% 51,0% 58,2% 51,3% 57,6% 31,2% 24,1% 37,6% 21,8% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 180 135 167 7,2% 6,7% 6,0% 20,0% 14,1% 16,8% 59,9% 50,4% 52,1% 23,3% 28,9% 25,1% 390 473 288 8,5% 4,4% 6,3% 14,4% 13,5% 11,8% 51,8% 52,2% 55,2% 25,4% 29,8% 26,7% Kynferði (e-m) Karlar Konur Aldur (p = .001) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (e-m) Menntun (e-m) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 80 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með framboð á almennri verslun/þjónustu? Spurning 16e Niðurstöður: Svör Fjöldi Hlutfall % Mjög óánægð(ur) Frekar óánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Mjög ánægð(ur) 145 352 478 207 12,3 29,8 40,4 17,5 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1182 36 100,0 Samtals svarendur 1218 Vikmörk +/1,9 2,6 2,8 2,2 Óánægðir 42% Ánægðir 58% Frekari greining: Fjöldi svara Mjög óánægð(ur) Frekar óánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Mjög ánægð(ur) 560 612 12,1% 12,4% 27,9% 31,9% 39,6% 40,5% 20,4% 15,2% 183 215 318 466 11,5% 12,1% 13,5% 11,8% 26,8% 28,4% 30,5% 31,1% 41,5% 38,6% 40,6% 40,8% 20,2% 20,9% 15,4% 16,3% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 165 157 192 175 3,7% 13,8% 5,2% 12,6% 12,9% 36,5% 19,3% 36,6% 35,6% 37,7% 50,5% 44,0% 47,9% 11,9% 25,0% 6,9% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 182 138 172 12,1% 22,5% 18,6% 26,9% 37,0% 41,3% 50,0% 30,4% 30,8% 11,0% 10,1% 9,3% 404 476 295 14,6% 10,5% 11,9% 31,4% 30,7% 25,8% 39,6% 38,0% 45,8% 14,4% 20,8% 16,6% Kynferði (e-m) Karlar Konur Aldur (e-m) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (p = .001) Menntun (p = .038) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 81 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með framboð á heilbrigðisþjónustu? Spurning 16f Niðurstöður: Svör Fjöldi Hlutfall % Mjög óánægð(ur) Frekar óánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Mjög ánægð(ur) 87 211 522 358 7,4 17,9 44,3 30,4 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1179 39 100,0 Samtals svarendur 1218 Vikmörk +/1,5 2,2 2,8 2,6 Óánæg ð ir 2 5% Á næg ð ir 75% Frekari greining: Fjöldi svara Mjög óánægð(ur) Frekar óánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Mjög ánægð(ur) Kynferði (e-m) Karlar Konur 555 61 3 7,2% 7,2% 16,4% 19,6% 43,6% 45,2% 32,8% 28,1% 183 213 315 467 8,7% 8,9% 7,0% 6,4% 23,0% 20,7% 17,8% 14,8% 45,4% 46,9% 41,9% 44,3% 23,0% 23,5% 33,3% 34,5% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 163 153 192 176 12,4% 18,1% 10,4% 5,1% 41,0% 48,4% 47,4% 11,9% 42,2% 29,0% 40,6% 46,6% 12,4% 18,1% 10,4% 36,4% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 182 140 171 14,8% 18,6% 4,7% 27,5% 33,6% 14,6% 40,7% 40,0% 45,0% 17,0% 7,9% 35,7% 403 477 292 8,7% 7,1% 6,2% 18,9% 16,8% 18,8% 45,9% 44,4% 42,1% 26,6% 31,7% 32,9% Aldur (p = .027) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (p = .001) Menntun (e-m) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 82 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með aðgengi að framhaldsskólamenntun? Spurning 16g Niðurstöður: Svör Fjöldi Hlutfall % Mjög óánægð(ur) Frekar óánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Mjög ánægð(ur) 116 172 502 377 9,9 14,7 43,0 32,3 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1167 51 100,0 Samtals svarendur 1218 Vikmörk +/1,7 2,0 2,8 2,7 Óánæg ð ir 2 5% Á næg ð ir 75% Frekari greining: Fjöldi svara Mjög óánægð(ur) Frekar óánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Mjög ánægð(ur) Kynferði (e-m) Karlar Konur 552 605 10,9% 8,8% 15,9% 13,9% 42,9% 43,3% 30,3% 34,0% 182 214 319 452 8,8% 8,9% 12,2% 9,3% 16,5% 10,7% 12,2% 17,7% 34,6% 45,3% 47,0% 42,5% 40,1% 35,0% 28,5% 30,5% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 160 155 188 172 3,2% 11,5% 6,9% 18,0% 8,2% 18,5% 8,5% 19,2% 38,0% 46,5% 30,9% 43,0% 50,6% 23,6% 53,7% 19,8% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 182 140 169 7,7% 8,6% 13,6% 12,1% 17,9% 19,5% 54,4% 48,6% 41,4% 25,8% 25,0% 25,4% 397 473 291 13,1% 8,9% 7,2% 16,4% 15,0% 11,3% 44,6% 41,9% 43,3% 25,9% 34,2% 38,1% Aldur (p = .022) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (p = .001) Menntun (p = .005) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 83 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með aðgengi að háskólamenntun? Spurning 16h Niðurstöður: Svör Fjöldi Hlutfall % Mjög óánægð(ur) Frekar óánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Mjög ánægð(ur) 261 296 371 217 22,8 25,9 32,4 19,0 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1145 73 100,0 Samtals svarendur 1218 Vikmörk +/2,4 2,5 2,7 2,3 Óánæg ð ir 49% Á næg ð ir 51% Frekari greining: Fjöldi svara Mjög óánægð(ur) Frekar óánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Mjög ánægð(ur) 541 594 23,1% 22,4% 29,2% 23,1% 29,9% 34,7% 17,7% 19,9% 181 212 317 435 32,6% 17,5% 23,3% 20,9% 23,2% 31,1% 24,6% 25,3% 21,5% 31,1% 37,2% 34,0% 22,7% 20,3% 14,8% 19,8% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 159 152 190 166 8,9% 26,6% 6,8% 28,3% 18,5% 25,3% 8,4% 29,5% 28,0% 37,0% 42,1% 32,5% 44,6% 11,0% 42,6% 9,6% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 176 134 167 33,5% 20,9% 35,3% 36,9% 33,6% 31,1% 23,9% 34,3% 28,7% 5,7% 11,2% 4,8% 380 468 291 29,5% 22,4% 14,8% 25,3% 25,6% 26,1% 29,7% 32,9% 35,4% 15,5% 19,0% 23,7% Kynferði (e-m) Karlar Konur Aldur (p = .001) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (p = .001) Menntun (p = .001) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 84 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með: Persónulegt öryggi? Spurning 16i Niðurstöður: Svör Fjöldi Hlutfall % Mjög óánægð(ur) Frekar óánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Mjög ánægð(ur) 20 55 518 585 1,7 4,7 44,0 49,7 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1178 40 100,0 Samtals svarendur 1218 Vikmörk +/Óánægðir 6% 0,7 1,2 2,8 2,9 Ánægðir 94% Frekari greining: Fjöldi svara Mjög óánægð(ur) Frekar óánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Mjög ánægð(ur) 557 611 1,8% 1,6% 3,1% 6,2% 44,0% 43,7% 51,2% 48,4% 184 215 316 463 3,3% 1,9% 2,2% 0,6% 7,1% 2,3% 4,1% 5,2% 46,2% 42,8% 38,6% 47,3% 43,5% 53,0% 55,1% 46,9% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 163 155 190 176 2,5% 1,9% 1,6% 2,3% 6,8% 6,4% 4,7% 3,4% 54,0% 39,5% 42,1% 41,5% 36,6% 52,2% 51,6% 52,8% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 183 137 173 1,6% 0,7% 1,2% 3,3% 5,1% 3,5% 46,4% 40,1% 43,4% 48,6% 54,0% 52,0% 399 478 294 2,3% 1,5% 1,4% 6,0% 3,6% 4,8% 46,4% 46,2% 36,7% 45,4% 48,7% 57,1% Kynferði (e-m) Karlar Konur Aldur (p = .022) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (e-m) Búseta (p = .038) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 85 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með: Fjölbreytni starfa? Spurning 16j Niðurstöður: Svör Fjöldi Hlutfall % Mjög óánægð(ur) Frekar óánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Mjög ánægð(ur) 213 452 394 108 18,3 38,7 33,8 9,3 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1167 51 100,0 Samtals svarendur 1218 Vikmörk +/2,2 2,8 2,7 1,7 Óánægðir 57% Ánægðir 43% Frekari greining: Fjöldi svara Mjög óánægð(ur) Frekar óánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Mjög ánægð(ur) Kynferði (p = .035) Karlar Konur 555 602 15,1% 21,4% 39,1% 38,4% 36,2% 31,1% 9,5% 9,1% 180 212 319 456 11,7% 15,6% 21,0% 20,2% 39,4% 40,1% 37,6% 38,6% 36,1% 32,5% 32,9% 34,0% 12,8% 11,8% 8,5% 7,2% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 162 157 188 169 3,8% 18,2% 10,6% 24,9% 20,0% 49,7% 47,9% 44,4% 43,8% 25,8% 38,8% 26,0% 32,5% 6,3% 2,7% 4,7% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 182 138 170 15,4% 27,5% 29,4% 29,1% 39,1% 40,0% 45,1% 28,3% 26,5% 10,4% 5,1% 4,1% 397 473 291 24,4% 14,6% 16,2% 38,0% 40,6% 36,4% 28,0% 36,8% 36,8% 9,6% 8,0% 10,7% Aldur (e-m) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (p = .001) Búseta (p = .002) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 86 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með: Atvinnutekjur þínar? Spurning 16k Niðurstöður: Svör Fjöldi Hlutfall % Mjög óánægð(ur) Frekar óánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Mjög ánægð(ur) 145 325 559 136 12,4 27,9 48,0 11,7 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1165 53 100,0 Samtals svarendur 1218 Vikmörk +/1,9 2,6 2,9 1,8 Óánæg ð ir 40% Á næg ð ir 60% Frekari greining: Fjöldi svara Mjög óánægð(ur) Frekar óánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Mjög ánægð(ur) 559 597 10,9% 13,9% 22,4% 33,2% 54,0% 42,0% 12,7% 10,9% 178 213 319 455 12,9% 15,5% 10,0% 12,5% 29,8% 29,6% 27,6% 26,6% 46,1% 42,7% 48,0% 51,2% 11,2% 12,2% 14,4% 9,7% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 158 156 191 171 9,0% 13,9% 9,4% 12,9% 25,6% 27,2% 34,6% 32,2% 45,5% 48,7% 49,2% 46,8% 19,9% 10,1% 6,8% 8,2% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 181 137 170 11,6% 15,3% 15,9% 21,0% 27,0% 26,5% 54,7% 43,1% 46,5% 12,7% 14,6% 11,2% 395 473 290 14,9% 11,4% 10,7% 30,6% 26,0% 27,2% 44,8% 50,5% 47,9% 9,6% 12,1% 14,1% Kynferði (p = .001) Karlar Konur Aldur (e-m) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (p = .017) Búseta (e-m) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 87 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með: Efnahag fjölskyldunnar? Spurning 16l Niðurstöður: Svör Fjöldi Hlutfall % Mjög óánægð(ur) Frekar óánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Mjög ánægð(ur) 145 325 559 136 12,4 27,9 48,0 11,7 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1165 53 100,0 Samtals svarendur 1218 Vikmörk +/1,9 2,6 2,9 1,8 Óánægðir 29% Ánægðir 71% Frekari greining: Fjöldi svara Mjög óánægð(ur) Frekar óánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Mjög ánægð(ur) Kynferði (e-m) Karlar Konur 552 601 5,1% 6,3% 24,6% 22,3% 56,2% 55,6% 14,1% 15,8% 180 211 318 452 4,4% 5,2% 6,9% 5,8% 27,2% 26,1% 20,4% 22,3% 51,7% 55,9% 56,6% 57,5% 16,7% 12,8% 16,0% 14,4% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 157 154 187 173 2,6% 7,1% 4,3% 6,9% 20,0% 23,7% 26,7% 21,4% 54,2% 56,4% 59,9% 55,5% 23,2% 12,8% 9,1% 16,2% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 179 139 171 4,5% 9,4% 6,4% 20,1% 26,6% 24,0% 60,3% 47,5% 56,7% 15,1% 16,5% 12,9% 398 471 285 8,3% 4,7% 3,9% 22,6% 24,4% 22,1% 54,3% 55,6% 59,3% 14,8% 15,3% 14,7% Aldur (e-m) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (e-m) Búseta (e-m) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 88 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Ef þú þyrftir að leita þér að vinnu, hversu líklegt eða ólíklegt þykir þér að eftirtaldar leiðir myndu skila árangri fyrir þig? a) Opinberar vinnumiðlanir. Spurning 17a Niðurstöður: Svör Fjöldi Mjög ólíklegt Frekar ólíklegt Frekar líklegt Mjög líklegt Hlutfall % 288 326 376 117 26,0 29,4 34,0 10,6 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1107 111 100,0 Samtals svarendur 1218 Vikmörk +/2,6 2,7 2,8 1,8 Lí kleg t 4 5% Ólí kleg t 55% Frekari greining: Fjöldi svara Mjög ólíklegt Frekar ólíklegt Frekar líklegt Mjög líklegt Kynferði (p = .001) Karlar Konur 526 572 33,8% 18,7% 32,7% 26,2% 27,9% 39,7% 5,5% 15,4% 179 213 305 410 26,3% 22,1% 24,3% 29,3% 32,4% 25,4% 28,2% 31,2% 36,9% 40,4% 33,4% 29,8% 4,5% 12,2% 14,1% 9,8% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 153 147 182 160 25,2% 26,2% 22,5% 23,8% 30,5% 29,5% 28,0% 28,1% 33,8% 32,2% 37,9% 36,9% 10,6% 12,1% 11,5% 11,3% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 176 131 158 23,9% 29,8% 32,3% 29,5% 34,4% 27,2% 35,8% 26,7% 32,3% 10,8% 9,2% 8,2% 372 444 289 25,8% 29,5% 20,8% 30,6% 30,9% 25,6% 35,5% 30,4% 37,7% 8,1% 9,2% 15,9% Aldur (p = .010) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (e-m) Búseta (p = .002) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 89 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Ef þú þyrftir að leita þér að vinnu, hversu líklegt eða ólíklegt þykir þér að eftirtaldar leiðir myndu skila árangri fyrir þig? b) Vinir og kunningjar. Spurning 17b Niðurstöður: Svör Fjöldi Mjög ólíklegt Frekar ólíklegt Frekar líklegt Mjög líklegt Hlutfall % 81 292 585 142 7,4 26,5 53,2 12,9 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1200 118 100,0 Samtals svarendur 1218 Vikmörk +/1,5 2,6 2,9 2,0 Ólíklegt 34% Líklegt 66% Frekari greining Fjöldi svara Mjög ólíklegt Frekar ólíklegt Frekar líklegt Mjög líklegt 531 560 7,3% 7,3% 23,7% 28,8% 55,2% 51,8% 13,7% 12,1% 180 212 305 403 2,8% 5,7% 7,2% 10,4% 18,9% 27,8% 25,2% 30,3% 54,4% 55,2% 55,7% 49,6% 23,9% 11,3% 11,8% 9,7% Kynferði (e-m) Karlar Konur Aldur (p = .001) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (e-m) Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 151 147 181 161 6,0% 6,0% 7,7% 8,1% 30,2% 26,2% 28,7% 28,0% 47,7% 55,0% 52,5% 47,8% 16,1% 12,8% 11,0% 16,1% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 175 130 155 6,3% 6,9% 10,3% 27,4% 20,0% 23,9% 54,9% 63,1% 52,9% 11,4% 10,0% 12,9% 366 447 284 7,1% 6,3% 9,5% 24,9% 23,9% 32,7% 51,9% 56,4% 50,4% 16,1% 13,4% 7,4% Búseta (p = .004) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 90 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Ef þú þyrftir að leita þér að vinnu, hversu líklegt eða ólíklegt þykir þér að eftirtaldar leiðir myndu skila árangri fyrir þig? c) Fjölskyldan. Spurning 17c Niðurstöður: Svör Fjöldi Mjög ólíklegt Frekar ólíklegt Frekar líklegt Mjög líklegt Hlutfall % 158 390 411 139 14,4 35,5 37,4 12,7 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1098 120 100,0 Samtals svarendur 1218 Vikmörk +/2,1 2,8 2,9 2,0 Ólíklegt 50% Líklegt 50% Frekari greining: Fjöldi svara Mjög ólíklegt Frekar ólíklegt Frekar líklegt Mjög líklegt Kynferði (e-m) Karlar Konur 529 561 15,1% 13,7% 37,2% 33,9% 36,7% 38,0% 11,0% 14,4% 180 211 306 401 3,3% 15,2% 17,0% 17,0% 22,8% 37,0% 35,9% 40,1% 46,1% 38,9% 37,6% 32,7% 27,8% 9,0% 9,5% 10,2% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 152 147 178 161 13,3% 15,4% 16,9% 11,2% 38,0% 28,2% 34,3% 34,2% 37,3% 45,0% 36,0% 39,8% 11,3% 11,4% 12,9% 14,9% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 173 129 158 12,7% 14,7% 16,5% 45,1% 27,9% 38,6% 30,1% 45,7% 31,0% 12,1% 11,6% 13,9% 366 447 282 10,9% 14,1% 19,5% 28,7% 34,7% 45,7% 45,4% 36,9% 28,0% 15,0% 14,3% 6,7% Aldur (p = .001) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (e-m) Búseta (p = .001) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 91 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Ef þú þyrftir að leita þér að vinnu, hversu líklegt eða ólíklegt þykir þér að eftirtaldar leiðir myndu skila árangri fyrir þig? d) Tengsl við fólk í atvinnulífinu. Spurning 17d Niðurstöður: Svör Fjöldi Mjög ólíklegt Frekar ólíklegt Frekar líklegt Mjög líklegt Hlutfall % 44 152 604 345 3,8 13,3 52,8 30,1 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1145 73 100,0 Samtals svarendur 1218 Vikmörk +/1,1 2,0 2,9 2,7 Ólí kleg t 17% Lí kleg t 83% Frekari greining: Fjöldi svara Mjög ólíklegt Frekar ólíklegt Frekar líklegt Mjög líklegt Kynferði (e-m) Karlar Konur 553 583 3,6% 4,1% 10,8% 15,4% 52,8% 53,0% 32,7% 27,4% 182 212 317 434 3,3% 1,4% 2,8% 6,0% 12,1% 16,5% 8,5% 15,7% 52,2% 50,9% 54,3% 52,8% 32,4% 31,1% 34,4% 25,6% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 158 151 189 166 3,8% 2,6% 3,7% 5,4% 14,7% 11,8% 11,1% 11,4% 47,4% 51,6% 57,1% 56,0% 34,0% 34,0% 28,0% 27,1% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 180 137 164 2,2% 2,9% 6,1% 13,9% 14,6% 15,9% 54,4% 52,6% 48,8% 29,4% 29,9% 29,3% 386 465 291 6,7% 2,4% 2,4% 14,0% 11,2% 15,8% 54,7% 52,7% 50,2% 24,6% 33,8% 31,6% Aldur (p = .004) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (e-m) Búseta (p = .001) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 92 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Hvernig tengist stóriðjuframkvæmdunum á Austurlandi: Ég hef verið að vinna við eða í tengslum við framkvæmdirnar. Spurning 18a Niðurstöður: Svör Fjöldi Á mjög vel við um mig Á frekar vel við um mig Á frekar illa við um mig Á mjög illa við um mig Hlutfall % Vikmörk +/- 70 6,4 1,5 59 5,4 1,3 62 5,7 1,4 899 82,5 2,3 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1090 128 100,0 Samtals svarendur 1218 Á vel við 12% Á illa við 88% Frekari greining: Fjöldi svara Á mjög vel við um mig Á frekar vel við um mig Á frekar illa við um mig Á mjög illa við um mig 517 565 9,1% 3,7% 8,9% 2,3% 8,5% 3,2% 73,5% 90,8% 180 214 256 319 5,6% 7,9% 5,6% 6,6% 6,1% 3,7% 5,6% 5,9% 6,1% 6,1% 4,3% 6,4% 82,2% 82,2% 84,5% 81,2% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 160 141 176 159 5,7% 2,8% 2,3% 6,9% 5,1% 4,2% 6,3% 4,4% 1,9% 2,8% 6,8% 6,9% 87,3% 90,2% 84,7% 81,8% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 169 127 158 20,1% 2,4% 3,2% 10,7% 5,5% 1,3% 8,3% 7,9% 5,1% 60,9% 84,3% 90,5% 348 445 292 5,7% 8,1% 4,8% 6,9% 6,3% 2,4% 6,3% 6,3% 4,1% 81,0% 79,3% 88,7% Kynferði (p = .001) Karlar Konur Aldur (e-m) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (p = .001) Búseta (p = .029) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 93 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Hvernig tengist stóriðjuframkvæmdunum á Austurlandi: Fyrirtæki/aðili sem ég vinn hjá hefur verið að vinna við eða í tengslum við framkvæmdirnar. Spurning 18b Niðurstöður: Svör Fjöldi Á mjög vel við um mig Á frekar vel við um mig Á frekar illa við um mig Á mjög illa við um mig Hlutfall % Vikmörk +/- 91 8,4 1,6 74 6,8 1,5 52 4,8 1,3 868 80,0 2,4 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1085 133 100,0 Samtals svarendur 1218 Á vel við 15% Á illa við 85% Frekari greining: Fjöldi svara Á mjög vel við um mig Á frekar vel við um mig Á frekar illa við um mig Á mjög illa við um mig 512 564 12,7% 4,3% 9,0% 5,0% 7,0% 2,8% 71,3% 87,9% 148 213 302 389 6,1% 9,4% 8,3% 9,0% 7,7% 7,5% 5,6% 6,9% 4,4% 2,8% 5,3% 5,7% 81,8% 80,3% 80,8% 78,4% Áhrifasvæði Reykjavíkur 158 7,7% 6,4% 3,8% 82,1% Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 143 173 157 4,8% 5,2% 7,0% 4,8% 6,4% 5,1% 2,8% 6,4% 6,4% 87,6% 82,1% 81,5% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 169 127 158 24,3% 1,6% 5,7% 11,2% 8,7% 5,1% 4,7% 5,5% 3,8% 59,8% 84,3% 85,4% Ekkert umfram grunnnám 345 9,6% 7,5% 6,1% 76,8% Framhaldsskólapróf Háskólapróf 443 292 8,6% 6,8% 8,4% 3,8% 5,0% 3,1% 78,1% 86,3% Kynferði (p = .001) Karlar Konur Aldur (e-m) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (p = .001) Búseta (e-m) 94 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Hvernig tengist stóriðjuframkvæmdunum á Austurlandi: Fyrirtæki/aðili sem ég vinn hjá hefur verið að selja vörur/þjónustu til framkvæmdaaðila. Spurning 18c Niðurstöður: Svör Fjöldi Á mjög vel við um mig Á frekar vel við um mig Á frekar illa við um mig Á mjög illa við um mig Hlutfall % Vikmörk +/- 93 8,6 1,7 81 7,5 1,6 75 6,9 1,5 838 77,1 2,5 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1087 131 100,0 Samtals svarendur 1218 Á vel við 16 % Á illa við 8 4 % Frekari greining: Fjöldi svara Á mjög vel við um mig Á frekar vel við um mig Á frekar illa við um mig Á mjög illa við um mig 515 563 12,6% 4,8% 9,9% 5,3% 9,7% 4,4% 67,8% 85,4% 180 213 304 298 8,3% 8,9% 8,2% 8,7% 8,9% 6,1% 6,9% 7,9% 7,8% 6,1% 6,9% 6,9% 75,0% 78,9% 78,0% 76,4% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 160 142 175 157 8,9% 4,2% 8,0% 4,5% 8,9% 8,3% 7,4% 5,7% 3,8% 2,1% 10,9% 8,9% 78,5% 85,4% 73,7% 80,9% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 170 126 157 24,1% 2,4% 5,1% 8,8% 7,1% 5,7% 9,4% 6,3% 5,7% 57,6% 84,1% 83,4% 343 444 293 9,6% 9,0% 6,5% 7,0% 9,9% 4,1% 8,2% 7,4% 4,8% 75,2% 73,6% 84,6% Kynferði (p = .001) Karlar Konur Aldur (e-m) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (p = .001) Búseta (p = .013) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 95 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Hvernig tengist stóriðjuframkvæmdunum á Austurlandi: Nánir ættingjar mínir eða vinir hafa verið að vinna við eða í tengslum við framkvæmdirnar. Spurning 18d Niðurstöður: Svör Fjöldi Hlutfall % Vikmörk +/- Á mjög vel við um mig Á frekar vel við um mig Á frekar illa við um mig Á mjög illa við um mig 191 17,3 2,2 206 18,7 2,3 Á vel við mig 36% 144 13,1 2,0 561 50,9 3,0 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1102 116 100,0 Samtals svarendur 1218 Á illa við mig 64% Frekari greining: Fjöldi svara Á mjög vel við um mig Á frekar vel við um mig Á frekar illa við um mig Á mjög illa við um mig Kynferði (p = .029) Karlar Konur 522 571 18,4% 15,9% 20,1% 17,5% 15,1% 11,4% 46,4% 55,2% 181 213 307 401 23,8% 18,3% 15,6% 15,2% 19,9% 20,2% 18,6% 17,5% 12,7% 14,1% 12,4% 13,2% 43,6% 47,4% 53,4% 54,1% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 159 143 178 160 14,6% 6,9% 11,2% 23,8% 15,3% 13,8% 20,8% 20,6% 8,9% 16,6% 10,7% 15,6% 61,1% 62,8% 57,3% 40,0% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 144 128 159 32,2% 11,7% 18,2% 28,2% 14,8% 15,1% 11,5% 16,4% 12,6% 28,2% 57,0% 54,1% 354 449 293 20,1% 17,1% 14,7% 18,4% 19,8% 17,7% 10,5% 15,1% 11,9% 51,1% 47,9% 55,6% Aldur (e-m) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (p = .001) Búseta (e-m) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 96 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Hefur þú mikla eða litla trú á því að stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi hafi bætt fjárhagslega afkomu þína? Spurning 19 Niðurstöður: Svör Fjöldi Mjög mikla trú Frekar mikla trú Frekar litla trú Mjög litla trú Hlutfall % 93 144 272 651 8,0 12,4 23,4 56,1 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1160 58 100,0 Samtals svarendur 1218 Vikmörk +/1,6 1,9 2,4 2,9 Mikla trú 20% Litla trú 80% Frekari greining Fjöldi svara Mjög mikla trú Frekar mikla trú Frekar litla trú 551 599 10,3% 5,8% 15,6% 9,5% 25,0% 22,0% 49,0% 62,6% 182 210 318 450 7,1% 8,6% 7,9% 8,2% 11,5% 12,4% 13,5% 12,0% 27,5% 27,6% 22,3% 20,7% 53,8% 51,4% 56,3% 59,1% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 162 154 185 170 5,6% 1,3% 3,8% 8,2% 9,4% 7,7% 13,0% 12,4% 24,4% 17,3% 25,4% 30,0% 60,6% 73,7% 57,8% 49,4% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 179 137 173 26,3% 2,9% 5,8% 24,6% 8,8% 9,2% 21,2% 24,1% 21,4% 27,9% 64,2% 63,6% 389 472 292 8,2% 9,7% 4,8% 11,6% 14,6% 10,3% 26,2% 22,9% 20,9% 54,0% 52,8% 64,0% Mjög litla trú Kynferði (p = .001) Karlar Konur Aldur (e-m) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (p = .001) Búseta (p = .017) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 97 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Hvort telur þú, þegar á heildina er litið, að stóriðjuframkvæmdirnar muni hafa jákvæð eða neikvæð áhrif á mannlíf í þínu byggðarlagi? Spurning 20 Niðurstöður: Svör Fjöldi Hlutfall % Vikmörk +/- Mjög jákvæð áhrif Frekar jákvæð áhrif Engin áhrif Frekar neikvæð áhrif 130 316 581 99 11,1 26,9 49,5 8,4 1,8 2,5 2,9 1,6 Mjög neikvæð áhrif 47 4,0 1,1 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1173 47 100,0 Samtals svarendur 1218 Jákvæð áhr if 38% Eng in áhr if 50 % N eikvæð áhr if 12 % Frekari greining: Fjöldi svara Mjög jákvæð áhrif Frekar jákvæð áhrif Engin áhrif Frekar neikvæð áhrif Mjög neikvæð áhrif Kynferði (p = .034) Karlar Konur 558 605 13,8% 8,6% 28,0% 25,8% 47,1% 52,1% 7,5% 9,3% 3,6% 4,3% 183 213 320 457 8,2% 12,2% 11,6% 11,4% 19,1% 28,2% 26,6% 29,8% 55,2% 46,9% 48,4% 49,2% 8,7% 8,9% 9,1% 7,7% 8,7% 3,8% 4,4% 2,0% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið 163 155 188 4,3% ,6% 7,4% 16,1% 17,2% 31,9% 60,9% 64,3% 56,9% 11,2% 11,5% 3,7% 7,5% 6,4% 0,0% Austurland (Norðursvæði) 174 13,2% 39,7% 37,4% 5,2% 4,6% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 182 138 172 41,8% 2,9% 2,9% 41,2% 20,3% 17,4% 7,7% 56,5% 68,6% 6,6% 17,4% 6,4% 2,7% 2,9% 4,7% 396 478 291 10,6% 13,2% 8,2% 29,0% 27,4% 22,7% 48,2% 48,5% 53,3% 6,8% 8,4% 11,0% 5,3% 2,5% 4,8% Aldur (p = .017) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (p = .001) Búseta (p = .042) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 98 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Hefur þú mikla eða litla trú á bættri fjárhagslegri afkomu þinni í tengslum við starfrækslu álvers í Reyðarfirði? Spurning 22 Niðurstöður: Svör Fjöldi Mjög mikla trú Frekar mikla trú Frekar litla trú Mjög litla trú Hlutfall % 58 124 320 664 5,0 10,6 27,4 56,9 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1166 52 100,0 Samtals svarendur 1218 Vikmörk +/1,2 1,8 2,6 2,8 M ikla t r ú 16 % Lit la t r ú 84% Frekari greining: Fjöldi svara Mjög mikla trú Frekar mikla trú Frekar litla trú Mjög litla trú 554 601 6,5% 3,7% 13,5% 8,0% 28,0% 27,0% 52,0% 61,4% 183 210 318 454 3,8% 4,8% 5,0% 5,5% 9,8% 11,9% 8,8% 11,7% 27,9% 28,6% 30,8% 24,2% 58,5% 54,8% 55,3% 58,6% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 162 150 189 174 3,1% 2,0% 2,6% 2,3% 8,1% 4,6% 10,1% 11,5% 20,6% 16,4% 30,7% 40,2% 68,1% 77,0% 56,6% 46,0% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 183 137 170 15,8% 5,8% 2,4% 24,0% 6,6% 7,1% 29,0% 25,5% 26,5% 31,1% 62,0% 64,1% 397 470 293 5,3% 6,4% 2,4% 10,1% 13,6% 6,8% 30,0% 27,4% 23,9% 54,7% 52,6% 66,9% Kynferði (p = .001) Karlar Konur Aldur (e-m) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (p = .001) Búseta (p = .001) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 99 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú munir sækjast eftir vinnu við álver í Reyðarfirði? Spurning 23 Niðurstöður: Svör Fjöldi Mjög líklegt Frekar líklegt Frekar ólíklegt Mjög ólíklegt Alveg útilokað Hlutfall % 20 29 196 343 593 1,7 2,5 16,6 29,0 50,2 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1181 37 100,0 Samtals svarendur 1218 Vikmörk +/- Líklegt 4% 0,7 0,9 2,1 2,6 2,9 Ólíklegt 46% Útilokað 50% Frekari greining: Fjöldi svara Mjög líklegt Frekar líklegt Frekar ólíklegt Mjög ólíklegt Alveg útilokað Kynferði (p = .001) Karlar Konur 559 611 1,4% 2,0% 3,8% 1,1% 20,4% 13,4% 32,0% 26,0% 42,4% 57,4% 184 212 319 465 1,1% 1,9% 3,8% ,4% 5,4% ,9% 2,8% 1,7% 13,6% 18,9% 17,2% 16,3% 20,1% 30,7% 30,1% 31,0% 59,8% 47,6% 46,1% 50,5% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 166 154 191 176 0,0% 0,0% 0,0% 0,6% ,6% ,6% 1,6% 2,3% 11,0% 12,2% 16,2% 16,5% 22,0% 19,2% 30,4% 30,7% 66,5% 67,9% 51,8% 50,0% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 184 136 173 7,1% 4,4% 8,2% 2,9% ,6% 31,0% 14,7% 12,7% 33,2% 36,0% 31,2% 20,7% 41,9% 55,5% 402 477 293 2,0% 1,9% 1,0% 2,0% 4,0% ,7% 17,9% 18,4% 11,9% 29,1% 30,6% 26,3% 49,0% 45,1% 60,1% Aldur (p = .001) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (p = .001) Búseta (p = .002) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 100 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Hvort telur þú að starfræksla álvers í Reyðarfirði muni hafa jákvæð eða neikvæð áhrif á mannlíf í þínu byggðarlagi? Spurning 24 Niðurstöður: Fjöldi Hlutfall % Mjög jákvæð áhrif Frekar jákvæð áhrif Engin áhrif Frekar neikvæð áhrif Mjög neikvæð áhrif 85 285 691 78 35 7,2 24,3 58,9 6,6 3,0 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1174 44 100,0 Samtals svarendur 1218 Svör Vikmörk +/1,5 2,5 2,8 1,4 1,0 Engin áhrif 59% Jákvæð áhrif 32% Neikvæð áhrif 10% Frekari greining: Fjöldi svara Mjög jákvæð áhrif Frekar jákvæð áhrif Engin áhrif Frekar neikvæð áhrif Mjög neikvæð áhrif Kynferði (p = .011) Karlar Konur 556 607 9,2% 5,6% 27,2% 21,4% 55,0% 62,6% 6,1% 6,9% 2,5% 3,5% 184 211 318 460 4,9% 7,6% 7,2% 8,0% 17,9% 25,6% 23,9% 26,3% 62,0% 56,9% 58,8% 58,7% 8,7% 7,6% 6,0% 5,9% 6,5% 2,4% 4,1% 1,1% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 164 153 188 173 1,9% 1,9% 4,8% 5,8% 12,3% 7,1% 26,6% 32,4% 73,5% 81,3% 63,8% 52,6% 6,8% 7,1% 3,7% 5,2% 5,6% 2,6% 1,1% 4,0% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 183 138 173 29,0% 2,9% 1,7% 53,0% 20,3% 12,1% 9,8% 57,2% 79,8% 4,4% 16,7% 5,2% 3,8% 2,9% 1,2% 7,5% 9,1% 4,1% 25,3% 24,1% 23,3% 57,4% 59,1% 59,9% 6,3% 5,9% 8,6% 3,5% 1,9% 4,1% 7,5% 9,1% 4,1% Aldur (p = .026) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (p = .001) Búseta (e-m) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 101 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Hvort telur þú að íbúafjöldi í þínu byggðarlagi muni aukast, standa í stað eða dragast saman fram til ársins 2010 frá því sem nú er? Spurning 26 Niðurstöður: Svör Fjöldi Hlutfall % Vikmörk +/- Íbúafjöldi mun aukast mikið (+10%) Íbúafjöldi mun aukast nokkuð (+2-10%) Íbúafjöldi verður svipaður og nú er Íbúafjöldi mun dragast nokkuð saman (-210%) Íbúafjöldi mun dragast mikið saman (-10%) 1216 11,2 1,8 466 41,5 2,9 360 32,1 2,7 140 12,5 1,9 30 2,7 0,9 Samtals fjöldi svara (Veit ekki) (Svarar ekki) 1122 69 27 100,0 Samtals svarendur 1218 stendur í stað 32% samdráttur 15% aukning 53% Frekari greining: Íbúafjöldi mun aukast mikið (+10%) Íbúafjöldi mun aukast nokkuð (+2-10%) Íbúafjöldi verður svipaður og nú er Íbúafjöldi mun dragast nokkuð saman (-2-10%) Íbúafjöldi mun dragast mikið saman (-10%) 528 583 12,5% 10,3% 41,5% 41,2% 29,5% 34,3% 14,2% 11,1% 2,3% 3,1% 176 208 301 436 15,3% 12,0% 11,3% 9,2% 40,3% 48,1% 40,5% 39,4% 32,4% 29,8% 31,2% 33,7% 9,1% 9,1% 14,3% 14,2% 2,8% 1,0% 2,7% 3,4% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 157 148 188 157 29,0% 7,3% 4,8% 5,1% 54,8% 39,3% 53,7% 21,7% 16,1% 26,7% 36,7% 47,1% 0,0% 22,0% 4,3% 17,8% 0,0% 4,7% ,5% 8,3% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 177 130 163 23,2% 0,8% 6,7% 54,2% 23,1% 36,8% 13,6% 53,7% 36,8% 7,9% 19,0% 19,0% 1,1% 3,3% ,6% 372 452 290 10,8% 9,7% 13,8% 33,1% 45,6% 46,6% 36,8% 32,3% 25,9% 15,1% 10,6% 11,7% 4,3% 1,8% 2,1% Fjöldi svara Kynferði (e-m) Karlar Konur Aldur (e-m) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (p = .001) Búseta (p = .001) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 102 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Hvort telur þú að verð á íbúðarhúsnæði í þínu byggðarlagi muni hækka, standa í stað eða lækka fram til ársins 2010 frá því sem nú er? Spurning 27 Niðurstöður: Svör Fjöldi Verð mun hækka mikið (+10%) Verð mun hækka nokkuð (+2-10%) Verð mun standa í stað Verð mun lækka nokkuð (-2-10%) Verð mun lækka mikið (-10%) Hlutfall % Vikmörk +/- 98 8,9 1,7 582 53,1 3,0 334 30,4 2,7 70 6,4 1,4 13 1,2 0,6 Samtals fjöldi svara (Veit ekki) (Svarar ekki) 1097 86 35 100,0 Samtals svarendur 1218 Standa í stað 30% Lækka 8% Hækka 62% Frekari greining: Fjöldi svara Verð mun hækka mikið (+10%) Verð mun hækka nokkuð (+2-10%) Verð mun standa í stað Verð mun lækka nokkuð (-210%) Verð mun lækka mikið (-10%) Kynferði (e-m) Karlar Konur 530 557 11,3% 6,5% 51,5% 54,6% 30,2% 30,9% 6,0% 6,8% 0,9% 1,3% 158 206 299 433 12,0% 8,3% 8,7% 8,3% 49,4% 56,3% 50,5% 54,5% 27,2% 29,6% 34,4% 29,3% 8,9% 4,9% 5,4% 6,9% 2,5% 1,0% 1,0% 0,9% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 150 144 184 157 13,5% 8,9% 5,4% 10,8% 62,2% 56,8% 58,7% 47,1% 21,6% 28,1% 27,7% 35,0% 2,7% 4,8% 8,2% 6,4% 0,0% 1,4% 0,0% 0,6% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 186 127 156 11,8% 4,7% 7,1% 41,6% 45,7% 59,0% 32,6% 41,7% 28,2% 10,1% 6,3% 5,1% 3,9% 1,6% 0,6% 356 449 287 7,6% 9,4% 9,8% 47,8% 56,6% 53,7% 35,4% 27,2% 30,0% 7,3% 6,0% 5,9% 2,0% 0,9% 0,7% Aldur (e-m) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (p = .001) Búseta (e-m) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 103 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Hversu margir af þínum nánustu vinum búa á sama svæði og þú? Spurning 28 Niðurstöður: Svör Fjöldi Hlutfall % Vikmörk +/- Allir eða næstum allir 139 11,7 1,8 Flestir Nokkrir Engir eða næstum engir Ég á enga nána vini 513 413 101 43,1 34,7 8,5 2,8 2,7 1,6 25 2,1 0,8 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1191 27 100,0 Samtals svarendur 1218 N o kkr ir 3 5% Eng ir / á eng a 11% A llir / f lest ir 54 % Frekari greining: Fjöldi svara Allir eða næstum allir Flestir Nokkrir Engir eða næstum engir Ég á enga nána vini Kynferði (e-m) Karlar Konur 564 615 12,1% 11,4% 45,0% 41,3% 34,9% 34,1% 6,4% 10,6% 1,6% 2,6% 184 215 319 472 20,1% 10,2% 12,9% 8,3% 37,5% 44,2% 44,8% 43,6% 31,0% 29,3% 34,2% 38,8% 9,8% 12,6% 6,0% 7,8% 1,6% 3,7% 2,2% 1,5% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 165 157 193 178 29,4% 3,1% 13,0% 10,1% 39,3% 39,6% 49,2% 39,3% 22,7% 45,9% 29,5% 36,0% 8,0% 8,2% 6,2% 11,8% 0,6% 3,1% 2,1% 2,8% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 184 139 173 11,4% 6,5% 7,5% 46,,2% 41,0% 45,7% 32,6% 41,0% 36,4% 8,2% 10,1% 7,5% 1,6% 1,4% 2,9% 409 479 296 13,0% 10,9% 11,1% 45,0% 48,2% 32,1% 34,0% 32,2% 39,5% 5,9% 7,9% 13,2% 2,2% 0,8% 4,1% Aldur (p = .001) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (p = .001) Búseta (p = .001) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 104 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Hversu oft hittir þú nánustu vini þína? Spurning 29 Niðurstöður: Svör Fjöldi Hlutfall % Vikmörk +/- Daglega Að minnsta kosti vikulega Að minnsta kosti einu sinni í mánuði Sjaldnar Aldrei eða næstum aldrei 182 527 15,4 44,5 2,1 2,8 321 27,1 2,5 147 7 12,0 0,6 1,9 0,4 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1184 34 100,0 Samtals svarendur 1218 a.m.k mán.lega 27% Sjaldnar en einu sinni í mán13% Daglega 15% a.m.k vikulega 45% Frekari greining: Fjöldi svara Daglega Að minnsta kosti vikulega Að minnsta kosti einu sinni í mánuði Aldrei eða næstum aldrei Sjaldnar Kynferði (e-m) Karlar 559 Konur 614 13,4% 17,3% 45,8% 43,5% 27,2% 26,9% 13,2% 11,6% 33,2% 39,7% 17,4% 8,2% 15,9% 42,1% 22,9% 18,2% 13,9% 48,3% 28,4% 9,1% 9,2% 45,1% 31,8% 13,7% 15,4% 49,4% 27,2% 6,8% 13,4% 45,2% 29,3% 10,8% 14,7% 42,4% 29,3% 13,6% 16,3% 41,0% 25,8% 16,9% 14,1% 48,9% 25,0% 10,9% 20,9% 41,0% 21,6% 15,8% 14,0% 43,6% 30,2% 12,2% 21,6% 14,0% 9,2% 41,3% 46,8% 45,4% 25,8% 27,8% 27,3% 10,8% 11,3% 16,7% 0,4% 0,8% Aldur (p = .001) 18-27 ára 184 28-37 ára 214 38-47 ára 317 48-65 ára 468 1,6% 0,9% 0,3% 0,2% Búseta (e-m) Áhrifasvæði Reykjavíkur 164 Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra 155 Eyjafjarðasvæðið 191 Austurland (Norðursvæði) 178 Austurland (Miðsvæði) 184 Austurland (Suðursvæði) 139 Suðurland að Árborg 172 1,2% 1,3% 0,0% 0,0% 1,1% 0,7% 0,0% Búseta (p = .001) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 407 479 293 0,5% 0,2% 1,4% 105 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Myndir þú vilja hafa meiri eða minni samskipti við þína nánustu vini í framtíðinni en þú hefur gert til þessa? Spurning 30 Niðurstöður: Svör Fjöldi Mun meiri Heldur meiri Hvorki meiri né minni Hlutfall % Vikmörk +/- 251 512 415 21,2 43,3 35,1 2,3 2,8 2,7 4 1 0,3 0,1 0,3 0,2 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1183 35 100,0 Samtals svarendur 1218 Heldur minni Mun minni Hvorki né 35% Meiri 65% Frekari greining: Fjöldi svara Mun meiri Heldur meiri Hvorki meiri né minni Heldur minni Mun minni Kynferði (p = .001) Karlar Konur 558 613 17,2% 25,0% 41,8% 44,7% 40,5% 30,2% 0,5% 0,2% 0,0% 0,0% 183 214 317 468 24,6% 24,3% 20,5% 19,0% 41,5% 47,2% 43,8% 41,7% 32,8% 28,0% 35,6% 38,9% 0,5% 0,5% 0,0% 0,4% ,5% 0,0% 0,0% 0,0% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 164 156 193 174 19,8% 25,9% 21,2% 21,3% 45,7% 45,6% 43,5% 42,0% 33,3% 27,8% 35,2% 36,2% 1,2% 0,6% 0,0% 0,6% 0,0% 0,0% 0,0% 0,0% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 182 139 174 19,8% 20,9% 20,1% 45,1% 38,1% 42,0% 34,6% 41,0% 37,9% 0,0% 0,0% 0,0% 0,5% 0,0% 0,0% 406 479 293 22,7% 20,5% 20,8% 38,9% 42,0% 51,2% 38,2% 37,2% 27,3% 0,2% 0,2% 0,7% 0,0% 0,2% 0,0% Aldur (e-m) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (e-m) Búseta (p = .038) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 106 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Hversu margir af þínum nánustu ættingjum (systkini, foreldrar, uppkomin börn) búa á sama svæði og þú? (á sama stað, í sama sveitarfélagi eða á nærliggjandi stöðum) Spurning 31 Niðurstöður: Svör Fjöldi Hlutfall % Vikmörk +/- Allir eða næstum allir 197 16,6 2,1 Flestir Nokkrir Engir eða næstum engir Ég á enga nána ættingja 370 314 162 31,2 26,5 13,6 2,6 2,5 2,0 144 12,1 1,7 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1187 31 100,0 Samtals svarendur 1218 Engir/á enga 26% Nokkrir 26% Allir/flestir 48% Frekari greining: Fjöldi svara Allir eða næstum allir Flestir Nokkrir Engir eða næstum engir Ég á enga nána ættingja Kynferði (e-m) Karlar Konur 560 615 15,0% 18,0% 32,1% 30,2% 28,4% 24,7% 13,2% 14,1% 11,3% 12,8% 183 214 320 469 29,0% 19,6% 15,6% 11,1% 31,7% 30,8% 33,8% 29,4% 23,0% 24,3% 21,9% 31,8% 9,8% 12,1% 12,8% 16,4% 6,6% 13,1% 15,9% 11,3% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 164 157 191 178 32,1% 8,2% 21,5% 12,4% 29,6% 24,5% 35,6% 35,4% 21,6% 32,1% 24,6% 25,8% 11,1% 18,2% 7,9% 15,2% 5,6% 17,0% 10,5% 11,2% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 182 139 175 17,0% 10,1% 13,7% 33,0% 30,2% 28,6% 24,7% 27,3% 29,1% 14,8% 15,1% 14,3% 10,4% 17,3% 14,3% 408 479 296 17,6% 16,7% 14,9% 33,6% 29,9% 30,1% 27,7% 29,2% 20,3% 12,7% 11,5% 18,2% 8,3% 12,7% 16,6% Aldur (p = .001) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (p = .001) Búseta (p = .002) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 107 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Hversu oft hittir þú nánustu ættingja þína? Spurning 32 Niðurstöður: Svör Fjöldi Hlutfall % Vikmörk +/- Daglega Að minnsta kosti vikulega Að minnsta kosti einu sinni í mánuði Sjaldnar Aldrei eða næstum aldrei 225 461 19,0 38,9 2,2 2,8 275 23,2 2,4 214 9 18,1 0,8 2,2 0,5 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1184 34 Samtals svarendur 1218 a.m.k mán.leg a 23% Sjald nar en einu sinni í mán 2 4 % D ag leg a 19 % a.m.k vikuleg a 39% 100,0 Frekari greining: Fjöldi svara Daglega Að minnsta kosti vikulega Að minnsta kosti einu sinni í mánuði Sjaldnar Aldrei eða næstum aldrei Kynferði (p = .003) Karlar Konur 560 612 14,5% 22,7% 40,5% 37,6% 26,3% 20,8% 18,2% 18,0% 0,5% 1,0% 184 215 319 465 32,1% 23,3% 12,2% 16,6% 31,0% 37,2% 44,5% 39,1% 25,0% 20,5% 23,5% 23,4% 10,9% 18,6% 18,5% 20,4% 1,1% 0,5% 1,3% 0,4% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 164 155 193 177 19,8% 15,3% 21,8% 16,9% 45,1% 35,7% 46,6% 39,5% 25,9% 29,3% 16,1% 20,9% 8,6% 19,7% 15,5% 20,9% 0,6% 0,0% 0,0% 1,7% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 183 139 172 20,8% 20,1% 18,0% 35,5% 30,9% 37,2% 23,0% 15,8% 31,4% 20,2% 32,4% 11,6% 0,5% 0,7% 1,7% 407 477 295 23,1% 18,4% 14,6% 38,6% 39,8% 37,6% 20,9% 23,1% 26,4% 16,5% 17,8% 21,0% 1,0% 0,8% 0,3% Aldur (p = .001) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (p = .001) Búseta (e-m) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 108 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Myndir þú vilja hafa meiri eða minni samskipti við þína nánustu ættingja í framtíðinni en þú hefur gert til þessa? Spurning 33 Niðurstöður: Svör Mun meiri Heldur meiri Hvorki meiri né minni Heldur og mun minni Fjöldi Hlutfall % 334 459 381 7 28,3 38,9 32,3 0,6 Samtals fjöldi svara (Svarar ekki) 1181 37 100,0 Samtals svarendur 1218 Vikmörk +/H v or k i m e i r i né 2,6 2,8 2,7 0,4 m i nni 32% Meiri 67% Frekari greining: Fjöldi svara Mun meiri Heldur meiri Hvorki meiri né minni Heldur minni Mun minni Kynferði (p = .001) 40,1% 36,3% 0,5% 0,2% 610 22,9 % 33,4% 38,2% 28,0% 0,3% 0,0% 184 215 316 465 25,0% 23,3% 28,2% 31,8% 35,9% 46,0% 39,9% 36,1% 35,9% 30,2% 32,0% 32,0% 2,2% 0,5% 0,0% 0,0% 1,1% 0,0% 0,0% 0,0% Áhrifasvæði Reykjavíkur Vesturland,Vestfirðir,N-Vestra Eyjafjarðasvæðið Austurland (Norðursvæði) 162 156 193 176 23,8% 34,8% 26,9% 27,3% 36,9% 37,3% 38,3% 40,3% 38,1% 27,8% 33,7% 31,8% 0,6% 0,0% 1,0% 0,6% 0,6% 0,0% 0,0% 0,0% Austurland (Miðsvæði) Austurland (Suðursvæði) Suðurland að Árborg 182 138 172 29,7% 35,5% 22,1% 38,5% 33,3% 46,5% 31,9% 30,4% 31,4% 0,0% 0,7% 0,0% 0,5% 0,0% 0,0% 406 475 295 27,6% 30,3% 26,4% 35,5% 39,2% 42,7% 36,2% 29,7% 30,8% 0,5% 0,6% 0,0% 0,2% 0,2% 0,0% Karlar 559 Konur Aldur (p = .001) 18-27 ára 28-37 ára 38-47 ára 48-65 ára Búseta (e-m) Búseta (e-m) Ekkert umfram grunnnám Framhaldsskólapróf Háskólapróf 109 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 110 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ VIÐAUKI II YFIRLIT UM DREIFINGU SVARA, ORÐALAG SPURNINGA OG UPPSETNINGU SPURNINGALISTANS 111 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Um framsetningu upplýsinga í yfirliti um dreifingu svara, orðalag spurninga og uppsetningu spurningalistans Hér á eftir gefur að líta spurningalistann eins og kann var lagður fyrir og hlutfallslega dreifingu svara í fjölvalsspurningum. Hlutfallstölur eru í hverju tilviki reiknaðar af fjölda gildra svara, það er að segja að frádregnum þeim sem kunna að hafa sleppt því að svara viðkomandi spurningu. Jafnframt er um að ræða öll gild svör; það er að segja alls úrtakshópsins. 112 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Samfélagsáhrif álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi Akureyri, 19. febrúar 2007 Ágæti viðtakandi. Alþingi ályktaði þann 11. mars 2003 að fela Byggðarannsóknastofnun í samvinnu við Þróunarfélag Austurlands að „fylgjast með samfélagsbreytingum og þróun byggðar og atvinnulífs á því landsvæði þar sem áhrifa álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi gætir mest“. Með aðkomu Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins og Byggðastofnunar að verkefninu var þessum aðilum gert mögulegt að ráðast í nokkuð viðamikla rannsókn á áhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi á samfélag og byggð. Hluti af þessari rannsókn er könnunin sem þú hefur nú fengið í hendur. Valið hefur verið um 3.200 manna úrtak fólks á landinu öllu og kom þitt nafn upp í úrtakinu. Áður hefur farið fram úrtakskönnun um sama efni árið 2004 en hún tók aðeins til fólks sem búsett var innan skilgreindrar fjarlægðar frá helstu framkvæmdasvæðunum á Austurlandi í upphafi ársins 2002. Það skiptir mjög miklu fyrir gildi rannsóknarinnar að fá svör sem flestra er lenda í úrtakinu. Það er einnig mikilvægt að aðeins sá sem fær rannsóknina senda, svari spurningalistanum. Því viljum við biðja þig að svara þessum spurningalista og leggja rannsókninni þar með lið. Vegna umfangs rannsóknarinnar er vel mögulegt að fleiri en einn einstaklingur á sama heimili hafi fengið spurningalista sendan. Samt sem áður er mikilvægt fyrir rannsóknina að allir þeir sem hafa fengið spurningalistann í hendur svari honum. Farið verður með svör þín sem trúnaðarmál og verður meðhöndlun og úrvinnsla gagna í höndum sérfræðinga við RHA – Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri. Við framkvæmd rannsóknarinnar er í hvívetna farið að ákvæðum laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (nr. 77, 23. maí 2000) og verður tryggt að ekki verður á nokkurn hátt unnt að rekja niðurstöður til einstakra þátttakenda. Við viljum biðja þig að svara spurningalistanum og setja í póst innan tveggja vikna frá móttöku listans. Meðfylgjandi er umslag sem þú getur látið ófrímerkt í póst. Ef þú hefur einhverjar spurningar um listann eða útfyllingu hans hans er þér velkomið að hringja í Hjalta Jóhannesson verkefnisstjóra rannsóknarinnar hjá RHA – Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri í síma 460-8903 eða senda honum tölvupóst, netfangið er [email protected]. 113 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 1. Ert þú karl eða kona? 48% 2. Karl 52% Kona Hvaða ár ert þú fædd(ur)? Árið: [meðaltal = 1964] 3. [miðgildi = 1964] [lægsta = 1942] [hæsta = 1989] Hvar býrð þú núna? (vinsamlega tilgreindu bæði póstnúmer og nafn sveitarfélagsins) Póstnúmer: ______________ 4. Sveitarfélag: __________________________ Ertu gift/kvæntur eða í sambúð? 68% Ég er gift/kvæntur eða í staðfestri sambúð 11% Ég er í óstaðfestri sambúð 21% Ég er hvorki gift/kvæntur né í sambúð 5. Hefurðu flust búferlum síðustu 10 árin og þá hversu oft? 60% Nei, ég hef ekki flutt síðustu 10 árin (NÆST SPURNING 7) 40% Ég hef flutt [meðaltal = 2,4; miðgildi = 2,0] sinni/sinnum síðustu 10 árin 6. Hvenær fluttirðu á þann stað þar sem þú átt nú heima? Ég flutti hingað árið [meðaltal = 2003] 6a. 10% Á ekki við/hef aldrei flutt (NÆST SPURNING 7) Ef þú hefur flutt, í hvaða sveitarfélagi (eða landi) bjóstu þá áður? (vinsamlega tilgreindu bæði póstnúmer og nafn sveitarfélagsins eða heiti landsins) Póstnúmer: ______________ Sveitarfélag (land): __________________________ 6b. Ef þú hefur flutt, hver var helsta ástæða þess að þú fluttir síðast þegar þú gerðir það? Helsta ástæðan var: ________________________________________________________ 7. Þegar á heildina er litið, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með þann stað (sveitarfélag/byggðarlag) þar sem þú býrð nú? (sbr. spurningu 3) 114 Mjög óánægð(ur) (1) (2) (3) 6% 4% 5% Hvorki ánægð(ur) né óánægð(ur) (4) (5) 11% 14% (6) Mjög ánægð(ur) (7) 27% 35% Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 8. BRSÍ Hefur þú (eða fjölskylda þín) íhugað alvarlega að flytja milli byggðarlaga á síðustu 5 árum en ákveðið að gera það ekki? 9% Já, ég hef (við höfum) íhugað alvarlega að flytja til baka til byggðarlags þar sem ég hef búið áður 11% Já, ég hef (við höfum) íhugað alvarlega að flytja til byggðarlags þar sem ég hef ekki búið áður 80% Nei, ég hef (við höfum) ekki íhugað alvarlega að flytja (NÆST SPURNING 9) 8a. Ef þú hefur íhugað flutninga, hver var helsta ástæða þess að þú íhugaðir þá? Helsta ástæðan var: __________________________________________________ 9. Telur þú líklegt eða ólíklegt að þú munir flytja frá því byggðarlagi þar sem þú býrð nú? (Merktu í einn reit í hvorum lið) Mjög líklegt Frekar líklegt Frekar ólíklegt Mjög ólíklegt Alveg útilokað .3. Innan þriggja ára..............9% ............... 10% .............. 23% ............... 44% ............... 15% 10. Ef kæmi til þess að þú myndir flytja, hver yrði þá líklegasta ástæða þess? Helsta ástæðan yrði: ______________________________________________________________ 11. Ef til þess kæmi að þú myndir flytja, hvar er þá líklegast að þú myndir velja þér búsetu? Ég myndi líklega flytjast til __________________________________________________________ 12. Ef til þess kæmi að þú myndir flytjast brott frá þeim stað þar sem þú býrð nú, til hvaða staðar eða lands vildir þú helst vilja flytja ef þú ættir algerlega frjálst val? Ég myndi helst vilja flytja til ________________________________________________________ 13. Hefur þú mikla eða litla trú á jákvæðri þróun byggðarlags þíns á næstu árum? (með byggðarlagi er hér átt við þann stað sem þú nefndir í spurningu 3) 26% Ég hef mjög mikla trú á að þróunin verði með jákvæðum hætti 46% Ég hef fremur mikla trú á að þróunin verði með jákvæðum hætti 16% Ég hef fremur litla trú á að þróunin verði með jákvæðum hætti 4% Ég hef mjög litla trú á að þróunin verði með jákvæðum hætti 8% (Veit ekki) 14. Ert þú virkur félagi eða þátttakandi í einhverskonar félags-, íþrótta- eða tómstundastarfi og ef svo er, hvaða? (Vinsamlega skrifaðu nöfn félaganna eða tegund starfseminnar) 115 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 51% Nei, ég er ekki í neinu slíku starfi 49% Já og ég er í... 1. __________________________________ 2. __________________________________ 3. __________________________________ 4. __________________________________ 15. Hvort finnst þér nær sanni að segja, að flestum megi treysta, eða að aldrei sé hægt að vera of varkár í samskiptum við aðra? 54% Flestum má treysta 46% Aldrei er hægt að vera of varkár í samskiptum við aðra 16. Ef þú hugsar um það byggðarlag þar sem þú býrð núna, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með eftirfarandi? (Merktu í einn reit í hverjum lið) Mjög óánægð(ur) Frekar óánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Mjög ánægð(ur) a) Umhverfið ................................................... 2% ................ 6% ................ 38% ............... 55% b) Félagslíf ...................................................... 5% ............... 19% ............... 59% ............... 17% c) Menningarlíf ................................................ 5% ............... 19% ............... 58% ............... 18% d) Möguleika til að sinna tómstundum ............ 6% ............... 13% ............... 53% ............... 28% og áhugamálum mínum e) Framboð á almennri verslun/þjónustu ....... 12% .............. 30% ............... 40% ............... 18% f) Framboð á heilbrigðisþjónustu ................... 7% ............... 18% ............... 44% ............... 30% g) Aðgengi að framhaldsskólamenntun ......... 10% .............. 15% ............... 43% ............... 32% h) Aðgengi að háskólamenntun ..................... 23% .............. 26% ............... 32% ............... 19% i) Persónulegt öryggi ...................................... 2% ................ 5% ................ 44% ............... 50% j) Fjölbreytni starfa ........................................ 18% .............. 39% ............... 34% ................ 9% k) Atvinnutekjur þínar ..................................... 12% .............. 28% ............... 48% ............... 12% l) Efnahag fjölskyldunnar ............................... 6% ............... 23% ............... 56% ............... 15% 17. Ef þú þyrftir að leita þér að vinnu, hversu líklegt eða ólíklegt þykir þér að eftirtaldar leiðir myndu skila árangri fyrir þig? (Merktu í einn reit í hverjum lið) Mjög ólíklegt a) b) c) d) 116 Frekar ólíklegt Frekar líklegt Mjög líklegt Opinberar vinnumiðlanir ...................26% .................. 30% .................. 34% .................. 11% Vinir og kunningjar .............................7% ................... 27% .................. 53% .................. 13% Fjölskyldan ........................................14% .................. 36% .................. 37% .................. 13% Tengsl við fólk í atvinnulífinu .............4% ................... 13% .................. 53% .................. 30% Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ Næst koma nokkrar spurningar um stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi en þar er átt við byggingarframkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun, háspennulínur og álver í Reyðarfirði 18. Lýstu því hvernig þú tengist stóriðjuframkvæmdunum á Austurlandi með því að segja hversu vel eða illa eftirfarandi fullyrðingar eiga við um þig? (Merktu í einn reit í hverjum lið) Á mjög vel við um mig Á frekar vel við um mig Á frekar illa við um mig Á mjög illa við um mig a) Ég hef verið að vinna við eða í tengslum ............... 6% ................ 5%.............. 6% ................83% við framkvæmdirnar b) Fyrirtæki/aðili sem ég vinn hjá hefur verið að ......... 8% ................ 7%.............. 5% ................80% vinna við eða í tengslum við framkvæmdirnar c) Fyrirtæki/aðili sem ég vinn hjá hefur verið að ......... 9% ................ 8%.............. 7% ................77% selja vörur/þjónustu til framkvæmdaaðila d) Nánir ættingjar mínir eða vinir hafa verið að ......... 17% .............. 19%............ 13% ...............51% vinna við eða í tengslum við framkvæmdirnar 19. Hefur þú mikla eða litla trú á því að stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi hafi bætt fjárhagslega afkomu þína? Mjög mikla trú Frekar mikla trú Frekar litla trú Mjög litla trú 8% 12% 23% 56% 20. Hvort telur þú þegar á heildina er litið að stóriðjuframkvæmdirnar hafi haft jákvæð eða neikvæð áhrif á mannlíf í þínu byggðarlagi? Mjög jákvæð áhrif Frekar jákvæð áhrif Engin áhrif 11% 27% 50% Frekar neikvæð Mjög neikvæð áhrif áhrif 8% 4% 21. Hvað er í þínum huga það sem er helst jákvætt og helst neikvætt við stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi? Helst jákvætt er: ______________________________________________________________ ____________________________________________________________________________ Helst neikvætt er: ______________________________________________________________ _____________________________________________________________________________ 117 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Næst koma nokkrar spurningar um starfrækslu álvers í Reyðarfirði en þar er átt við þann tíma þegar álverið er komið í fullan rekstur árið 2008 eða þar um bil. 22. Hefur þú mikla eða litla trú á bættri fjárhagslegri afkomu þinni í tengslum við starfrækslu álvers í Reyðarfirði? Mjög mikla trú Frekar mikla trú Frekar litla trú Mjög litla trú 5% 11% 27% 57% 23. Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú munir sækjast eftir vinnu við álver í Reyðarfirði? Mjög líklegt Frekar líklegt Frekar ólíklegt Mjög ólíklegt Alveg útilokað 2% 3% 17% 29% 50% 24. Hvort telur þú að starfræksla álvers í Reyðarfirði muni hafa jákvæð eða neikvæð áhrif á mannlíf í þínu byggðarlagi? Mjög jákvæð áhrif Frekar jákvæð áhrif Engin áhrif 7% 24% 59% Frekar neikvæð Mjög neikvæð áhrif áhrif 7% 3% 25. Hvað er í þínum huga það sem er helst jákvætt og helst neikvætt við starfrækslu álvers í Reyðarfirði? Helst jákvætt er: ______________________________________________________________ ____________________________________________________________________________ Helst neikvætt er: ______________________________________________________________ _____________________________________________________________________________ 26. Hvort telur þú að íbúafjöldi í þínu byggðarlagi muni aukast, standa í stað eða dragast saman fram til ársins 2010 frá því sem nú er? 11% Íbúafjöldi mun aukast mikið (meira en 10% fjölgun) 39% Íbúafjöldi mun aukast nokkuð (2-10% fjölgun) 30% Íbúafjöldi verður svipaður og nú er 12% Íbúafjöldi mun dragast nokkuð saman (2-10% fækkun) 118 6% Íbúafjöldi mun dragast mikið saman (meira en 10% fækkun) 5% (Veit ekki) Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ 27. Hvort telur þú að verð á íbúðarhúsnæði í þínu byggðarlagi muni hækka, standa í stað eða lækka fram til ársins 2010 frá því sem nú er? 8% Verð á íbúðarhúsnæði mun hækka mikið (meira en 10% hækkun) 49% Verð á íbúðarhúsnæði mun hækka nokkuð (2-10% hækkun) 28% Verð á íbúðarhúsnæði mun standa í stað 6% Verð á íbúðarhúsnæði mun lækka nokkuð (2-10% hækkun) 1% Verð á íbúðarhúsnæði mun lækka mikið (meira en 10% hækkun) 7% (Veit ekki) 28. Hversu margir af þínum nánustu vinum búa á sama svæði og þú? (á sama stað, í sama sveitarfélagi eða á nærliggjandi stöðum) 12% Allir eða næstum allir 43% Flestir 35% Nokkrir 9% Engir eða næstum engir 2% Ég á enga nána vini 29. Hversu oft hittir þú nánustu vini þína? 15% Daglega 45% Að minnsta kosti vikulega 27% Að minnsta kosti einu sinni í mánuði 12% Sjaldnar 1% Aldrei eða næstum aldrei 30. Myndir þú vilja hafa meiri eða minni samskipti við þína nánustu vini í framtíðinni en þú hefur gert til þessa? Mun meiri 21% Heldur meiri Hvorki meiri né minni Heldur minni Mun minni 43% 35% 0% 0% 31. Hversu margir af þínum nánustu ættingjum (systkini, foreldrar, uppkomin börn) búa á sama svæði og þú? (á sama stað, í sama sveitarfélagi eða á nærliggjandi stöðum) 17% Allir eða næstum allir 31% Flestir 27% Nokkrir 14% Engir eða næstum engir 12% Ég á enga nána ættingja 119 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 32. Hversu oft hittir þú nánustu ættingja þína? 19% Daglega 39% Að minnsta kosti vikulega 23% Að minnsta kosti einu sinni í mánuði 18% Sjaldnar 1% Aldrei eða næstum aldrei 33. Myndir þú vilja hafa meiri eða minni samskipti við þína nánustu ættingja í framtíðinni en þú hefur gert til þessa? Mun meiri Heldur meiri Hvorki meiri né minni Heldur minni Mun minni 39% 32% 0% 0% 28% 34. Hver er staða þín á vinnumarkaði? 22% Ég er með eigin atvinnurekstur 49% Ég er í fullu starfi sem launþegi 19% Ég er í hlutastarfi sem launþegi 13% Ég er í námi 2% Ég er í fríi eða barneignafríi 1% Ég er í atvinnuleit eða milli starfa 3% Ég er öryrki 0% Ég er ellilífeyrisþegi 2% Annað og þá hvað: ______________________________________ 35. Ef þú ert í vinnu eða námi, hvert sækir þú það aðallega? (vinsamlega tilgreindu bæði póstnúmer og nafn sveitarfélagsins) Póstnúmer: ______________ 7% Sveitarfélag: _________________________________ Ég er hvorki í vinnu né námi. 36. Hver er menntun þín? (Merktu við allar prófgráður sem þú hefur lokið) 2% Ekkert af neðantöldu 32% Grunnskóla- eða gagnfræðapróf (og ekkert umfram það) 7% Stúdentspróf (og ekkert umfram það) 20% Próf í iðngrein 20% Styttra framhaldsnám 18% Lengra framhaldsnám (fyrsta háskólagráða) 7% 120 Framhaldsnám á háskólastigi (meistaragráða, doktorsgráða eða sambærilegt) Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 BRSÍ 37. Ef þú hefur lokið prófi í iðngrein, framhaldsmenntun með starfsréttindum eða háskólagráðu, á hvaða sviði (sviðum) er sú menntun? ____________________________________________________________________________ ____________________________________________________________________________ ____________________________________________________________________________ 38. Hve margir búa á heimilinu auk þín? (Skrifaðu fjölda einstaklinga í hverjum aldurshóp) Börn 5 ára eða yngri: _________ Börn 6-17 ára: _________ Einstaklingar 18-25 ára: _________ Einstaklingar eldri en 25 ára: _________ 39. Hverjar eru heildartekjur þínar fyrir skatta á mánuði að jafnaði? (Teldu með allar launatekjur, lífeyri, námslán og atvinnuleysisbætur en ekki barnabætur eða aðrar félagslegar bætur) Heildartekjur mínar fyrir skatta eru kr. ____________________ á mánuði 40. Ef þú býrð með öðrum, hverjar eru heildartekjur fjölskyldunnar fyrir skatta á mánuði að jafnaði? (Teldu með allar launatekjur, lífeyri, námslán og atvinnuleysisbætur en ekki barnabætur eða aðrar félagslegar bætur) 11% Ég bý ein(n) Heildartekjur fjölskyldunnar fyrir skatta eru kr. ____________________ á mánuði Þá er könnuninni lokið, kærar þakkir fyrir þátttökuna! Notaðu merkta umslagið sem fylgdi með könnuninni. Umslagið má setja ófrímerkt í póst. 121 Úrtakskönnun meðal almennings vorið 2007 Kærar þakkir fyrir að taka þátt í þessari rannsókn! Þann 15. mars 2003 voru undirritaðir á Reyðarfirði samningar sem marka upphaf einnar stærstu einstöku framkvæmdar í Íslandssögunni. Þetta eru bygging álvers Alcoa og tengdar framkvæmdir, þar á meðal Kárahnjúkavirkjun. Heildarfjárfesting verkefnisins nam um 195 milljörðum króna og var reiknað með að vinna þyrfti um 6.300 ársverk á framkvæmdatímanum sem hefur staðið frá og með árinu 2003 og til ársins 2009 eða þar um bil. Ljóst er að þessar framkvæmdir munu hafa víðtæk áhrif á byggð og samfélag, ekki bara á Mið-Austurlandi, í næsta nágrenni framkvæmdanna, heldur á landinu öllu. Alþingi samþykkti árið 2003 þingsályktun um að fela Byggðarannsóknastofnun Íslands, í samvinnu við Þróunarfélag Austurlands, að fylgjast með samfélagsbreytingum og þróun byggðar og atvinnulífs á því landsvæði þar sem áhrifa álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi mun sennilega gæta mest. Rannsóknin hófst á árinu 2004 og mun standa í alls 6 ár eða til loka ársins 2009. Verkið er unnið undir stjórn sérstakrar verkefnisstjórnar af hópi sérfræðinga við RHA – Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri í samvinnu við Þróunarfélag Austurlands. Markmið rannsóknarinnar er þríþætt: - Í fyrsta lagi gefst með henni einstakt tækifæri til að safna gögnum sem geta orðið grundvöllur að mati sambærilegra (eða áþekkra) stórverkefna í framtíðinni. - Í öðru lagi munu stjórnvöld, með slíkri rannsókn, hafa bættar forsendur til að lágmarka neikvæðar afleiðingar sem kunna að hljótast af verkefnunum en hámarka hinar jákvæðu. - Í þriðja lagi hefur rannsókn af þessu tagi mikilvægt vísindalegt gildi í alþjóðlegu samhengi. Í ályktun Alþingis var miðað við að skilað yrði formlegum skýrslum um niðurstöður verkefnisins til Iðnaðar- og viðskiptaráðherra í lok árs 2005 og 2007 og síðan í lok verkefnisins. Auk þessa er leitast við að þær upplýsingar sem aflað er með verkefninu séu sem aðgengilegastar þeim aðilum í samfélaginu sem geta haft af þeim einhvern hag. Hér gegnir verkefnisstjórn miklu hlutverki þar sem hún er skipuð fjórum fulltrúum, einum frá hverri þessara lykilstofnana á sviði svæðisbundinnar þróunar: Byggðarannsóknastofnun, Byggðastofnun, Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og Þróunarfélagi Austurlands. Þessi könnun er hluti af þeirri gagnaöflun sem ráðist hefur verið í vegna þessarar rannsóknar á samfélagsáhrifum virkjana- og álversframkvæmda á Austurlandi. Ef þú vilt kynna þér rannsóknina nánar og fylgjast með þegar niðurstöður einstakra rannsóknarhluta verða birtar, getur þú heimsótt vef RHA-Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri, www.rha.is. 122